Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 6
Lækkun vísitölu neysluverðs í febrúar breytir ekki horfunum Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,3% í febrúar. Í forsendum spár Seðlabankans um verðbólgu á árinu, sem birt var í janúar, var gert ráð fyrir nokkurri lækk- un í febrúar vegna árstíðabundinna þátta, einkum vetrarútsalna. Lækkunin var að vísu heldur meiri en búist var við, en það stafar af því að áhrif vetrarút- salna (0,5% til lækkunar á vísitölu) höfðu verið van- metin. Búast má því við að þau áhrif gangi til baka á næstu mánuðum og að horfur fyrir árið í heild breyt- ist ekki mikið. Mæling vísitölu neysluverðs í febrúar er hins vegar að því leytinu til ánægjuleg að hún fól ekki í sér neina frekari óvænta verðbólgu. Ný þjóðhagsspá gerir ráð fyrir meiri viðskiptahalla en áður var spáð Í fyrsta hefti Peningamála sem kom út í nóvember sl. voru rök færð fyrir því að viðskiptahalli ársins 1999 yrði meiri en Þjóðhagsstofnun spáði í október. Þróun vöruviðskipta við útlönd síðan þá hefur verið í sam- ræmi við þetta mat, þótt vöruviðskipti í nóvember hafi reyndar verið óvenjuhagstæð. Þessi þróun endurspeglast í endurskoðaðri spá sem Þjóðhags- stofnun sendi frá sér í desember. Þar var gert ráð fyrir að viðskiptahallinn 1999 yrði 38 ma.kr. í stað 29 eins og spáð var í október. Halli á vöruskiptajöfnuði fyrstu 11 mánuði ársins 1999 nam 21,3 ma.kr. Halli á þjónustujöfnuði var 1,8 ma.kr. og þáttagjöld umfram þáttatekjur námu 10,3 ma.kr. á tímabilinu janúar til september. Megin- óvissan í uppgjöri ársins liggur í uppgjöri þáttatekna á síðasta fjórðungi þess. Vegna þess hvernig tekjur af erlendri verðbréfaeign landsmanna eru metnar geta niðurstöðurnar verið næmar fyrir gengisþróun er- lendra verðbréfa. Árið 1998 leiddi hækkun á gengi erlendra verðbréfa undir lok ársins til þess að jöfnuður þáttatekna á fjórða ársfjórðungi varð jákvæður um fimm ma.kr. Þetta mun væntanlega hafa endurtekið sig á síðasta ári, en í minni mæli. Því er hugsanlegt að endanlegt uppgjör viðskiptajafnaðar muni sýna hagstæðari útkomu en Þjóðhagsstofnun spáði í desember, þótt ekki sé það mikil huggun í ljósi þess hve auðveldlega erlend verðbréfaeign landsmanna gæti fallið í verði á ný. Í spá Þjóðhagsstofnunar í desember var gert ráð fyrir 2½% meiri vexti innflutnings milli 1998 og 1999 en gert var í október og 1½% minni útflutningi. Í samræmi við meiri innflutning neysluvöru en áður var reiknað með spáði Þjóðhagsstofnun í desember að einkaneysla ykist um 7% í stað 6% og samneysla um 4½% í stað 3½%. Hins vegar var reiknað með heldur meiri samdrætti fjárfestingar í desember- spánni en gert var í október, en þó minni en í fyrstu spám Þjóðhagsstofnunar fyrir 1999. Meiri viðskipta- halli gerir meira en að vega upp örari vöxt einka- og samneyslu, þannig að áætlað er að hagvöxtur árið 1999 hafi orðið heldur minni en spáð var í október, eða 5% í stað 5,8%. Þessi endurskoðun breytir litlu um fyrra mat Seðlabankans. Ef eitthvað er rennir hún enn frekari stoðum undir þá skoðun bankans að alvarleg ofþensla sé í þjóðarbúskapnum. Lítið mun draga úr viðskiptahalla á árinu 2000 Að því er áhrærir horfur á yfirstandandi ári gerir Þjóðhagsstofnun einnig ráð fyrir meiri vexti einka- neyslu og fjárfestingar en fyrr var spáð. Spáð er 3% vexti einkaneyslu og að fjármunamyndun aukist um 2,7%. Einnig er gert ráð fyrir að vöxtur útflutnings hægi verulega á sér og meira en búist var við í PENINGAMÁL 2000/1 5 Tafla III Þjóðhagsyfirlit Vöxtur í % nema annað sé tekið fram 1997 1998 1 1999 2 2000 2 Einkaneysla.................................. 6,0 11,0 7,0 3,0 Samneysla .................................... 3,1 3,6 4,5 2,5 Fjármunamyndun......................... 10,5 25,9 -1,1 2,7 Þjóðarútgjöld................................ 6,2 12,2 4,7 2,8 Verg landsframleiðsla .................. 5,3 5,4 5,0 2,9 Viðskiptajöfnuður, % af VLF ....... -1,4 -5,7 -6,0 -5,6 1. Bráðabirgðatölur. 2. Spá. Heimild: Þjóðhagsstofnun J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N 1996 1997 1998 1999 0 5 10 15 -5 -10 -15 -20 -25 % Alls Án skipa og flugvéla Vöruskiptajöfnuður sem hlutfall af vöruútflutningi Hreyfanlegt 12 mánaða hlutfall Mynd 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.