Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 72

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Page 72
LOFTUR ATLi EiRÍKSSOn 72 jafnan til glæsilegrar dagskrár í höfuðstöðvum sínum í Austurstræti. Strax fyrsta árið eftir að bankinn var einkavæddur árið 2003 opnaði Björgólfur Guðmundsson formlega sýningu á helstu verkum Kjarvals í eigu bankans á Menningarnótt.45 Aðalsteinn ingólfsson listfræðingur fór með leiðsögn um sýninguna en kl. 18.00 kepptu Tobbi trúður og leikmenn úr Lands- bankadeildinni í knattþrautum. Benedikt búálfur og Dídí skemmtu yngstu börnunum með söng og leik en að því loknu sýndu dansarar Íslenska dans- flokksins listir sínar. Þá söng Karlakór Reykjavíkur, og tríóið Guitar islandico steig á svið. Að því loknu sýndi Björk Jakobsdóttir brot úr leikrit- inu Sellófón og Einar Jónsson sló síðan botninn í dagskrána með leik á trompet. Dagskráin endurspeglar þá breidd sem Landsbankinn vildi hafa í markaðssókn sinni og markmiðið er augljóslega að höfða beint til allra meðlima kjarnafjölskyldunnar með því að aðlaga dagskrána að smekk þeirra markhópa sem einstaklingarnir innan hennar tilheyra. Bankinn var leiksvið, barnaleikhús, sýningarsalur, tónleikasalur og knattspyrnuvöllur. Gleðin var við völd og fjölskyldan skemmti sér saman með Landsbankanum, sem markaði sér svæði innan áhugasviðs allra fjölskyldumeðlima og varð um leið miðpunktur gleðinnar. Landsbankinn náði ef til vill bestum árangri við að samsama sig menn- ingarlífi þjóðarinnar með því að gera hátíðisdaga hennar að sínum. Draga má upp þá myndhverfingu að hátíðisdagarnir séu hver um sig líkt og safn- gripir eða gluggar inn í sögu þjóðarinnar í því safni daganna sem alman- aksárið markar. Þeir eru bautasteinar þeirra áfanga sem þjóðin telur hvað mikilvægasta við sköpun núverandi samfélagsgerðar og gegna þýðingar- miklu hlutverki við uppbyggingu þjóðarvitundar. Bankinn setti af stað umfangsmikla auglýsingaherferð tileinkaða hátíðisdögum Íslendinga árið 2005 og keyrði hana árlega með nýjum auglýsingum tileinkuðum hverjum hátíðisdegi allt þar til bankinn féll og var þjóðnýttur í október árið 2008. Ekkert var sparað við að gera herferðina sem glæsilegasta og vann hún til fjölda verðlauna.46 Herferðin var vel ígrunduð og hófstillt. Veggspjöld og opnuauglýsingar birtust í dagblöðum þar sem Landsbankinn óskaði þjóð- inni til hamingju með viðkomandi daga. Líkt og nánast allir geta sammælst 45 „Menningarnótt í Landsbankanum“, Landsbankinn, 14. ágúst 2003. Vefslóð: http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/frettirogutgafuefni/frettir/?Grou- piD=294&newsiD=1026&y=2003&p=2. Sótt 27. maí 2009. 46 „Tilnefningar til fimm verðlauna á ÍMARK“, Landsbankinn, 16. febrúar 2006. Vefslóð: http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/frettirogutgafuefni/frettir/?- GroupiD=294&newsiD=4732&y=2006&p=6. Sótt 27. maí 2009.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.