Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 21.12.2011, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUdagUrInn 21. dESEMbEr 2011 • VÍKURFRÉTTIR Narsarsuaq er nokkuð sunn-arlega á Grænlandi, eða á sömu breiddargráðu og Osló. Þegar ég kom þangað fyrst var til- tölulega lítill snjór en frekar kalt – eða um -16°. Allt landslag svipar mjög til ís- lenskrar náttúru. Fjöllin, gróðurinn og trjáleysið. Snjór í fjöllum, rok og logn og veðrarbrigðin mikil. Ég fékk litla íbúð með tveimur litlum eldavélarhellum, litlum ísskáp, rúmi, sófa og eldhúsborði fyrir tvo. Í blokk sem herinn hafði skilið eftir þegar hann fór á sínum tíma. En Reykjanesbær og Narsarsuaq eiga það sameiginlegt að á báðum stöð- um var ameríski herinn með aðset- ur um langt skeið. Aðal munurinn er þó sá að í Nars- arsuaq er nánast búið að fjarðlægja allt sem herinn byggði upp á sínum tíma. En þess má geta að þar bjuggu um fimmtán þúsund manns þegar mest var hjá hernum. Nú standa aðeins grunnar hér og þar eftir húsin sem þar voru, en enn eru þó gamlar leifar af bílum og öðru smádrasli hér og þar. Orðið Narsarsuaq þýðir stóra slétt- an og er það réttnefni því Nars- arsuaq stendur á stórri sléttu þar sem löng og falleg á sker hana í miðju. Á þessi nær inn að jökli og liðast niður um alla sléttuna og í hana gengur bæði lax og silungur. Innst í sléttunni er Blómsturdal- urinn sem kallaður er svo. Gríð- arlega fallegt svæði með há fjöll allt um kring og fyrir innan rennur jökullinn niður. Gönguferðir þarna inneftir eru vinsælar hjá ferða- mönnum sem heimsækja staðinn. Lítið fer fyrir dýralífi á staðnum en öðru hverju má þó rekast á hvíta héra eða heyra í tófu gagga uppi í fjöllum. Þar er þó gríðarlegur fjöldi af hröfnum þarna allt árið og 12 hafernir héldu til þar einnig allt árið. Það er mögnuð sjón að sjá þá svífa um loftin og láta sem ekkert sé þótt hrafnarnir geri stanslaus- ar árásir á þá. Ég var svo heppinn að sjá með eigin augum klærnar eða réttara sagt fætur af dauðum ungfugli og þær voru á stærð við höndina á mér. Ég gat þá ímyndað mér stærðina á fullorðnum fugli. Í Narsarsuaq búa aðeins 158 manns sem flestir tengjast einu fyrirtæki, eða flugvellinum og hótelinu á staðnum. En Narsarsuaq er nú einn af þremur meginflugvöllum á Grænlandi. Vegalengdir þarna eru allar gríð- arlegar. Til að átta sig á stærð Grænlands er ágætt að muna að það er um þrettán sinnum stærra en Ísland, og ef maður tekur Græn- Á Grænlandi í heilt ár land og leggur það yfir Ísland, lætur nyrsta hluta þess nema við Norður- land, þá nær Grænland niður í Sahara. Lítið er um bíla enda veg- ir ekki á milli staða. Flug og bátar eru aðal samgöngutækin. Bátur er ígildi bíls hjá Grænlendingum. Nánast allir Grænlendingar eiga bát. Þannig fara þeir á milli staða eða í helgartúrana sína svona rétt eins og við þegar við skreppum á bílum okkar. Þegar vora tekur fyllist fjörðurinn af ísjökum og er þá eins gott að fara varlega um fjörðinn á bátum. Lítið brot úr ísjaka sem siglt er á smá ferð getur hreinlega skorið bátinn í sundur. Það var stundum aðdáunarvert að sjá hversu flinkir Grænlendingar eru að sigla á milli jakanna. Mér var tjáð af íslenskum þyrluflugmanni sem hefur unnið á björgunarþyrlu í meira en fimmtán ár, á Austur-Grænlandi, að almennt séu Grænlendingar með ótrúlega góða sjón og sjái mun lengra og betur en aðrir. Ég hafði keypt mér nokkurs kon- ar kajak frá Bandaríkjunum úr gúmmíi. Kajak þessi er tvöfaldur og hægt að róa honum eins og venjulegum kajak en hann er líka með segl og hægt að nota 2,5 hest- afla mótor einnig. Yfir sumartím- ann eyddi ég nánast öllum mínum frítíma á kajaknum mínum. Sigldi eitt sinn á höndunum stanslaust í Frá 1. desember 2010 til 1. desember 2011 bjó ég í Narsarsuaq í Grænlandi. Ég hafði gert árs samning við hótelið á staðnum og starfaði þar sem matreiðslumaður. " A la cart Chef " T e x T i o G m y N d i r : G u ð m u N d u r r ú N A r L ú ð v í k s s o N Upplifun og lífið

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.