Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 18
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Undanfarna mánuði hefur mennta- málaráðherra farið um landið og kynnt fyrir landsmönnum breyt- ingar á skipulagi framhaldsskóla sem hann kynnir í riti er kall- ast Hvítbók. Margt athyglisvert kemur þar fram og ber þar helst að nefna styttingu framhaldsskólans og viðhorf til fullorðinsfræðslu. Skoðaðar eru tölur frá löndum sem við viljum bera okkur saman við og ein af niðurstöðum sam- anburðarins er sú að nemendur okkar eyða of löngum tíma í fram- haldsskóla. Helstu rök núverandi mennta- málaráðherra fyrir því að skerða nám til stúdentsprófs um eitt ár eru þau að þannig sé hægt að draga úr brottfalli framhalds- skólanema. Í þessu sambandi er rétt að líta til nágranna okkar og frænda í Noregi. Þar hefur um nokkurt skeið verið þriggja ára framhaldsskóli og hver er reynsla þeirra? Á heimasíðu norska menntamálaráðuneytis- ins er fjallað um þetta atriði og þar er bent á að samkvæmt tölum frá OECD ljúki að meðaltali 72% framhaldsskólanema í aðildar- löndunum námi á eðlilegum tíma en aðeins 57% í Noregi. Þetta sé þó ekki alslæmt því Norðmenn bæti þetta upp með fullorðinsfræðslu og þegar upp er staðið ljúki fleiri framhaldsskólanámi í Noregi en í OECD-löndunum. Þessi punktur er athygliverður þar sem í Hvítbók er einnig talað um að nemendur verði að ljúka framhaldsskóla fyrir 25 ára aldur. Að mati norska mennta- málaráðuneytisins er orsök brott- falls í framhaldsskólum í Noregi ekki að finna í framhaldsskólunum sjálfum heldur í því að nemendur komi ekki nógu vel undirbúnir upp úr grunnskólunum. Ekki allt sem sýnist Menntamálaráðuneytið hefur á undanförnum misserum látið skrá brottfall í framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt skýrslu sem unnin var fyrir ráðu- neytið þar um luku 869 nemendur, sem hófu nám á vorönn 2014, ekki námi í þeim skóla sem þeir inn- rituðust í það vor. Af þessum hópi hættu tæplega 30% vegna þess að þau gátu ekki fylgt mætingar- reglum og um 40% brottfallinna voru eldri en 20 ára. Það fylgdi með í frétt um þessa skýrslu í Rík- isútvarpinu að allstór hluti þessara nemenda kæmi úr fjórum fram- haldsskólum á höfuðborgarsvæð- inu sem ættu það sameiginlegt að taka við breiðum hópi grunnskóla- nema. Ekki var gefið upp hvaða skólar það væru né heldur í hvers konar námi nemendurnir voru. Hér er þó ekki allt sem sýnist því 76 af þessum nemendum skiptu um skóla og því varla hægt að flokka þá með brottfalli. Af þeim gögnum, sem ráðuneyt- ið sjálft sendi frá sér, verður ekki betur séð en ástæðan fyrir brott- falli hér á landi sé sú sama og í Noregi, ónógur undirbúningur ákveðins hóps grunnskólanema undir framhaldsskólanám. Það er því vandséð að niðurskurður á stúdentsprófinu sé lausn á því vandamáli. Mun heppilegra væri að reyna að skima fyrir þeim nem- endum sem líklegir eru til að detta úr námi eins og lagt er til í Hvít- bók menntamálaráðuneytisins og veita þeim í framhaldi þann stuðn- ing og aðhald sem þeir þurfa. Þetta þyrfti ekki að vera kostnaðarsamt, a.m.k. væri það mun ódýrara og líklegra til árangurs en harka- legur uppskurður á framhalds- skólakerfinu sem óvíst er að skili nokkrum árangri í baráttunni við brottfall þar sem ekki hefur tek- ist að sýna fram á nein tengsl milli lengdar á skólagöngu og brottfalls nemenda. Baráttan gegn brottfalli „Útvarpið á að vera háskóli alþýðunnar, leikhús hennar, kirkja og sönghöll, heimild nýrra tíðinda og sannrar frásögu, skemmtistað- ur hennar og athvarf úr einveru og fásinni.“ Svo mælti Helgi Hjörvar, formaður útvarpsráðs, í árdaga útvarpsins og þessi grundvallarmark- mið hafa ekkert breyst þrátt fyrir gífurlegar tækniframfarir og samfélags- breytingar frá fyrstu útsendingu árið 1930. Hvers vegna Ríkisútvarp? Ríkisútvarpið hefur frá upphafi notið víðtæks stuðnings almenn- ings sem ein helsta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar og það hefur fylgt henni á mikil- vægustu stundunum í sögu hennar. Hlustunar-, áhorfs- og traustsmæl- ingar sýna að staða Ríkisútvarps- ins er sem fyrr sterk, í saman- burði við fjölmiðla hérlendis sem erlendis. Þjóðir Evrópu hafa valið að hafa almannafjölmiðil líkt og við og sátt ríkir um mikilvægi slíkra fjölmiðla. Ástæðan er sú að almannafjölmiðlar hafa ákveðnum skyldum að gegna, umfram einka- rekna fjölmiðla, við hlustendur og áhorfendur. Öllum samfélagsþegn- um er tryggt aðgengi að þjónustu Ríkisútvarpsins – óhlutdrægum fréttum, gagnrýninni umræðu og gæðaefni á íslensku. Öflugt Ríkis- útvarp er enn jafn mikilvægt þrátt fyrir fjölda nýrra samskiptaforma og einkarekna fjölmiðla. Ríkisút- varpið þjónar almenningi og stuðl- ar að jöfnuði, sanngirni og sam- kennd