Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 78

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2009, Blaðsíða 78
76 Tímarit um menntarannsóknir, 6. árgangur 2009 nýrra leiða til að nálgast viðfangsefnin, vera skapandi í kennslu sinni og nota fjölbreyttar kennsluaðferðir. Flestir viðmælendur aðstoða við eða stjórna flestum uppákomum í skóla- num. Þeir eru í menningar- og atburðateymum og telja það hluta af vinnu sinni. Starf þeirra snýst ekki einungis um að kenna svo og svo margar kennslustundir heldur einnig að halda utan um uppákomur á sal í tengslum við skemmtanir, foreldrasamstarf og ýmsa viðburði í skólalífinu. Þetta mikilvæga hlut- verk tónmenntar getur einnig tengst foreldrum, eins og vel kom fram í máli Hönnu þegar hún ræddi um foreldrasamstarf: „Ég mæti á öll bekkjarkvöld og læt krakkana sýna og læt foreldrana taka þátt í tónlistarflutningi með þeim.“ Viðmælendur telja að tengsl við foreldra séu einmitt mjög mikilvæg til að hafa áhrif á hugmyndir samfélagsins um tónmennt í grunnskólum. Ásta var mjög afdráttarlaus í afstöðu sinni til starfs tónmenntakennarans: Þú ert eiginlega músíkmeistari þegar þú ert í grunnskólanum ... og það er ofsaleg ábyrgð, fæstir vilja gangast við því af yfirmönnum en það er mikil ábyrgð að sinna þessu. Þú ert listrænn stjórnandi þessarar stofnunar. Þarna setur hún í samhengi góða og fjölbreytta menntun og þá ábyrgð að móta tónlistarstefnu skólans. Hún vísar ekki einungis til tónlistarstjórnunar heldur notar hún hugtakið listrænn stjórnandi sem hefur víðtækari merkingu. Eins og fleiri viðmælendur telur hún að það sé hlutverk tónmenntakennara, jafnvel öðrum fremur, að móta stofnana- eða skólamenningu hvers skóla; þeir þurfi að vera einhvers konar menningarstjórar síns skóla. Viðhorf til tónlistar og tónmenntakennslu Það var áberandi í svörum viðmælenda þegar þeir voru spurðir um viðhorf til tónlistar að þeir settu hana alltaf í samhengi við tónlistar- kennslu, annaðhvort í beint samhengi við eigin kennslu eða kennslu almennt. Allir telja viðmælendur tónlistariðkun sína utan skólans gefa sér mikið og tengjast starfinu mjög vel. Björn talaði um að oft fengi hann hugmyndir í kennslu sem hann notaði síðan í tónsköpun sinni og öfugt. Guðrún og Björn töldu kórþátttöku gera sér gott, m.a. væri yndislegt að fá útrás í tónlist sem ekki væri tengd kennslu og geta notið þess að fá útrás sjálf án þess að bera alla ábyrgð. Guðrún sagði einnig að kórstjórinn sinn hefði kennt sér mikilvægt atriði í sambandi við tónlist: „Kórstjórinn minn hefur líka kennt mér að einblína ekki á þetta sem miður fer heldur hitt, upplifunina.“ Þessi lærdómur skilaði sér beint inn í hennar eigin kennslu og leiddi til þess að hún stofnaði kór við skólann. Hún lítur á eigin tónlistariðkun tónmenntakennarans sem lífæð og vill að slík tónlistariðkun, í viðurkenndum hópum, sé metin sem endurmenntun og styrkt af Kennarasambandinu á þeim forsendum að það sé símenntun í faginu. Nær allir kennararnir tala vel um grunn- skólann og sérstaklega þau áhrif sem þeir telja sig geta haft með starfi sínu. Sumir, og þá sérstaklega þeir sem hafa sterkan bakgrunn í tónlistarskólum sem nemendur eða kennarar, tala um það sem kennsla í grunnskóla hafi að þeirra mati fram yfir að kenna í tónlistarskóla. Þau hafi uppgötvað að þeim henti frekar að kenna hópum en einstaklingum á hljóðfæri og að í grunnskólanum geti þau náð til fjöldans. Þau neita því þó ekki að minni hópar, líkt og í tónlistarskóla, myndu henta sér vel. Viðmælendur mínir lögðu allir mikla áherslu á tónlistarflutning og á hinar jákvæðu hliðar þess að spila og syngja fyrir aðra. Markmið þeirra er að nemendur þjálfist í að koma fram og njóti þess að sýna hvað þeir geta og nái sambandi við áheyrendur á lifandi hátt. Áberandi er hvað viðmælendur eru ánægðir með að ná til fjöldans í tónmenntinni og taka þátt í að veita sem flestum börnum tækifæri til að vinna með tónlist. Ástu hafði verið ráðið frá því að kenna í grunnskóla á þeirri forsendu að þar væri ómögulegt að vinna faglega í tónlist. Þar væru of stórir hópar og óþekk börn. Hún lýsti komu sinni í grunnskólann eftir margra ára kennslu í tónlistarskóla: Þegar ég kom hérna inn og ég sá þessi börn, svo frábær börn, þá áttaði ég mig bara strax á því að það var ekki gert Kristín Valsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.