Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 6

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 6
6 ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 komin rafræn, skilgreind sjúkraskrá með fjölnota gildi á margvíslegum þjónustustigum. Þyngdarstuðlar, fjármögnun og gæðavísar. Á grundvelli RAI matsins má setja í umönnun- arflokka, sem grundvallast m.a. á færni þeirra, svo kallaða RUG hópa, sem stendur fyrir Resource Utili- zation Groups7 8. Innan þessara hópa eru síðan þyngd- arstuðlar, sem svo eru nefndir. Þá má reikna út fyrir einstakar deildir eða heilar stofnanir. Þyngdarstuðlar endurspegla þá umönnunarþörf sem einstaklingurinn hefur frá öllum þeim heilbrigðisstarfsmönnum, sem koma að þjónustunni; ófaglærðum, sjúkraliðum, hjúkr- unarfræðingum, sjúkraþjálfurum og læknum. Tíminn sem fer í þjónustu við hvern og einn einstakling er reiknaður út og síðan er heildarkostnaður reiknaður með því að umreikna tíma hvers faghóps yfir í staðl- aðar einingar, sem byggja á þeim launataxta sem hver faghópur vinnur eftir. Ef faghópur 2 er með tvöföld laun á við faghóp 1, sem væri til grundvallar og báðir aðilar verðu 10 mínútum í þjónustu, þá telst tíminn vera 10 mínútur plús 20 mínútur eða 30 mínútur á taxta faghóps 1, sem var lagður til grundvallar. Þeim mun veikari og meira ósjálfbjarga sem einstaklingarnir eru, þeim mun hærri verður þyngdarstuðullinn. Ef þessi leið er farin til fjármögnunar á þjónustu, til dæmis hjúkrunarheimilisþjónustu, þá er greitt ákveðið grunn- gjald fyrir alla grunnþjónustu, á bilinu 40-60%, en mis- munurinn fyrir umönnunina er greiddur með breyti- legu gjaldi eftir þyngdarstuðlum. Á hjúkrunarheim- ilum er mat gert árlega, en síðan tvisvar til þrisvar til viðbótar ef matið er lagt til grundvallar fjármögnun. Þessi útfærsla stenst alþjóðlega.9 Áform eru uppi um að taka þennan greiðslumáta upp á Íslandi. Þeir sem kaupa öldrunarþjónustu hafa áhuga á því að fylgjast með þeim gæðum sem látin eru í té. RAI mælitækin bjóða upp á þennan möguleika, þar sem í þeim eru skilgreindir gæðavísar. Með því að fylgjast með útkomu þeirra er hægt að hafa góða hugmynd um það hvernig gæðin eru og hvort þau batna eða versna10. Dæmi um gæðavísa á hjúkrunarheimilum eru: Algengi brota, hegðunarvandamál, þunglyndi án meðferðar, þvagleki, notkun þvagleggja, lyfjanotkun, þyngdartap, fjöldi rúmlægra, notkun fjötra og legusár. Dæmi um gæðavísa í heimaþjónustu eru: Þyngdartap, tíðni eftirlits með lyfjameðferð, líkamleg færni, félags- leg einangrun, verkir, byltur, notkun forvarna, auk sumra þeirra sem gilda einnig fyrir hjúkrunarheimilin. Íslensk reynsla: Á Íslandi var stofnaður sérstakur vinnuhópur í Heil- brigðisráðuneytinu til þess að útfæra vinnu með RAI mælitækin á Íslandi. Þeir sem verið hafa í hópnum frá upphafi eru, í stafrófsröð: Anna Birna Jensdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Hrafn Pálsson, Ingibjörg Hjaltadóttir og Pálmi V. Jónsson. Í upphafi var Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir frá Félagsþjónustunni í hópnum en eftir að hún hvarf frá störfum tók Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hennar sæti. Ómar Harðarson á Hagstofu Íslands hefur unnið að gagnavinnslu frá upphafi. Þórunn Ólafsdóttir og Lúðvík Ólafsson hafa unnið náið með hópnum í útfærslunni á heimaþjónustuverkefninu. Árið 1994 var ákveðið að gera forkönnun á nota- gildi hjúkrunarheimlistækisins hér á landi og var hún framkvæmd í Reykjavík, á Akureyri, og á Kirkjubæjar- klaustri. Forkönnunin innifól 1.641 einstakling, það var 91 prósent þátttaka á 15 hjúkrunarheimilum og 64 deildum. Tveir þriðju voru konur og meðaltími á stofnun var rétt yfir þremur og hálfu ári. Greint hefur verið frá helstu niðurstöðum í grein í Læknablaðinu en auk þess var gerð ítarleg skýrsla um niðurstöðurnar, sem Heilbrigðisráðuneytið gaf út.11 Eitt af því sem er hvað mikilvægast við notkun mælitækisins er að nú skapast möguleikar á alþjóð- legum samanburði, en áður var það ekki mögulegt vegna þess hversu heilbrigðis- og félagsþjónusta er MDS Umfangsmikið, staðlað mat Flögg Þættir sem greindir eru sem vandamál eða hugsan- leg vandamál Matsferlar Leiðbeiningar um það hvernig best er að haga hjúkrunarferli Hjúkrunarferli Þyngdarflokkar Gæðavísar Skilgreindir útkomuþættir Fjármögnun Skilgreining á bestu meðferð eða umönnun Grundvöllur viðurkenningar á gæðum Fyrirbyggja misnotkun Tafla 4; Uppbygging RAI mælitækjanna Tafla 5; Notagildi MDS upplýsinga

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.