í stóru sem smáu. Við viljum að Ríkisútvarpið sé sameinandi afl í æ sundurleitara þjóðfélagi. Hvert stefnum við? Framtíðarsýn stjórnar og starfs- fólks er að Ríkisútvarpið verði áfram öflugur almannamiðill í þjónustu þjóðarinnar allrar og aukin áhersla er lögð á menning- ar- og samfélagshlutverk hans. Við viljum vera virkir þátt- takendur í að byggja upp og styrkja samfélag okkar, styðja og auka við þekkingu, hæfni og lífsgæði einstaklinga og þjóðfélagshópa. Við ætlum að efla innlenda dagskrárgerð og bæta framboð á leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku, enda verð- ur á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði upp á vandað íslenskt efni þegar afþreyingarefni á erlendum tungu- málum er á hverju strái. Nauðsyn- legt er að gera átak í varðveislu og miðlun þjóðararfsins úr gullkistu Ríkisútvarpsins. Þar er samtíma- saga Íslendinga skráð og að henni ber að hlúa. Undirbúningur er hafinn að úrbótum á þjónustu við landsbyggðina og stefnt að aukn- um fréttaflutningi og dagskrár- gerð utan höfuðborgarsvæðisins. Stór skref hafa verið stigin í átt til meira jafnréttis í starfseminni og við viljum að Ríkisútvarpið sé í fararbroddi í jafnréttismálum. Jafnhliða endurbótum á dreifi- kerfi og sífellt meiri áherslu á bætt aðgengi allra opnum við talið við þjóðina um Ríkisútvarp okkar allra. Útvarpsgjaldið stendur undir rekstrinum Ríkisútvarpið er eign þjóðarinn- ar og allir landsmenn hafa skoð- un á því hvernig það þjónar skyld- um sínum best. Frá upphafi hefur verið tekist á um rekstrar- og til- vistargrundvöll þess á vettvangi stjórnmálanna og árleg óvissa um fjármögnun hefur sett mark sitt á rekstur, tækniþróun og stefnumót- un til langs tíma. Mikið hefur verið hagrætt í starfseminni á síðustu árum og á þessu ári hefur verið leitað leiða til að létta á skuldsetn- ingu sem á m.a. rætur í gömlum lífeyrissjóðsskuldbindingum. Á undanförnum árum hefur ríkið tekið til sín hluta af útvarps- gjaldinu á hverju ári og nýtt í óskyld verkefni þrátt fyrir óbreyttar lagakvaðir um víðtæka þjónustu og skuldbindingar RÚV. Útvarpsgjaldið sem hver einstak- lingur greiðir er sambærilegt að krónutölu við það sem þekkist hjá öðrum norrænum ríkisfjölmiðl- um og nokkru lægra en hjá BBC og fleiri ríkisstöðvum í Evrópu. Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert svo að tryggja megi áframhald- andi öflugt Ríkisútvarp, með sam- bærilegar skyldur og hlutverk og verið hefur. Óbreytt útvarpsgjald dugir til að standa undir öflugri dagskrá og nauðsynlegum úrbót- um á dreifikerfi. Ekki er þörf á að hækka gjaldið eða veita sérstök fjárframlög til RÚV. Traust og metnaður Ætlast er til að öll opinber fyrir- tæki sýni ábyrgð í rekstri og vandaða starfshætti. Árangur almannafjölmiðils verður hins vegar á endanum mældur af trú- verðugleika hans og því dýrmæta trausti sem þjóðin ber til hans. Til að viðhalda því trausti þarf Ríkis- útvarpið að eiga daglegt samtal við þjóðina, efna til stórhuga og metnaðarfullra verka og standa ávallt vaktina þegar mikið liggur við. Ríkisútvarpið á að virkja sam- takamátt þjóðarinnar á stórum stundum, leiða nýsköpun, og vera gagnrýnin, gagnvirk og sjálf- stæð stofnun. Tilgangurinn er í raun enn hinn sami og Vilhjálm- ur Þ. Gíslason útvarpsstjóri lýsti við upphaf útsendinga Sjónvarps- ins 30. september 1966, „að tengja þjóðir og einstaklinga í skilningi og friði, vera vettvangur heilbrigðra skoðanaskipta, leiksvið margra lista, verkstæði fjölbreyttra fram- kvæmda, staður stórra drauma.“ Svo að þessi sýn megi lifa þurf- um við áfram að standa vörð um Ríkis útvarp okkar allra. Ríkisútvarp okkar allra – til framtíðar AF NETINU Að komast framhjá upplýsingafulltrúum Fjölmiðlar fá ekki að tala við neinn hjá innanríkisráðuneytinu nema upp- lýsingafulltrúann– og hann er í fríi fram á þriðjudag. Eitt hef ég lært á nokkuð löngum blaða- mannsferli– maður á helst aldrei að tala við upplýsingafulltrúa. Það er nánast skylda blaðamanna að komast framhjá upplýsingafulltrúunum eða blaðafulltrúum, eins og það hét áður fyrr. Hlutverk þeirra er yfirleitt ekki að upp- lýsa, heldur fremur að fela eða standa vörð. http://eyjan.pressan.is Egill Helgason RÚV Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri MENNTUN Dagný Broddadóttir náms- og starfs- ráðgjafi í MR Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir náms- og starfs- ráðgjafi ➜ Óbreytt útvarpsgjald dugir til að standa undir öfl ugri dagskrá og nauðsynlegum úrbótum á dreifi kerfi . ➜ Að mati norska mennta- málaráðuneytisins er orsök brottfalls í framhaldsskólum í Noregi ekki að fi nna í fram- haldsskólunum sjálfum. 10 ára afmæli Afmælistilboð föstudag & laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.