Són - 01.01.2004, Side 26

Són - 01.01.2004, Side 26
VALGERÐUR ERNA ÞORVALDSDÓTTIR26 Sigurð jarl. Ekkert af þeim kveðskap er þó að finna í Kormáks sögu.54 Samkvæmt henni orti Kormákur stóran hluta lausavísna sinna heima á Íslandi áður en hann fór utan og varð hirðskáld konunga. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hann líti stórt á sig og hæðist að daglegu striti bænda og búaliðs í kenningum. Hávaðamaðurinn og lítilmennið Narfi fékk að kenna á hinni hvössu tungu skáldsins — og þungu höggi öxarhamarsins eftir að hafa kastað fram kviðlingi í hálfkæringi yfir soðkötlum.55 Skáldið fyrtist við skensið og kvað vísur þar sem hann kallar Narfa ófróðan orfa Ála, frenju fæði og hrók saurugra flóka. Þeir Kormákur og Hallfreður virðast hvorugur hafa haft mikið álit á sláttumönnum því báðir kenna menn við orf í háðungarskyni. Skáld- ið ber heldur ekki mikla virðingu fyrir starfi fjósamannsins sem gefur kúnum en frenja er heiti um kú. Stofnorð kenningarinnar, fæðir, kemur oft fyrir í kenningum um hermenn eða konunga en þar er fæðan önn- ur og ógeðfelldari. Í stað heytuggu á garða sér fæðir hrafns, úlfs eða arnar hræætum vígvallarins fyrir ærinni fæðu með því að drepa mann og annan. Kormákur klykkir út með því að hæðast að hinum óþrifa- lega slána, hrók, sem hefur saurugan hárlubba, líklega eftir að hafa borið tað á tún. Sú iðja virðist hafa þótt sérlega óvirðuleg eins og sést best á hæðnisorðum Hallgerðar húsfreyju á Hlíðarenda í Njáls sögu, þegar fréttist af skarnvinnu Njáls bónda á Bergþórshvoli.56 Kormákur, Hallfreður, Þjóðólfur og Sighvatur smíða allir kátlegar kenningar um hvunndagslegt sýsl alþýðunnar: handverksmanna, hús- karla og heimóttarlegra bænda. Sjaldan heyrist rödd þeirra sem vinna verkin, þeirra sem tilheyra neðri lögum samfélagsins. Þó eru til undan- tekningar. Undir lok 10. aldar orti skáldkonan Steinunn Refsdóttir (eða Dálksdóttir) tvær vísur um kristniboð Þangbrands á Íslandi en þær eru varðveittar í Kristni sögu, Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu og Njáls sögu.57 Steinunn var rammheiðin en skáld gott og hikaði ekki við að standa uppi í hárinu á hinum þýðverska kristniboða Ólafs konungs sem reyndi að kenna Íslendingum nýja og betri siði. Samkvæmt Njáls sögu áttu þau Þangbrandur langt og mikið tal saman. Kerlingin og kennimaðurinn skiptu um hlutverk því Steinunn reyndi að sannfæra kristniboðann um mátt og megin heiðnu goðanna sem Kristur mætti sín lítils gegn.58 Í annarri vísunni kallar hún Þangbrand bjöllu gæti sem 54 Whaley (2001:299–300). 55 ÍF VIII (1939:216). 56 ÍF XII (1954:112–113). 57 Turville-Petre (1976:66). 58 ÍF XII (1954:265–267).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.