Són - 01.01.2004, Page 21

Són - 01.01.2004, Page 21
KÁTLEGAR KENNINGAR 21 Réðk at hœfa til Hofs. Hurð vas aptr, en spurðumk fyrir útan, settak nenninn inn niðrlútt nef. Gatk fæst orð af fyrðum, en þau sÄgðu heilagt; heiðnir rekkar hnekkðumk; baðk flÄgð deila við þau. Sighvatur skapar spennu og stigmögnun í frásögninni með því að flétta saman setningum. Í fyrri vísuhelmingi gerir hann mest grín að sjálfum sér þar sem hann rekur nefbroddinn inn um lága dyragættina í ákafa sínum í að komast í húsaskjól. Í seinni vísuhelmingi beinist athyglin hins vegar að húsráðendum. Sighvatur notar engin ónefni um fólkið á bænum heldur velur fyrst hið hlutlausa orð fyrðar sem gefur til kynna að hann hafi í fyrstu nálgast heimamenn með opnum hug og átt von á hlýjum móttökum. Í þriðja vísuorði er ljóst að konungsmenn eru ekki aufúsugestir á bænum; heiðnir rekkar reka þá á braut. Engar kenningar eru í vísunni en orðaröð og setningaskipan gera hana nokkuð flókna við fyrstu sýn. Aðalsetningin er klofin með tveimur innskotssetningum og til að flækja málið enn er fyrri inn- skotssetningin, flÄgð baðk við þau deila, líka klofin. Með því virðist fyrri hluti setningarinnar, flÄgð baðk, eiga við húsráðendur og sú neikvæða mynd sem kemur upp í hugann situr eftir þó að línur skýrist í sein- asta vísuorðinu þar sem niðurlag setningarinnar er. Í fimmta erindi freistar Sighvatur þess enn að fá gistingu en er sem fyrr vísað á dyr. „Gakkattu inn,“ kvað ekkja, „armi drengr, en lengra. Hræðumk ek við Óðins, erum heiðnir vér, reiði.“ Rýgr kvazk inni eiga óþekk, sús mér hnekkði, alfablót, sem ulfi ótvín, í bœ sínum. „Gakkattu inn en lengra, armi drengr,“ kvað ekkja. „Hræðumk ek við reiði Óðins; vér erum heiðnir.“ Óþekk rýgr, sús hnekkði mér ótvín sem ulfi, kvazk eiga alfablót inni í bœ sínum. Sjónarhornið hefur nú færst frá gesti til gestgjafa; skáldið setur sig í spor kerlingarinnar sem virðir hina torkennilegu komumenn fyrir sér. Af vísunni er ekki ljóst hvort Sighvatur er enn að yrkja um hús- freyjuna á Hofi eða hvort skáldið hefur knúið dyra á öðrum bæ eins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.