Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 Bílar DV BÍLAPRÓFANIR FÍB f DV Höfundur er Stefán Ásgrímsson. Stefán starfar hjá FÍB og er ritstjóri FÍB-blaösins og fréttavefjar FlB. Gjörbreyttur Freelander Kominn með svip af Range Rover. Gott útsýni er úr ökumannssætinu Skjárinn fýrir miðju mælaborði erfyrirGPS- leiðsögukort og margs konar upplýsingar um búnað bílsins, þar á meðal útvarpið. Mðurstaða + Góður akstursbíll á vegum og jafnvel torfærum. "■ Óvissa um áreiðanleika og endingu. Hátt verð. Helstu upplýsingar: ■ Land Rover Freelander 2 S TD4 ■ Verð: 4.540 þús. kr. ■ Lengd/breidd/hæð í m: 4,50/1,91/1,74 ■ Eigin þyngd: 1770 kg. ■ Vél: Dfsil 2.179 rúmsm 160 hö /4000 sn. mín. ■ Vinnsla: 400 Newtonm / 2000 sn. mín ■ Gírkassi: 6 hraða sjálfsklpting m. handvali. ■Viðbragð 0-100:10,9 sek ■ Hámarkshraði: 181 km/klst. ■ Oliueyðsla: 7,5 1/100 km ( blönduðum akstrl. ■ Helstu keppinautar: Hyundai Santa Fe, Toyota RAV4, Honda CR- V, Dodge Nitro o.fl. BILJOFUR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is Staðsetning í Mjódd www.ovs.is fcoDriiriiig & andalag íslenskra bflablaða- , manna tilkynnti síðastliðinn : = föstudag að Land Rover Free- lander 2 hlyti að þessu sinni titilinn Bill ársins og aflienti Kristján Möller samgönguráðherra fulltrúum B&L farandgripinn Stálstýrið. Land Rover Freelander 2 er gerbreyttur frá eldri gerð og í rauninni nýr bíli. Freeland- erinn er afar Jtægilegur í akstri og umgengni með ágæta aksturseigin- leika á vegum og götum og lfka góða eiginleika sem torfærubíll þótt ekki sé hann jeppi í hinum hefðbundna skilningi, það er að segja með hátt og lágt drif og allt það. Þótt Jressi nýi Freelander virki vel á mann að flestu leyti verður ekki komist hjá að nefna tvennt: í fyrsta lagi er Freelander fremur dýr jepplingur. Ilann kostar frá 4.540 þúsund krónum sem er svu sannarlega í hærri kantinum. í öðru lagi er svo það að gamli Freeland- erinn var misiukkaður að því leyti að hann var og er óþolandi bilana- gjarnt og óáreiðanlegt farartæki, sér- staklega gerðin með fjögurra strokka bensínvélinni. Sú vél er reyndar ekki í Iroði lengur sem hetur fer og fyr- irrennarar beggja núverandi véla hafa verið mjög ábyggilegir aflgjaf- ar þannig að ekki er líklegt að sag- an endurtaki sig í þeim efnum. Þótt Freelander 2 sé algerlega nýr bíll og meira að segja ekki lengur byggður í verksmiðjunni í Solihull, heldur í Liverpool, hlýtur spurning engu að síður aö vakna og hún er þessi: Hafa Bretarnir hjá Land Rover tekið sér tak í gæðamálunum eöa ekkiV Það mun koma í ljós. Öflug og hljóð dísiivél Hér á landi og í flestum öðrum Evrópulöndum er Freelanderinn nýi hoðinn með tveimur vélargerðum: Sú fyrrnefnda er 2,2 1 túrbínudísil- vél frá PSA (Peugeot/Citroen). Ein- mitt sú vél var í reynsluakstursbíln- unr og var mjög viðkunnanleg, bæði öflug og hljóðlát en sparneytin. Atlið er 160 hö og vinnslan er 400 Nm. Auk þessarar ágætu dísilvélar er í boði sex strokka línuvél sem upphaflega kem- ur frá