Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 36
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Ertu tískumeðvituð? Já, það má segja það, ég hef alveg bullandi áhuga á öllu sem tengist tísku og hef alltaf haft, ég vinn líka í einni flottustu tísku- verslun landsins, Júník. Svo skoða ég mikið af tískubloggum í frítímanum. Mamma sagði að ég hefði strax á fyrstu árunum haft vit á því hverju ég vildi klæðast, og alltaf viljað fara í kjóla eða það sem var glitrandi eða blúnduskreytt. Hvernig klæðir þú þig hversdags? Ég er mikið í leðurleggings eða leðurbuxum og mjúkum, stórum peysum núna í kuldanum. Uppháir sokk- ar finnst mér alltaf jafn flottir, og grófir leðurskór með smá hæl. Hvernig klæðir þú þig spari? Ég elska pelsa og allt loðið, en ég vil hafa þá gervi. Ég er svo mikill dýravinur að ég hef aldrei getað hugsað mér að ganga í ekta. Leðurjakki með loðkraga, samfella eða toppur við uppháar leggings finnst mér æði og þægilegt að vera í. Þegar ég fer eitthvað mjög fínt skelli ég mér oftast í kjól, og þá helst teygju- kjól (bandage). Þeir eru alveg uppáhaldið. Eftir að maður hefur eignast sinn fyrsta þá vill maður nánast ekki kaupa öðru vísi kjól. Flestar stjörn- urnar í Hollywood klæðast líka þannig kjólum á rauða dreglinum enda alltaf svo flottar. Hvernig lýsir þú stílnum þínum? Fágaður og glamúr. Ég er mjög mikið fyrir glingur og liti, bæði þegar kemur að fatavali, skóm, skarti og förðun. Hvar kaupir þú fötin þín? Ég kaupi flest fötin mín í Júník. Ég verslaði alltaf mest þar líka áður en ég byrjaði að vinna þar. Svo versla ég alltaf af og til í Karen Millen og Vero Moda. Eyðir þú miklu í föt? Já, ég hef alltaf eytt miklu í föt, stundum of miklu. Það ríkir smá innkaupa- alki í manni en ég reyni nú samt alltaf að vera skynsöm og nota útilokunaraðferðirnar, nú eða fara heim og sofa á því … ef mig langar jafn mikið í það á morgun þá fer ég og kaupi það. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Í augnablikinu eru það uppháar diskóleggings úr Júník. Áferðin á þeim er ekki of glansandi til að nota hversdags en samt það flottar að hægt er að vera í þeim spari líka. Svo eru það rúskinnskórnir sem ég fékk í afmælisgjöf frá kærastanum úr Mörtu Jons- son. Einstaklega fallegir hælar. Uppáhaldshönnuðir? Michael Kors og Coco Chanel. Ég eignaðist mitt fyrsta Michael Kors- veski og úr fyrir stuttu og það er draumurinn að eignast Chanel-veski í framtíðinni. Uppáhalds- ilmvatnið mitt er svo frá Chanel. Bestu kaupin? Nú verð ég eiginlega að segja þegar ég labbaði inn í Karen Millen einn góðan dag í fyrravor og sá að það var sjötíu prósenta afsláttur af öllum skóm og 2 fyrir 1! Ég hoppaði hæð mína … og keypti fjögur pör. Verstu kaupin? Ég held að það hafi verið þegar ég keypti iPhone 5s-símann minn í fyrra. Ég keypti hann mánuði áður en hann lækkaði um einn þriðja í verði. Hverju verður bætt við fataskápinn fyrir jólin? Ég ætla að kaupa nýjar náttbuxur, ég held að þær séu aldrei jafn mikið notaðar og í kringum jólin. Ég ætla líka að finna grænan kjól, ég hef alltaf verið í rauðum kjól yfir jólin en það væri gaman að breyta til og prófa grænan í ár. Svo er ég búin að leita mér lengi að hinni fullkomnu síðu mokka- kápu, vonandi finn ég hana einn daginn. Hver er helsti veikleiki þinn þegar kemur að tísku og útliti? Að eiga kreditkort! Hvers konar fylgihluti notar þú? Ég er alltaf með hring sem ég fékk frá mömmu, gullhálsmen með gulum steini sem afi gaf ömmu einu sinni í jólagjöf og ég fékk svo í jólagjöf síðar frá þeim, DKNY-úrið mitt sem ég fékk frá litla bróður eða Michael Kors-úrið frá kærastanum. Hvaða förðunarvörur notar þú daglega? Ég nota farða frá MAC, matchmaster nr 5.0, varalitinn Touch eða Cosmo fra MAC dagsdaglega. Svo er ég oftast með augnháralengingar svo að ég þarf lítið annað en að skella á mig þunnri augnblýantslínu. Áttu þér tískufyrirmynd? Já, Kenza Zouiten finnst mér bara alltaf flott, klikkar aldrei. Victoria Beck- ham og svo náttúrulega karakterinn Carrie Brad- shaw úr þáttunum Sex & the City. Hún er alveg uppáhald, þó svo hún hafi stundum verið svolítið djörf í fatavali. Svo finnst mér Pattra, bloggari hjá Trendnet, alltaf voða flott. GLINGUR OG LITIR TÍSKA Bára Jónsdóttir elskar pelsa en vill hafa þá úr gerviefnum því hún er dýravinur. Hana langar að finna sér grænan kjól fyrir jólin og náttbuxur. SKVÍSA Bára hefur haft áhuga á tísku frá því hún var lítil. MYND/VILHELM Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook kr. 12.900.- Str. 34-46 kr. 14.900.- Str. 34-56 buxur með broti Aðsniðnar og klæðilegar Fæst í apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS P R E N T U N .IS Virkar lausnir frá OptiBac One Week Flat Minnkar þembu og Vindgang Save the Children á Íslandi Ný sending frá New York Síðir og stuttir kjólar Stærðir 38-48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.