Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 5

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 5
5ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 atriðanna heldur sér í þeim 8 löndum, þar sem þetta hefur verið athugað.2 3 Í Bandaríkjunum hefur verið sýnt fram á margvíslegan ávinning af RAI mælitækinu á hjúkrunarheimilum4: 1. Meiri og nákvæmari upplýsingar eru nú til staðar í sjúkraskrám vistmanna. 2. Víðtækari hjúkrunarferli eru nú skráð sem taka á stærri hluta af heilsufarsvandamálum, áhættu- þáttum og mögulegum leiðum til ávinnings vist- manna. 3. Margvísleg áhrif á umönnunarferlið, svo sem lífs- gæði, aukin þátttaka ættingja í meðferðaráætl- unum, betri skráning á meðferðaróskum við lífslok, bætt meðferð við hegðunarvandamálum, aukin virki og minni notkun á neikvæðum úrræðum svo sem fjötrum og þvagleggjum. 4. Marktæk minni hrörnun vistmanna svo sem í lík- amlegri færni til athafna daglegs lífs, vitrænni getu og þvagleka. 5. Marktæk minnkun á sjúkrahúsinnlögnum án þess að aukning hafi orðið á dánartíðni. RAI í heimaþjónustu og fleiri mælitæki, ein samofin heild. RAI mælitækið fyrir heimaþjónustu var þróað 1996 af alþjóðlegum hópi fag- og vísindamanna, Inter-RAI, og prófað í mörgum löndum áður en lokaútgáfan sá dagsins ljós. Heimaþjónustumælitækið er víðtækara en hjúkrunarheimilistækið til þess að ná utan um þá þætti sem eru sérstakir fyrir heimaþjónustu, svo sem mat á óformlegri þjónustu, almennum athöfnum dag- legs lífs (IADL) svo sem matargerð, meðferðarheldni, forvarnir og margt fleira. Þetta mælitæki er engu að síður styttra en hjúkrunarheimilistækið. Tækinu fylgja 30 matsferlar sem vísað er til ef ákveðnir þættir í mats- tækinu flaggast. Notuð eru sömu atriði í heima- og hjúkrunar-heimilistækinu þar sem það er mögulegt og er það í um það bil 200 atriðum. Þetta á sérstaklega við ADL færni, vitræna getu, andlega líðan, hegðun, sjón, og þvagheldni. Þetta gefur möguleikann á því að fylgj- ast með þessu þáttum þó að einstaklingar færist milli þjónustustiga, svo sem frá heimaþjónustu yfir í stofn- anaþjónustu. Þetta er í anda þeirrar hugmyndafræði að RAI mælitækin myndi eina samhæfða heild, óháð þjón- ustustað.5 Rökin fyrir því að líta á mælitækin sem eina heild eru sett fram í töflu 6. Áreiðanleiki mælitækisins var jafnhár í þeim 5 löndum, þar sem þetta var athugað og í upphaflegu þróuninni.6 Í framhaldinu hafa verið þróuð mælitæki fyrir bráðaþjónustu, öldrunarlækn- ingadeildir, líknarþjónustu, geðdeildir og þjónustu- íbúðir. Þessi þróun styrkir enn frekar hugsunina um að matið fylgi einstaklingi milli þjónustustiga. Hér er því Bakgrunnsupplýsingar Líkamleg færni Samskipti/heyrn Vitræn geta Sjón Andleg líðan og hegðun Félagsleg vellíðan Virkni munstur Lyf Húð og fætur Sérstök meðferð, þjálfun, hjálpartæki Heldni á þvag og hægðir Sjúkdómsgreiningar/einkenni Munnhol/næringarástand Tannástand Tafla 2; Þættir RAI mælitækisins Óráð Vitræn geta, heilabilun Sjón Samskipti ADL færni/endurhæfing Þvagheldni, þvagleggir Félagsleg vellíðan Andleg líðan Hegðunarvandamál Virkni Byltur Næringarástand Næringarsondur Þurrkur/vökvabúskapur Tannástand Legusár Geðlyfjanotkun Höft Tafla 3; Matsþættir RAI mælitækisins

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.