Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 86

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 86
86 TinnA GRÉTARSDÓTTiR Smithsonian-safnsins í Washington,14 og farandhandritasýningu sem sett var upp, fyrst í Þjóðarbókhlöðunni í Reykjavík og svo í norður-Ameríku,15 svo að eitthvað sé nefnt. Í hátíðahöldunum í norður-Ameríku voru Íslendingar kynntir sem afkomendur víkinganna sem fundu norður- Ameríku. Þeim var lýst með orðræðu útrásarinnar sem frumkvöðlum, djörfum og skapandi, rétt eins og forfeður þeirra voru. Þetta var orðræða sem átti eftir að stigmagnast og gegnsýra íslenskt samfélag samhliða örum breytingum á öllum sviðum samfélagsins í átt að markaðs- og einkavæð- ingu í anda nýfrjálshyggju. Flóknum efnahagslegum og pólitískum aðgerð- um stjórnvalda í þeim anda var gjarnan stillt upp með orðfæri útrásarinnar eins og fram kemur í máli þáverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgríms- sonar sem fjallaði um þær miklu um breytingar sem íslenska samfélagið stóð frammi fyrir á ársfundi Við skipta- og hagfræðideildar Háskóla Ís lands: „við verðum að læra fljótt að feta stíginn inn í framtíðina. Við höfum ekkert val. Við erum komin aftur á upphafsreitinn í sögu okkar í íslenskri útrás – við förum aftur í víking – en beitum nútímalegri aðferð- um.“16 Markaðssetningarátakinu iceland naturally var hleypt af stokkunum á sama tíma og íslensku hátíðahöldin í norður-Ameríku stóðu yfir. Þessi landkynning var öflug markaðssetning og vörumerkjavæðing á landi, þjóð, menningu, og íslenskri framleiðslu í norður-Ameríku.17 Á Íslandi var skírskotað til hátíðahaldanna sem „viðamest[u] útrás[ar]“ Íslands í norður- Ameríku.18 Áform íslenskra stjórnvalda í norður-Ameríku fólust jafnframt í því að „ræsa risann“, svo að ég vísi í líkingu sem einn íslenskur embætt- 14 Víkingar Saga Norður-Atlantshafsins, sýning Smithsonian-safnsins. Var síðar sett upp í ýmsum borgum svo sem new York, Denver, Houston og Los Angeles. Árið 2002 var sýningin sett upp í Þjóðmenningarsafninu í Ottawa, Kanada. 15 Sýningin Stefnumót við íslenska sagnahefð var opnuð á Þjóðarbókhlöðunni árið 2000 og var síðar sama ár sett upp í The Library of Congress í Washington, Cornell- háskóla í iþöku og Manitoba-háskóla í Winnipeg og titluð Living and reliving the Icelandic Sagas. 16 „Hátíðarræða Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, á ársfundi Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands“, 27. janúar 2004. Vefslóð: http://www.utanrikis- raduneyti.is/frettaefni/raedurHA/nr/2122. Sótt 5. janúar 2006. 17 Tinna Grétarsdóttir, „The Flexible Margins of the State: neoliberalism and Revitalized Relations Between iceland and icelandic-Canada“, Rannsóknir í félags- vísindum X. Félags- og mannvísindadeild. Erindi flutt á ráðstefnu í oktober 2009, ritstj. Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóli Íslands, 2009, bls. 547–558. 18 Endurfundir Íslendinga með íbúum Norður-Ameríku, skýrsla landafundanefndar til forsætisráðherra, Reykjavík: Forsætisráðuneytið, 2000, bls. 9.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.