Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða! Fitjar - Flutningar Fitjabraut 1 - Reykjanesbær Á. Á. verktakar Fitjabakka 1b - 260 Reykjanesbær - 421 6530 Radíonaust Norðurtúni 2 - Reykjanesbær sími 421 3787 s. 555 7515 Ásbrú, sími 421 4777 Vökvatengi 421 4980 Trésmiðja Iðavöllum 8 - Reykjanesbær - 422 7140 - 422 7246 Hafnargötu 15 - Reykjanesbær 421 5280 Starfslok Péturs Brynjarssonar, skólastjóra Gerða-skóla voru samþykkt á fundi bæjarstjórnar í Garðinum á miðvikudagskvöld í síðustu viku. Allir fjórir fulltrúar meirihluta greiddu atkvæði með því að starfslokasamningur yrði látinn standa. Fulltrúar N-lista, þau Pálmi S. Guðmundsson og Jónína Holm, voru mótfallin og fulltrúi L-lista, Davíð Ásgeirsson, sat hjá. Bæjarstjóra og lögmanni bæjarins verður lagt til að ganga frá starfslokasamningi skólastjóra miðað við 31. desember næstkomandi. Pálmi lagði einnig fram vantrauststillögu fyrir hönd N- og L-lista, á hendur meirihluta í bæjarstjórn og bæj- arstjórans. Hafði hann á orði að vinnubrögð sem þessi væru samfélaginu í Garði til skammar. Eftir að Pálmi hafði lokið máli sínu klöppuðu íbúar hátt og snjallt, en tugir íbúa mætti á fundinn. Í ræðu sinni sagði Pálmi að meirihluti væri með ólög- mætum hætti að segja skólastjóranum upp störfum í skjóli starfslokasamnings. Hann sagði það ljótan leik og sagði að ófagleg vinnubrögð hefðu verið í gangi allt frá því að meirihluti tók við völdum, sem líkja mætti helst við valdníðslu. Sagði hann einnig að Ásmundur bæjarstjóri hefði farið fram í fjölmiðlum með þeim hætti að orðspor skólans og starfsmanna hafi stórlega skaðast. Að lokum sagði Pálmi að framkomu meiri- hlutans væri ekki hægt að umbera. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri, steig næstur í pontu og sagði það frekar óeðlilegt að viðbrögð kæmu frá salnum og bað fólk að koma fram af virðingu við bæjarstjórnina, hvort sem fólk væri sammála henni eða ekki. Sagði hann í ræðu sinni að ekki væri um ólöglega uppsögn að ræða, heldur væri þetta sam- komulag um starfslok sem að skólastjóri hafi samþykkt og óskað eftir að yrðu. Hann sagði ennfremur að þetta væri niðurstaða málsins og hún ætti sjálfsagt eftir að hryggja marga og að hann skildi ósköp vel að sam- starfsmenn styddu við bakið á skólastjóranum. Blaðamaður Víkurfrétta ræddi við nokkra kennara og starfsmenn skólans eftir að þetta varð ljóst og þau báru meirihlutanum kaldar kveðjur. Þau sögðu að um ein- elti væri að ræða af hálfu meirihluta bæjarstjórnar og að um algera valdníðslu væri að ræða. Þau voru sam- mála öllu því sem að Pálmi S. Guðmundsson fulltrúi N-lista lagði fram í vantrauststillögu N- og L-lista. „Ég er mjög sorgmæddur yfir þess- um málalokum, en ég er glaður og óendanlega þakklátur að sjá hvílík- an stuðning ég fékk frá starfsmönn- um, nemendum og foreldrum, það er bara frábært. Ég hef fengið gíf- urleg viðbrögð nú í morgun [sl. fimmtudag] frá foreldrum í Garð- inum, sem er ákaflega ánægjulegt og þeir virðast kunna að meta mín störf og ég er mjög þakklátur fyr- ir það,“ sagði Pétur Brynjarsson skólastjóri Gerðaskóla í samtali við Víkurfréttir en á miðvikudag í síðustu viku voru starfslok Péturs samþykkt á fundi bæjarstjórnar í Garðinum. Pétur sagði starfslokasamninginn ekki vera í höfn en það væri munn- legt samkomulag fyrir hendi og væntanlega væri gengið frá málum á næstu dögum. - Óskaðir þú eftir þeim samningi? „Já, ég óskaði eftir því að hafa áhrif á mín starfslok. Þegar ég sá að það var komið á dagskrá bæjarstjórnar að gengið yrði frá starfslokum skólastjóra þá óskaði ég eftir því að hafa áhrif á þau starfslok sjálfur,“ sagði Pétur og aðspurður um hvort hann teldi að sér hefði verið bolað í burtu þá sagði hann: „Ég óskaði ekki eftir því að láta af störfum en valdi þann kost að hafa sem mest áhrif á þau málalok og ég gæti með því að gera starfslokasamning.“ Pétur sagðist ekki hafa hugsað sér að mæta á umræddan bæjar- stjórnarfund, það hefði lítið upp á sig að hans mati. Hann sagði að hann hygðist áfram sinna sínum starfskyldum fram að áramótum, þegar starfslokin taki gildi. „Sorgmæddur yfir þessum málalokum“ - „Vinnubrögð samfélaginu til skammar,“ segir minnihlutinn Skólastjóri Gerðaskóla hættir - segir skólastjóri Gerðaskóla

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.