Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 63

Náttúrufræðingurinn - 2009, Qupperneq 63
63 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags (Biskajaflóa).19 Hún finnst þó ekki við Færeyjar.27,28 Við austurströnd Norður-Ameríku hefur hún fund- ist frá Labrador í norðri og suður til Norður-Karólínu.19 Í Norður- Kyrrahafi er hún útbreidd frá suð- urströnd Alaska í norðri og suður til Monterey í Kaliforníu og Japans- eyja.19,29 Allt til ársins 1900 var sagt frá sandskel héðan og þaðan af norrænum kaldsjávarslóðum, en A.S. Jensen sýndi þá fram á að þar var í langflestum tilvikum um að ræða sandgerviskel (Mya truncata pseudoarenaria)11, en hún líkist nokk- uð sandskel í útliti eins og áður kom fram. Hitaþol tegundarinnar virðist vera frá -4ºC til +25ºC,5,19 en á sviflirfustiginu þarf hún víðast hvar sjávarhita á bilinu 12–15ºC.19 Fyrstu eintökin af lifandi sandskel fundust hér við land sumarið 1958, þegar Páll Einarsson (nú jarðeðlis- fræðingur) fann hana í Skarðsfirði (3. mynd).30 Síðan hefur hún dreifst um mestallt land á 0–7 m dýpi þar sem sjávarbotn er sandkenndur.6 Víða í Eystrasalti hefur hún fundist lifandi í frekar selturýrum sjó og við strendur Danmerkur er sviflirfan alláberandi í júlí og ágúst.31 Sandskel hefur fundist í jarð- lögum allt frá miðhluta míósentíma (4. mynd). Hún er allvíða þekkt úr jarðlögum bæði í vestur- og austur- hluta Norður-Ameríku, einkum á suðlægari stöðum, t.d. í Kaliforníu og Virginíu.9 Í Evrópu eru elstu jarð- lög með sandskel kennd við Coral- line Crag, Red Crag og Norwich Crag í austurhluta Englands, en þau eru frá síðari hluta plíósentíma.9,10 Hún hefur einnig fundist hér og þar í evrópskum hlýskeiðslögum frá fyrri hluta ísaldar, t.d. í Eng- landi, Hollandi og Belgíu, og jarð- lögum frá síðari hluta nútíma, t.d. á Eystrasaltssvæðinu.9,10 Sandskel er talin ættuð úr Norður- Kyrrahafi og flestir sem hafa rann- sakað þróunarsögu hennar telja hana afsprengi tegundarinnar Mya fujiei MacNeil, 1965 sem er talin hafa klofnað í tvær línur um miðbik míósentíma (4. mynd), annars vegar í sandskel og hins vegar japans- sandskel (Mya japonica Jay, 1856).9,10 Þar sem sandskeljar eru oft frekar þunnar miðað við stærð má vera að þær endurspegli aðlögun að heldur selturýrari sjó en forverinn Mya fujiei lifði í. Þar að auki má benda á að sandskelin hefur í nær öllum tilvikum varðveitt form unganna hjá forveranum (Mya fujiei). Því bendir margt til þess að hér hafi sambærileg þróun átt sér stað og hjá sandgerviskel, þar sem erfiðari lífsskilyrði, minnkandi sjávarselta og lækkandi sjávarhiti, hafa vald- ið ungviðisþróun (e. proterogenese) þegar fullvaxnar skeljar niðjans varðveittu meira og minna einkenni ungviðis forverans. Skeljaflakk og íslensk jarðsaga Smyrslingur (Mya truncata) birtist í íslenskri jarðsögu fyrir 2,6–2,5 milljón árum, rétt eftir að fyrsta stóra jökulskeið ísaldar var afstaðið, þegar sjávarsetlögin í Furuvík á Tjörnesi voru að hlaðast upp (3. mynd). Það virðist ljóst að tegundin er komin úr Kyrrahafi, en þar er hún talin upprunnin á míósentíma. Elstu setlög með smyrslingi á svæðinu um- hverfis Norður-Íshafið og Norður- Atlantshaf eru líklega sjávarsetlög á Île de France á Austur-Grænlandi, en þau eru talin um 3 milljóna ára gömul.32 Þau gætu þó verið eitthvað yngri, enda benda bæði götunga- og lindýrafánur til þess. Setlögin við Pattorfik í Umanakfirði á Vestur- Grænlandi og við Kap København á Norður-Grænlandi eru hins vegar talin 2,6–2,5 milljón ára.33,34,35 Smyrs- lingur gæti því hafa komið inn í íslensk sædýrasamfélög 400.000– 500.000 árum eftir að hann kom yfir í Norður-Íshafið og Norður- Atlantshaf, þó líklegra sé að það hafi verið um svipað leyti og hann náði að dreifast um Norður-Atlantshaf fyrir 2,6–2,5 milljón árum. Það hefur þá sennilega gerst rúmlega milljón árum eftir að miklir sædýraflutn- ingar áttu sér stað milli Kyrrahafs og Atlantshafs um Beringssund, einkum yfir í Atlantshaf, þegar straumakerfið breyttist í Kyrrahafi við lokun sjávarsundsins um Mið- Ameríku, þar sem nú er Panama, og straumur í Norður-Kyrrahafi í átt að Beringssundi varð miklu öflugri en verið hafði.25,36 Straumabreyt- ingin varð þess valdandi að all- mörgum tegundum botnhryggleys- ingja „skolaði“ yfir í Norður-Íshaf um Beringssund og héldu flestar þeirra áfram yfir í Norður-Atlants- haf þar sem Tjörnes varð einn fyrsti viðkomustaður þeirra.25 Áður var talið að þetta hefði gerst þegar Ber- ingssund opnaðist,37 en nú hefur verið sýnt fram á að það opnaðist mun fyrr en talið var, líklega fyrir 5,5–4,8 milljón árum.38 Þá verður einnig skiljanlegra hvernig nokkrar Kyrrahafstegundir, t.d. kræklingur (Mytilus edulis) og bergbúi (Zirfaea crispata), komust inn í Tjörneslögin áður en meginsædýraflutningarnir áttu sér stað, en þær hafa bæði fundist í gáru- og tígulskeljalögum sem eru eldri en krókskeljalög.16 Sundið hafði þá þegar verið opið í meira en milljón ár og nokkrar strandtegundir komist í gegn. Eftir að smyrslingur var kominn til land- sins fyrir 2,6–2,5 milljón árum hefur hann varla yfirgefið það, ekki einu sinni á jökulskeiðum (3. mynd). Þá hefur hann að vísu dregið sig út fyrir ísröndina en komið strax upp að landinu aftur þegar ísa leysti. Hann kom alltaf fljótlega aftur og er ein algengasta skeldýrategundin í sjávarseti frá lokum jökulskeiða (síðjökultímalögum) og hefur einnig fundist í allflestum hlýskeiðslög- um, svo og sjávarseti frá nútíma. Hann hefur meira að segja fundist í sjávarseti frá síðasta jökulskeiði bæði í nágrenni Reykjavíkur og á Reykjanesi.39,40 Vallarskel (Mya truncata uddeval- ensis) virðist koma inn í íslensk jarðlög fyrir um það bil 1,5 milljón árum, en elstu setlög hér á landi með þessari undirtegund eru í Þrengingarmyndun við Svarthamar í Breiðuvík á Tjörnesi (3. mynd).8,24 Vallarskel virðist því hafa verið lengur á leiðinni til landsins en sjálf- ur smyrslingurinn, en eftir að hún náði til landsins hefur hún verið algeng í íslensku sjávarseti sem sest hefur til þegar sjávarhiti var lágur,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.