Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 108

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2010, Side 108
108 KATLA KJARTAnSDÓTTiR munnlegrar sögu hefur ákveðið að taka viðtöl við fólk í því skyni að halda til haga upplifun og reynslu Íslendinga af yfirstandandi atburðum. Við höfum t.d. áhuga á að vita hvernig efnahagslegar sviptingar undanfarið hafa snert líf fólks og hvernig það hefur brugðist við þeim. Miðstöðin leitar nú að fólki sem vill deila reynslu sinni af atburðum undanfarinna vikna. Viðtölin verða tekin upp í Miðstöð munnlegrar sögu, Þjóðarbókhlöðu, nema annars sé sérstaklega óskað.7 Þarna kemur fram augljós vilji til að taka þátt í samfélagslegri umræðu í hinum póstmóderníska anda safnafræða sem áður var nefndur. Sýningin á Húsavík og söfnun Miðstöðvar munnlegrar sögu miðuðu einnig að því að virkja sýningargesti sérstaklega til þátttöku og buðu í raun upp á opinbert rými þar sem fólki gafst kostur á að tjá hug sinn og/eða segja frá reynslu sinni í tengslum við þessa samtímaviðburði. Á Húsavík létu viðbrögðin ekki á sér standa. Símhringingar, harðorð tölvubréf og jafnvel nafnlausar kvartanir bárust sýningarstjórunum, þeim Tinnu Grétarsdóttur og Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni, þar sem fram kom skýr gagnrýni á „upp- ákomu“ af þessu tagi. „Hvað í andskotanum er þetta??!!“ var ein þeirra fjölmörgu spurninga sem þau þurftu að svara. Hafa ber í huga að sýning- arform af þessu tagi í Safnahúsinu á Húsavík (og raunar á landsvísu) er að sjálfsögðu nokkur nýlunda og mörgum var verulega heitt í hamsi á þessum tíma, eins og sýningin sýndi reyndar mjög glögglega. Þar birtist m.a. skopmynd af Davíð Oddsyni í gervi Adolfs Hitlers, og ýmislegt fleira í þeim dúr, sem á þessum tíma gekk manna á milli í tölvupósti. Einnig var settur upp sérstakur „skoðanaveggur“ þar sem gestum var gert kleift að tjá sig og var hann töluvert nýttur.8 Minjasafn Reykjavíkur fór einnig af stað með munasöfnun en óopin- berlega þó. Samkvæmt Gerði Róbertsdóttur, deildarstjóra varðveisludeild- ar, voru eingöngu „boð látin út ganga“ og var sú leið valin vegna skorts á tíma, mannafla og fjármagni til að sinna þessu sem sérstöku átaki. Þá sagði hún að stefnt væri að því að hafa heldur færri gripi en fleiri – nokkurs konar úrval og að söfnunin stæði enn yfir. Að hennar sögn hefur töluverðu 7 „Munnlegar heimildir úr fjármálakreppu“, Miðstöð munnlegrar sögu. Vefslóð: http://2.hi.is/Apps/WebObjects/Hi.woa/wa/dp?detail=1019590&id=1017636. Sótt 14. september 2009. 8 Símaviðtal við Tinnu Grétarsdóttur, 10. apríl 2010; „Veggspjald sýningarinnar“, Þín skoðun um – Haltu kjafti og vertu þæg! Vefslóð: http://skodanasyning.blogspot. com/2009/01/blog-post.html.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.