Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 2009, Blaðsíða 53
53 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags fer af hreiðrinu til að éta eða drekka) er einkum talið aðlögun að afráni.95,86,90 Stöðug álega er einnig mikilvæg aðlögun að því að stytta útungunartíma eggja en það er mikilvægt norðlægum varpfuglum sem búa við stuttan varptíma.85 Svipar álegu æðarfugla að þessu leyti til hvítgæsa (Chen spp.) sem einnig verpa í þéttum byggðum á norðlægum breiddargráðum, en þessar tegundir sitja allar nánast samfellt á hreiðri og ná því að unga eggjum sínum út fyrr en aðrar gæsir.96,97 Hætta á afráni eggja er mest þegar kollan er að byrja að verpa en minnkar þegar nær dregur álegu.98,99,100 Meðal afræningja sem herja á vörp eða unga æðaranda eru hrafn (Corvus corax), máfar (Larus spp.), kjóar (Stercorarius spp. ), tófa (Alopex lagopus) og minkur (Mustela vison).24,43,70 Auk þess valda hvíta- birnir (Ursus maritimus) stundum mikilli truflun ásamt því að éta egg í stórum stíl.17,43,70 Heimsóknir hafarna (Haliaeetus albicilla) eru sagðar hafa á stundum svipuð áhrif á Íslandi enda lifa hafernir talsvert á æðarfugli hérlendis.101 Lífslíkur andarunga (þ.m.t. æðar- andarunga) eru oft litlar fyrstu dagana því að þeir eru viðkvæmir fyrir áhrifum veðurs og afráns á þessu stigi.43,102,103,104 Rannsókn í Skotlandi sýndi að rúmlega tvöfald- ar líkur voru á að æðarungar væru étnir í rigningu og roki miðað við meinleysisveður.102 Þá þola ung- arnir saltvatn ekki fyllilega fyrstu dagana áður en saltkirtillinn er full- myndaður en það gerist eftir 3–6 daga.43,105 Æðarbændur og fleiri hafa oft áhyggjur af afráni máfa á æðarungum en misjafnt er hvort mælingar á fæðu máfa hafi sýnt mikið æðarungaát.24,106 Jafnvel þótt máfar ætu mikið af æðarungum, þá ætti það ekki eitt sér að valda fækk- un því ungaframleiðsla er sjaldnast takmarkandi hjá langlífum fuglum. Vaxtarhraði og lífslíkur unganna fara eftir fæðuframboði. Helgast það m.a. af því að fæðuskortur eykur bæði tímann sem fer í fæðuleit mæðra þeirra og vegalengdirnar sem þær þurfa að fara í þeirri leit. Löng ferðalög og fæðuskortur gera mæðrunum erfiðara fyrir að halda hópnum saman og sundurlausir ungahópar eru auðveldari bráð. Í erfiðu ári yfirgefa kollurnar jafnvel ungana, sem leita þá á náðir annarra ungamæðra.107 Æðarendur eru langlífir fuglar sem verpa að meðaltali 35–65 eggj- um á æviskeiði, sé miðað við með- alaldur 15–20 ár, meðalurpt 4,5 egg, aldur við fyrsta varp 2–3 ár og að kollan sleppi úr þremur varpárum á ævinni. Dæmi eru um að æðarkollur sleppi því að verpa stöku ár.108 Hvert par þarf í raun aðeins að koma upp tveimur ungum á ævinni til að viðhalda stofnstærð og því má spyrja hvort afræningjar skipti veru- legu máli. Varpárangur getur haft áhrif á fullorðna fugla með beinum hætti, einkum á endurkomulíkur þeirra í vörpin árið eftir.109 Fremur fáar vísbendingar eru um að afkoma unga hafi áhrif á stofnstærð. Æðarfuglum fækkaði í Eystrasalti 1985–2000.10 Léleg afkoma unga einkenndi þetta tíma- bil og bentu menn á ofauðgun (e. eutrophication) sjávar, veirusýkingar og sníkjudýr sem orsakir. Á hinn bóginn var fjöldi unga á þessu svæði ekki lakari en annars staðar í Evrópu þar sem hann fer sjaldan yfir 0,5 unga/kvenfugl. Á sömu nótum telja Flint o.fl.43 að gler- augnaæður komi á legg svipuðum ungafjölda og endur almennt og því sé ekki hægt að kenna slakri afkomu unga um fækkun gleraugnaæðar. Draga má í efa mikilvægi afráns sem áhrifavalds ef afkoma unga er almennt slök en stofn stöðugur. Ljóst er að breytileiki í fjölda unga sem klekjast skiptir litlu máli ef við- varandi slök fæðuskilyrði eða önnur umhverfisskilyrði valda því að ung- arnir drepast hvort eð er. Framtíðarhorfur og rannsóknaþarfir Á heimsvísu er bætt þekking á stofnvistfræði æðaranda æskileg því að mörgum stofnum stafar ógn af afföllum vegna mengandi efna, veiðum, auknum áhuga á veiði- mennsku og fleiri þáttum. Líkleg- ast munu einhverjir stofnar halda áfram að dragast saman, en menn hafa verið seinir að taka við sér og oft ekki brugðist við fyrr en stofnar hafa minnkað sýnilega.17 Frekari verndun æðaranda á heimsvísu gæti falið í sér takmarkanir á veiði, aukna vöktun og viðamiklar rannsóknir á útbreiðslu og búsvæðanotkun. Nauðsynlegt er að afla frekari gagna um veiðiálag, sérstaklega svonefnda frumbyggjaveiði í Alaska, Kanada, Rússlandi og Grænlandi. Áhrif frek- ari skipaumferðar um Íshafið á æðar- endur og önnur heimskautadýr yrði að kanna sérstaklega verði ráðist í skipaflutninga yfir Íshafið.3 Allar spár um þessi áhrif eru þó erfiðar sökum takmarkaðrar þekkingar á lýðfræði æðaranda.17,110 Til að vakta stofna æðaranda þarf oft að ná til stórra svæða í langan tíma og því fylgir mikill kostnaður. Ekki er unnt á skömmum tíma að skýra stofnstærðarbreytingar lang- lífra tegunda sem verða kynþroska tveggja til fimm ára og hefja varp í framhaldi af því. Auk hefðbund- inna aðferða við stofnvöktun (taln- ingar eða merkingar-endurheimtur) má notast við atferlismælingar sem vísitölu á næringarástand stofna.111 Kannanir á atferli, svo sem fæðunám eða foreldraumönnun, hafa verið notaðar til að meta skammtímaáhrif á stofnstærðir.111,112 Kostir slíkra að- ferða eru að þær taka tiltölulega stuttan tíma og hægt er að taka ákvarðanir fyrr en við hefðbundn- ar langtíma-vöktunarrannsóknir.113 Rannsóknarefnin eru næg, enda eru framtíðarhorfur æðaranda ótryggar vegna yfirvofandi umhverfisbreyt- inga og aðfara manna í auðlindaleit á útbreiðslusvæði þeirra. Erlendir vísindamenn furða sig iðulega á því hvers vegna Íslendingar rannsaka æðarfugl ekki meir en raun ber vitni. Miðað við þá aðstöðu og þann áhuga sem er hér á afdrifum okkar tegundar gæti Ísland orðið fram- arlega á sviði æðarrannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.