Volvo. Hún er 3,2 iítra og 233 ha. Báðar vélarnar eru þverstæðar í vél- arhúsinu. Líkiegast er að dísilvélin verði fvrsti kostur flestra kaupenda Land- Rover Freelander 2 vegna þess hve hagkvæm hún er en jafnframt iiflug. Uppgefm meðaleyðsla er einungis 7,5 lítrar og I\TÍr utan sparneytnina er vélin tnjög „hrein". Á útblásturskerf- inu er til dæmis sótagnasía og sjálf- virkur hreinsibúnaöur hreinsar út- blásturskerflð og brennir sótagnirnar Jtegar þær hafa náð að safnast fyrir. Gírkassarnir, sem í boði eru, eru sex gíra, hæði sjálfskiptir og handsldpt- ir, og í reynsluaksturshílnum var sex hraða sjálfskipting með handvali. Haldex-fjórhjóladrif Eins og í gamla Freelandernum er dril'ið í venjulegum akstri að rnestu á framhjólunum. I eldri gerðinni var það seigjutengsli sem miðlaði afl- inu rnilli fram- og afturhjóla. Seigju- vélin er ræst bvggist upp vökvaþrýst- tengslið er farið og í Jtess stað er kom- ingur til [tess að tengslið sé tilbúið unt ið tengsli frá hinu sænska Haldex. leið og veggrip minnkar undir öðru Haldex-tengslið er eins konar fjöl- eða báðum framhjólum. Um leið diskatengsli eða kúpling sem stjórn- og framhjól byrjar að spóla miðlar ast af vök\'aþrýstingi. Strax þegar Haldex-tengslið afli til afturhjólanna. Þetta gerist s\'o snöggt og átakalaust að nánast ekkert verður vart við það nema á Jrann hátt að bíllinn er afar stöðugur í öllum akstri og h'tið gefinn fyrir að spóla. Þetta kerfi er raunar rnjög svipað því sem er í hinum nýja V\V Tiugan senr Ijallað var um hér í blaöinu í síðustu viku. 1 Freeiander 2 er sams konar sjálfvirkni sem heml- ar sjáltvirkt niður brattar breldcur og setur handbremsuna sjálfvirkt á ef stansa þarf í brattri breldcu. Þegar svo tekið er af stað á ný fer handbrems- an sjálfvirkt af á rétta augnablik- inu. Freelander 2 er byggður á sama grunni og nokkrir aðrir bílar frá Ford- samsteypunni, til dæmis hinn nýi Ford S-Max, Galaxy, Volvo S80 og nýi Ford Mondeo-bíllinn, en vitanlega er sá grunnur hér lagaður að þeim verk- efnum sem jeppi/jepplingur þarf að geta tekist á við. Akstur og öryggi Freelander 2 er ágætur akstursbíll. Eins og alltaf þegar Land Rover/Range Rover á í hlut situr ökumaður hátt í þægilegu sæti og sér vel út á stóra og flata vélarhlífina og fram á horn henn- ar og á því auðvelt með að staðsetja bílinn á veginum. Stýrið er tiltölulega létt en skilar þó ágætri tilfínningu fyrir veginum. Bíllinn er rásfastur og svar- ar mjög vel stýrinu. Sítengt aldrifið og Haldex-ketftð í samvinnu við ESC- stöðugleikakerflð sér svo til að hann er mjög trausturíakstiiogviðráðanlegur. Þetta var þrautprófaö á lokuðu akst- urssvæði við Krísuvíkurveg í tengslum við val á bt'l ársins og reyndist þessi jeppi/jepplingur með bestu aksturs- bílunum þar - merkilegt nokk. Mikið er lagt upp úr öiygginu. Þegar er búið að árekstursprófa Free- lander hjá EuroNCAP með þeim ár- SERHÆFÐ ÞJONUSTA FYRIR í stað hurðar er hér hleri sem opnast neðan frá og upp Varadekk- ið sem fest var á