Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 49

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 49
ÞEKKinG, ViRÐinG, VALD 49 Þú getur merkt hve kvæðin sem þú sendir í fyrra eru kærkom- in bæði fyrir vorn háa herra kanslarann og mig af því að þetta mikilmenni hefur reynst svo velviljaður gagnvart bón þinni um forfrömun sonar þíns og um að kalla til aðstoðarprest. Til marks um örlæti hans sendi ég konungsbréf um eftirmann þinn sem er ritað með því orðalagi og þeim hætti sem þú óskaðir eftir. [...] Af þessu mátt þú ráða hversu áhugi þinn á fornum fræðum hefur tengt þig svo mikilvægum manni og hversu þakklátur hann er þér fyrir þá þjónustu sem þú hefur veitt oss. Ég bið þig að gæta þess að njóta hér eftir náðar hans með sömu meðulum; rétt eins og hingað til mun ég reynast þér áreiðanlegur milligöngumað- ur.73 Ráða má af bréfaskiptunum við Íslendinga að þeir Worm og Friis töldu að Ísland geymdi sögu Dana. Af þeim sökum var þeim kappsmál að komast í sem flest íslensk handrit, en þó einkum og sér í lagi þau er segðu frá „Skjöldungum“. Heitið Skjöldungar töldu þeir að vísuðu til dönsku kon- ungsættarinnar, sem kennd var við Skjöld, sem Snorri Sturluson greinir frá í Snorra-Eddu og Saxo málspaki í Gesta Danorum. Mikla ánægju kanslarans af fornum fræðum og viðleitni hans til „að gera þau öllum kunn og nýtileg“ ber því öðrum þræði að skoða sem lið í menningarpólitík 17. aldarinnar. Ánægja kanslarans helgaðist m.a. af því að fornfræðin gáfu sögulega dýpt því konungsvaldi sem hann var fulltrúi fyrir og var í örum vexti á þessum árum. Með því að gera þessi fornu fræði öllum kunn mátti ljá stjórnarfarinu ríkara lögmæti. Slíkir voru vindarnir sem feyktu Worm út á rúmsjó fornfræðanna. Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi, iV. bindi, bls. 264– 265; Jakob Benediktsson, Ole Worm’s correspondence with Icelanders, bls. xxxii. 73 „Transmissas anno præterito cantilenas et magnifico Domino Cancellario et mihi gratissimas fuisse vel ex eo percipies, qvod magnum istum virum tam facilem habuerimus ad petitionem tuam de filio promovendo et sacellano vocando. Ecce enim ejus munificentia literas mitto Regias, ea qva petiisti verborum forma et modo exaratas successorem concernentes […]; ex qvibus facile colliges, qvam tibi tantum virum antiqvitatis studio deviceris, qvamqve tibi ob nobis locatam operam faveat. Fac qvæso porro eodem hoc medio tantum favorem ejus foveas, me ut hactenus ita semper habitus es proxenetam fidelem“, Ole Worm, Ole Worm’s cor- respondence with Icelanders, bls. 243, (bréf 125); Ole Worm, Breve fra og til Ole Worm, i. bindi, bls. 342–343.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.