Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 14

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 14
14 ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 versta er að með lokuninni er búið að sá verulegri tor- tryggni hjá þessum hópi til þeirrar þjónustu fyrir sjúk- linga með heilabilun og aðstandendur þeirra sem búið er að byggja upp í mörg ár. Umræða Víða erlendis hefur verið gert sérstakt átak til að efla heimaþjónustu fyrir sjúklinga með heilabilun og fjölskyldur þeirra. Það fylgir yfirleitt sögunni að slíkt sé ekki framkvæmanlegt nema að um sé að ræða skiln- ing yfirvalda á sérstökum þörfum þessa hóps (Gang, 1995; Hjorth-Hansen, 1997). Sjaldan eða aldrei hefur umræðan um þjónustu við sjúka aldraða verið meiri hér á landi en einmitt eftir lokun heilabilunardeildar- innar á Landakoti. Greinilegur vilji er hjá stjórnmála- mönnum að bæta þjónustu við aldraða og vinna að meira flæði út af sjúkrahúsunum. Flestir þeirra tala um að það verði að bæta heimaþjónustuna vegna þess að inni á sjúkrahúsunum eru margir sem gætu verið heima með réttri aðstoð. Einnig þarf að auka framboð á hjúkrunarrýmum fyrir þá sem ekki geta verið heima með hámarksaðstoð. Það er þó ekki nóg að stjórnmála- menn vilji efla heimaþjónustuna því það þarf einnig að vera viðhorf stjórnenda Félagsþjónustunnar að starfs- fólk heimaþjónustu tengist óhjákvæmilega heilbrigðis- sviði á köflum. Heilbrigðir aldraðir þurfa sjaldnar á heimaþjónustu að halda en þeir sem eiga við einhvern sjúkleika að stríða og góð samvinna milli félagsþjón- ustu, heilbrigðisþjónustu, sjúklinga og aðstandenda er eina leiðin til að þjónustan við slík heimili sé skilvirk og traust. Í átta sveitarfélögum í Danmörku var gert mikið átak í heimaþjónustu fyrir sjúklinga með heila- bilun á árunum 1994-1996 að tilstuðlan danska félags- málaráðuneytisins. Flest sveitarfélögin tóku upp þann sið að einn starfsmaður frá heimaþjónustu og einn frá heimahjúkrun settust niður með nánasta aðstandanda þar sem gerð var skrifleg áætlun um umönnun þess sjúka. Þar kom skýrt fram hvaða verk voru á ábyrgð ættingja, heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Áætlunin var svo endurskoðuð að ákveðnum tíma liðnum. Áhersla var einnig lögð á að fræða starfsfólk heima- þjónustu um heilabilun og efla samstarf við heilsu- gæslu og sjúkrahús þar sem starfsfólkið gæti hæglega unnið fyrirbyggjandi vinnu ef það yrði vart við byrjun- areinkenni heilabilunar hjá skjólstæðingum sínum (Hjorth-Hansen, 1997). Sú framtíðarsýn sem ég myndi vilja að yrði að veru- leika er stóraukin samvinna heimaþjónustu, heima- hjúkrunar, heilsugæslu og ættingja. Auk þess væri kostur á að fá teymi í heimahús frá heilabilunareiningu LSH til aðstoðar öllum þessum aðilum. Teymið væri þá jafnframt tenging við legudeildir á Landakoti og dag- vistanir fyrir sjúklinga með heilabilun og gæti gripið inn í ef erfiðleikar koma upp í heimahúsum, til dæmis með innlögn. Samvinna og samhæfing Vægi félagslegrar heimaþjónustu er mikið varð- andi það að sjúklingar með heilabilun fái að búa sem lengst heima hjá sér, en það getur verið miklu meira ef hægt væri að uppfylla 1. grein laga um málefni aldr- aðra þannig að aldraðir fengju alltaf þá þjónustu heim sem þörf er á hverju sinni (Lög um málefni aldraðra, 1999). Í þeim tilvikum sem heilabilun er á ferðinni er starfsfólk heimaþjónustu ekki aðeins að uppfylla þarfir þess sjúka, heldur ekki síður að létta undir með aðstandendum og leysa þá af í umönnuninni. Þegar heilbrigður maki er til staðar eru það kannski ekki þrifin sem skipta mestu máli heldur fyrst og fremst að hafa ofan af fyrir sjúklingnum og styðja hann á meðan makinn fær að skreppa frá og sinna erindum. Lengri viðvera hentar því í flestum tilvikum betur þessum skjólstæðingahópi heldur en stutt innlit, eins og er algengt í dag, og var það eitt af því sem Danirnir lögðu meira upp úr eftir úttekt sína á heimaþjónustu fyrir heilabilaða (Hjorth-Hansen, 1997). Gildi þess starfs sem starfsfólk heimaþjónustu vinnur á heimilum aldraðra verður seint metið til fjár. Það er einnig erfiðara að meta og sýna fram á áhrif þeirrar þjónustu sem veitt er inni á einkaheimilum heldur en inni á stofnunum eða dagvistunum. Mikil- vægi heimaþjónustunnar verður fyrst sýnilegt þegar hennar nýtur ekki við. Heimildir Bickman, L. og Rog, D. J. (1998). Handbook of applied social research methods. London: SAGE Publications. Bloor, M., Frankland, J., Thomas, M. og Robson, K. (2001). Focus groups in social research. London: Sage Publications. Bogdan, R. C. og Biklen, S.K. (1998). Qualitative research for educ- ation: An introduction to theory and methods. (3. útgáfa). Boston: Allyn and Bacon. Clinco, J. (1995). The personal assistant: A new option for home care. CARE magazine, 14 (4), 65-67 Ebenstein, H. (1998). They were once like us: Learning from home care workers who care for the elderly. Journal of Gerontological Social Work, 30 (4), 191-201. Gang, V. (1995). New directions for care of Alzheimer’s disease and dementia. CARING Magasine, 14, (7), 68-76. Gerður G. Óskarsdóttir og Hildur Björk Svavarsdóttir (1999). Rannsókn

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.