Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Bíllinn vó salt á malarbarði Karlmaður um tvítugt slapp án meiðsla þegar bifreið hans endaði utan vegar í Hnífsdal á Vestfjörðum á sjötta tímanum í gærmorgun. Mikil mildi þykir að ekki fór verr, því bíllinn vó salt á malarbarði á heiðinni og mátti litlu muna að hann endaði úti í á. Bíllinn var fluttur með kranabíl til ísafjarðar og er nokkuð mik- ið skemmdur. Mikil hálka var á heiðinni. Ökumaðurinn fékk aðstoð frá vegfarendum, sem áttu leið um, til að komast til bæjarins. Fær ekki borgað fyrirræktina Héraðsdómur Reykjavík- ur sýknaði í gær HBH fram- kvæmdir af kröfum Sigurjóns Gunnarssonar húsasmiðs um greiðslu á 111 þúsund króna kröfu. Sigurjón vann sem verk- taki hjá félaginu og taldi sig eiga inni peninga hjá því. Hann hafði rukkað HBH framkvæmdir um 455 þús- und krónur auk 111 þúsund króna í virðisaukaskatt en aðeins fengið fyrri upphæð- ina greidda. Hann stefndi fé- laginu því en dómari sagði að hann ætti ekki rétt á greiðslu vegna biðtíma milli verkefna og tíma sem fór í líkamsrækt. Var kröfu hans því hafnað. Áhyggjur af bráðnun hafíss Útbreiðsla hafi'ss á norð- urheimsskautssvæðinu hefur aldrei mælst minni en í september síðastliðnum. Þá var hún 23 prósent- um minni en árið 2005 þegar fyrra met var sett. Umhverfis- ráðherrar Norðurlandanna sam- þykktu á fundi sínum í Ósló í gær yfirlýsingu þar sem áhyggjum er lýst vegna hraðrar bráðnunar hafíss á norðurslóðum. Þessi öra minnkun á útbreiðslu hafíss er talin vera merki um hlýnun loft- hjúpsins af manna völdum. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði á fund- inum að íslendingar óskuðu eftir samvinnu við hin Norðurlöndin vegna aukinnar siglingar olíu- skipa um hafsvæðin í kringum ísland. Eiríkur ráðinn Eiríkur Blöndal hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Bændasam- taka íslands. Eiríkur tekur við starfinu um næstu áramót. Hann hef- ur gegnt starfi fram- kvæmda- stjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands frá árinu 2001. Eiríkur kemur inn í starf framkvæmdastjóra í stað Sig- urgeirs Þorgeirssonar sem nýlega var skipaður ráðuneyt- isstjóri landbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðuneytisins. íkveikjur í Vestmannaeyjum hafa verið áberandi á undanförnum árum. Fæstar þessara íkveikna eru upplýstar i dag. í síðustu viku varð bruni í íbúðarhúsi á Hilmisgötu í Vest- mannaeyjum. Kona á fertugsaldri var handtekin grunuð um íkveikju. Aðalheiður I. Sveinsdóttir Waage býr í húsinu og segist hún þakka Guði að ekki fór verr. Eldur Slökkviliðsmenn berjastvið eldinn við Hilmisgötu. Aðalheiður hafði miklar áhyggjur af að (búðin hennaryrði eldinum aö bráð. ÞRETTÁN ÍKVEIKJUR ERU ÓUPPLÝSTAR EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaðamaður skrifar: einar&dvJs Á síðustu árum hefur mikið verið um óupplýstar íkveikjur í Vestmannaeyj- um. í desember á sfðasta ári voru fjór- ar íkveikjur í bænum en enginn var handtekinn vegna þeirra. íbúar Vest- mannaeyja hugsa til þess með hryll- ingi og hafa áhyggjur af að íkveikju- faraldurinn sem geisaði um jólin í fyrra muni endurtaka sig um þessi jól. Á síðustu sjö árum hafa alls þrettán íkveikjur verið í Vestmannaeyjum en enginn verið handtekinn. íkveikjuhrinan hófst 9. desember 2000 þegar kveikt var í fiskvinnsluhúsi ísfélagsins. Tjónið var metið á ann- an milljarð en um 115 manns unnu hjá fyrirtækinu. f september 2005 var kveikt í á tveimur stöðum í bænum nánast samtímis. í fýrra skiptið var slökkvilið kallað út að ruslagámum við kirkjugarð bæjarins. Seinna sama dag kom upp eldur við malarvöll ung- mennafélagsins Óðins við Löngulág. „Mér hefur samt orðið hugsað til þess að efeldur- inn hefði komið upp um miðja nótt þegar allir eru í fasta svefni hefði hæglega getað farið miklu verr." Þar var töluverður eldur og skemmd- ist íþróttabúnaður. „Ég þakka bara Guði fyrir að allir hafi sloppið heilir út úr þessu," segir Að- alheiður I. Sveinsdóttir Waage, íbúi á Hilmisgötu 1 í Vestmannaeyjum. Á miðvikudaginn í sfðustu viku kvikn- aði í húsi Aðalheiðar. Hún býr á fyrstu hæð hússins sem er á þremur hæð- um. Kona, sem bjó á annarri hæð hússins, var handtekin vegna málsins en hún er talin hafa kveikt í íbúðinni. Sá eldtungurnar „Það kom maður sem vinnur