hurðina á eldri gerð Freelanders er nú komið inn og er undir gólfi farangursrýmisins eins og í hefðbundnum skutbíl. angri að hann er fímm stjörnu bíll og þar með eftir Jivr sem við besl vit- um, eini fimm stjörnu bíllinn í flokki jeppa ogjepplinga. Loftpúðar eru alls sjii talsins, sá sjö- undi er undir mælaborðinu til að verja fótleggi og ekki síst hné ökumanns. ESC-stöðugleikabúnaður er staðal- búnaður og í kerfinu er smá auka- ktydd ef svo má segja, sem fyrst kom ffam í Volvo XC90. Þessi auka-„fíd- us" vinnur þannig að ef skynjari met- ur hliðarkrafta í heygju, sem svo að bfllinn sé við það að velta út úr beygj- unni, hemlaytri hjólin í hringferlinum til að rétta bílinn af út úr hringnum og forðast veltu. En ef bíllinn veltur eða ef ekiö er inn í hliðina á honum, eru sér- stiik krumpusvæði í hliðunum (hurð- unum) auk hinna hefðbundnu að framan og aftan. Innrétting í Freelander er talsvert vönduð. Framstólarnir eru ágætir og útsýn úr bílnum stórfi'n eins og áður er nefnt. Mælar eru skýiir og auð- læsilegir. Fljótlega eftir að ekið er af stað læsast dyrnai' sem er öiyggisat- riði til dæmis í borgum þar sem eitt- hvert gangsteraliö á það vríst til að ryðj- ast inn í bíla sem stöðva til dæmis við gatnamót, og ræna og rupla fólki og fémæti. Fjarstýringin sem opnar og læsir dyrum bflsins virkar þannig að þegarýtt er einu sinni á opnunartakk- ann opnast bara ökumannsdymai'. Ef ýtt er tvisvar á Ufldcann opnast allar d\T. Þetta er líka öiyggisauiði gagnvait fyrrnefndri vá. Þægindabúnaður Rými í aftursæti er ágætt og aft- ursætið er þægilegt. Tveggja metra maður sem settist í aftursætið hafði þó á orði að hann hefði þegiö aðeins meira fótarými en kv'artaði annars ekki að öðru levti. Farangursrýmið er rúmgott og hægt aö stækka það með þvi að Ivfta upp setunni í aftursætinu að aftanverðu og fella síðan sætisbak- ið fram. Þá myndast slétt flutningsgólf frarn að framsætum. Aðgengi í far- angursrýmið er ágætt og afturhlerinn opnast flá stuðara og upp. Varadekkið, sem er í fullri stærð, er undir gólfi far- angursrýmisins. I lljómtæki eru fastur fylgilflutur ásamt CD-spilara og tengi fvrir MP3- eða iPod-spilara. Hæðar- stillingar eru á báðum framsætum og stýrishjólið er sullanlegt á bæði hæð- ina og lengdina. Á stýrishjólinu eru stillingar fyrir meðal annars hljóm- tælcin, fyrir síma og fleira. Land Rover Freelander er ágætur akstursbíll með örugga aksturseigin- leika. Hann er vel hljóðeinangraöur og því hljóðlátur sem er mikill kostur, ekki síst á langferðaleiðum. Hann er einnig með ágæta torfærueigiifleika, það er tiltölulega hátt undir hann og drifbúnaðurinn greinilega hugsaöur með það fvrir augum að hægt sé að leggja hann í ýmislegt sem jeppling- um sérstaklega hugsuðum til aksturs á götum og vegum er ekki bjóðandi. í Jiví efni sldlur hann sig frá sumum nýj- um bflum í sama flokki. Næsta námskeið hefst 2.nóvember n.k. UPPLYSINGAR OG INNRITUN í SÍMA 588-1414

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.