Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Qupperneq 9

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Qupperneq 9
SÖFnUn OG SýninGARRýMi 9 ist mætti lýsa sem ferli þar sem K. breytist í gest5, í „útlending“ sem stadd- ur er í einskonar safni þar sem hann virðir framandlegt, helgisiðatengt umhverfið fyrir sér í allmiklum smáatriðum. Raunar er þó sagt, ekki alveg án kaldhæðni, að svo skuggsýnt sé að hann fái „varla greint nokkra hluti í nærliggjandi hliðarskipi“ (bls. 168). Hann snýr sér við og sér loga „á háu og sterklegu kerti sem fest var við súlu“ (bls. 168). Það var þó „allsendis ófullnægjandi til að lýsa upp altarismyndirnar sem oftast héngu í myrkri hliðaraltaranna, það jók miklu fremur á myrkrið“ (bls. 168–169). Ekki er laust við að kirkjan minni hér á lýsingar sem til eru á sumum nítjándu aldar söfnum fyrir tíma rafmagnsins, en þar gafst stundum dauf sýn á kraðak misgreinanlegra muna. „Það var í senn skynsemi og ókurteisi af hálfu Ítalans að koma ekki, það hefði ekki verið neitt að sjá, þeir hefðu orðið að láta sér nægja að skoða nokkrar myndir þumlung fyrir þumlung í skininu af vasaljósi K.“ (bls. 169) Hann kannar þessa aðferð með því að beina ljós- inu á altarismynd í nálægri hliðarkapellu. „Það fyrsta, sem K. sá og að hluta gat sér til um, var stór, brynjaður riddari sem sást á ystu brún mynd- arinnar“ (bls. 169). Þetta grípur athygli K., „sem ekki hafði séð neinar myndir í langan tíma“ (bls. 169). Jafnframt veltir hann fyrir sér hvað það sé sem riddarinn horfi á með mikilli athygli. Hér er sem sagt um að ræða tvöfalt „sjónarspil“. Þegar K. lætur ljósgeislann „líða yfir aðra hluta mynd- arinnar kom hann auga á greftrun Krists í hefðbundinni framsetningu, það var reyndar nýleg mynd. Hann stakk vasaljósinu á sig og sneri aftur til sætis síns“ (bls. 169).6 Hann heldur síðan áfram könnunarferð sinni, grannskoðar stóran pre- dikunarstól en kemur svo auga á kirkjuþjón og eltir hann. nú er K. sem sé endanlega kominn í stöðu gestsins og hefur fengið leiðsögn annars. Og vart hefur hann sagt skilið við kirkjuþjóninn þegar hann sér lítinn predik- unarstól og þar fyrir neðan prest sem vindur sér upp í stólinn eftir að K. hefur hneigt sig og gert krossmark. Áður en K. gefst ráðrúm til að draga sig í hlé kallar presturinn nafn hans. Þeir ræða saman og prestur segir síðan K. sögu. Hún er um mann utan af landi sem kemur til laganna, en dyravörðurinn vill ekki hleypa honum inn – að minnsta kosti „ekki núna“ (bls. 175). Maðurinn bíður þar við inngang laganna það sem eftir er lífsins, 5 Heiti frumtextans, Der Prozeß, getur merkt í senn „réttarhöldin“ og „ferlið“. 6 Einhverjum finnst það vafalaust skipta máli að höfundurinn, sem skapaði þennan listrýnanda er rekst á Kristsmynd, var gyðingur. Sjá grein mína „Krossfestingar. „Tilraun um Kafka og kristindóm“, Umbrot. Bókmenntir og nútími, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1999, bls. 346–366.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.