héma rétt hjá og bankaði á dyrnar hjá mér. Ég var með vinkonu mína í kaffi og okkur var sagt að drífa okkur út þar sem það væri kviknað í miðhæðinni. Við drifum okkur út og sáum eldtung- urnar í glugganum á hæðinni íyrir ofan," segir Aðalheiður en hún hafði miklar áhyggjur af því að eldurinn næði að læsa sig í allt húsið. Það fór þó betur en á horfðist og einungis minniháttar skemmdir urðu á íbúð Aðalheiðar. íbúðin á efstu hæð- inni slapp ekki jafnvel en töluverðar skemmdir urðu vegna reyks og er þar óíbúðarhæft í dag. „Ég var sem betur fer með alla glugga lokaða þannig að reykur- inn og sótið náðu ekki inn til mín. Slökkviliðið var auk þess fljótt á vettvang og náði að slökkva eldinn þannig að hann náði ekki niður í íbúðina mína. Það lak smá vatn nið- ur f íbúðina mína en það urðu eng- ar teljandi skemmdir á íbúðinni. Eg slapp alveg ótrúlega vel," segir Að- alheiður en öfugt við íbúann á efsm hæðinni gat Aðalheiður farið inn í íbúð sína samdægurs. Gat farið verr Eldurinn kom upp klukkan fjög- ur um daginn og segir Aðalheiður að tímasemingin hefði vart getað verið betri, ef svo má segja. „Það er nátt- úrulega engin tímaseming góð fyrir eldsvoða. Mér hefur samt orðið hugs- að til þess að ef eldurinn hefði kom- ið upp um miðja nótt þegar allir em í fasta svefni hefði hæglega getað farið miklu verr." Aðalheiður segist hafa hugsað mikið um hversu heppin hún var í raun og vem. „Ég þakka guði fyrir að allir komust heilir út úr þessu sem var fyrir mesm." Aðalheiður segir að nokkuð ónæði hafi verið að konunni á efri hæðinni, meðal annars vegna hávaða um helg- ar. Helgina áður en kviknaði í íbúð- inni bámst fréttir af því að maður hefði höfuðkúpubrotið konu með öskubakka. Það er sama kona og talið er að hafi kveikt í íbúðinni. ftarleg umfjöllun verður í helgar- blaði DV um óupplýsm íkveikjurnar þrettán í Vestmannaeyjum sem orðið hafa á síðustu sjö ámm. Eiríkur Jónsson dæmdur vegna skrifa um Þóru Guðmundsdóttur: Hálf milljón ískaðabætur Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, var í gær dæmdur til að greiða Þóru Guðmundsdóttur fimm hundruð þúsund krónur í skaða- bætur vegna ummæla sem um hana voru höfð í blaðinu í nóvember í fyrra. Eiríkur var þá blaðamaður á Séð og heyrt en Mikael Torfason var ritstjóri. 24. nóvember 2006 birtist grein í blaðinu þess efnis að Þóra Guð- mundsdóttir væri orðin blönk. Þóra hefur löngum verið kennd við Atl- anta-flugfélagið en hún skildi við Arngrím Jóhannsson, stofnanda fé- lagsins, fyrir nokkrum árum. Þóra krafðist þess að ummælin sem um hana voru höfð í blaðinu væru dæmd dauð og ómerk auk þess sem hún krafðist 15 milljóna króna skaðabóta. Eiríkur skrifaði í grein sinni að Þóra hefði látið byggja við Asparhvarf stærsta einbýlishúsið í Kópavogi en gallinn væri sá að hún hefði ekki borgað krónu í því. Þóra stefndi einnig verktakanum Þor- steini Svani Jónssyni en hann var sýknaður eins og Mikael Torfason. Þóra krafðist fimm milljóna króna bóta frá hverjum og einum. Þóra bar því við að greinin sem birtist í Séð og heyrt hafi fengið mjög á hana andlega. Sagði hún að æra hennar og persóna hefðu orðið fyr- ir skaða þar sem því var haldið fram að hún væri vanskilamanneskja. f dómi héraðsdóms frá því í gær seg- ir að í greininni sem Eiríkur skrifaði sé ekkert fjallað um raunveruleg- an ágreining eða málavexti að öðru leyti en að látið væri í veðri vaka að Þóra hafi ekki greitt fyrir húsið sem Þorsteinn byggði. Þar sem Þóra er fjárfestir væri greinin til þess fallin að sverta ímynd hennar. Þorsteinn var sýknaður á þeim grundvelli að ekki þótti sannað að orðin sem höfð voru eftir honum í blaðinu hafi verið rétt. Þar sem Ei- ríkur var höfundur greinarinnar þótti hann bera ábyrgð á þeim orð- um sem höfð voru um Þóru þar. Þóra gerði auk þess kröfu á að um- mælin sem um hana voru höfð yrðu dæmd dauð og ómerk og dómsorð- in yrðu birt í næsta tölublaði Séð og heyrt. Ummæli Eiríks voru dæmd dauð og ómerk en dómurinn hafnaði þeirri kröfu að dómsorðin yrðu birt í Ritstjóri Séð og heyrt Eirfkur var blaðamaðurá Séð og heyrt þegar greinin um Þóru birtist í blaðinu. næsta tölublaði blaðsins. Eiríkur var að auki dæmdur til að greiða Þóru hálfa milljón í málskostnað.e/nar@di'./s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.