Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 54

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 54
52 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 Færð verða rök fyrir þeirri tilgátu að þessar opinberu ákvarðanir geti skýrt langvarandi stöðnun í íslenskri stærðfræðimenntun en hún olli því að bylgjum alþjóðlegrar hreyfingar um nýstærðfræði á sjöunda áratug tuttugustu aldar var tekið af feginleik og með meiri væntingum en forsendur reyndust fyrir. Lærði skólinn í Reykjavík á síðari hluta 19. aldar Árið 1871 voru sett ný lög um lærða skóla í danska ríkinu þar sem þeim var skipt í tvær deildir, tungumála- og sögudeild annars vegar og stærðfræði- og náttúrufræðideild hins vegar. Með setningu reglugerðar árið 1877 varð Lærði skólinn í Reykjavík að máladeild (Kristín Bjarnadóttir, 2004). Skólinn var svo lítill um þær mundir að ófært þótti að skipta honum í tvær deildir. Árlegur fjöldi þeirra sem luku stúdentsprófi 1870–1880 var einungis 10–11 (Hagskinna, 1997). Aðdragandi þess að hlutur stærðfræðinnar í námsefni skólans dróst mjög saman við þessa ákvörðun og eftirmál verða ekki rakin hér en aðeins verða tilgreind ummæli sem hrutu úr penna Finns Jónssonar, síðar prófessors við Hafnarháskóla, í Andvara 1883: „Stærðafræði er kennd aðeins í 4 neðri bekkjunum; þessi fræði hefir, svo langt sem jeg man, ekki átt neinum vinsældum að fagna hjá hávaðanum af piltum, og optlega hafa þeir spurt að, hvað það ætti að þýða að kenna svona mikið í stærðafræði, og eru slíkar spurningar vottur um sorglega kennslu og sorglegan misskilning. Ef kennarinn getur ekki einu sinni komið lærisveinum sínum í skilning um gildi þeirrar fræðigreinar er hann kennir, þá er eitthvað veilt við kennsluna alla í heild sinni, enda veit jeg og að það hefir verið; það sem vestu hefir gegnt, er skortur á skriflegum æfingum; ... alla dýpri eigna skilning hefir vantað, öll verkleg notkun hefir verið lokuð úti, og þess vegna hafa menn verið að spyrja um, hvers vegna allt þetta skuli lært; það er eðlileg afleiðing fáfræðinnar. Síðan jeg fór úr skóla hefir þetta lítið breytzt hvað kennsluna snertir, – kennarinn er hinn sami enn –, en það sem kennt er, er ekki hið sama; nýja reglugjörðin hefir 1) kippt burtu – þríhyrningafræði, 2) lagt það fyrir, að stærðafræði sje að eins kennd 4 fyrstu árin (áður öll) og þar með sleppt til burtfararprófs, og 3) að rúmmálsfræði skuli byrja þegar í neðsta bekk; þetta þrennt er nú að hyggju minni jafnmörg axarsköpt; ... að sleppa þríhyrningafræðinni er að sleppa því sem einna nytsamlegast er og skemmtilegast í allri stærðafræðinni ...“ (Finnur Jónsson, 1883, bls. 115–116). Tilvitnunin bendir til þess að stærðfræðikennslan hafi ekki höfðað vel til nemenda Reykjavíkurskóla um 1880. Getur það hafa verið lóð á vogarskálar þeirra sem töldu að málanámið hentaði íslenska skólanum betur. Hvort sem svo hefur verið eða ekki má telja líklegt að almenningsfræðsla í stærðfræði, sem óx fiskur um hrygg við lög um uppfræðing barna í skrift og reikningi frá 1880, hafi dafnað næstu áratugi án verulegra áhrifa frá Lærða skólanum á meðan þar voru ekki gerðar miklar kröfur um nám í stærðfræði. Vissulega var stærðfræði kennd áfram fram í fjórða bekk Lærða skólans. Björn Jensson, dóttursonur Björns Gunnlaugssonar, kenndi t.d. stærðfræði á árabilinu 1883–1904. Björn Jensson var kennari Ólafs Daníelssonar og Sigurbjörns Á. Gíslasonar og kveikti með þeim ást á stærðfræði (Guðmundur Arnlaugsson og Sigurður Helgason, 1996). Að þessum mönnum verður vikið síðar. Stærðfræði fyrir almenning á síðari hluta nítjándu aldar Lög frá 1880 um uppfræðing barna í skrift og reikningi hvöttu til útgáfu kennslubóka í reikningi. Reikningsbók sr. Eiríks Briem, út- gefin 1869, aukin og endurbætt 1880, var einna fyrst í flokki íslenskra kennslubóka í stærðfræði fyrir unglinga, en áður hafði m.a. komið út Reikníngslist, einkum handa leikmönnum, eftir Jón Guðmundsson (1841), ritstjóra Þjóðólfs. Reikningsbók sr. Eiríks var útbreidd fram á 20. öld og meðal annars notuð í neðri bekkjum Lærða skólans 1875–1883. Eiríkur skýrði hlutina á sinn hátt, lagði áherslu á að reglur Kristín Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.