Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 19

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 19
enn frekar en hér er gert að innviðum íslenskra fjár- málastofnana og þróun ýmissa þátta í starfsemi þeirra. II. Fjármálakreppur og viðvörunarvísbendingar Fjármálakreppur eru truflun eða skyndileg breyting á starfsemi fjármálastofnana eða markaða sem hefur marktæk neikvæð áhrif á efnahagsþróun. Erfiðleikar í einni fjármálastofnun, eða mikil verðbreyting á einum eignamarkaði, sem ekki hefur víðtæk áhrif á fjármálakerfið í heild og/eða á efnahagsstarfsemina, telst því ekki fjármálakreppa. Afdrifaríkustu fjár- málakreppurnar eru bankakreppur og gjaldeyris- kreppur. Fjármálakreppur sem ógna fjármálakerfinu í heild kunna að krefjast sérstakra neyðaraðgerða af hálfu seðlabanka og/eða annarra opinberra aðila. Alvarlegar fjármálakreppur sem orðið hafa í heiminum undanfarna tvo áratugi skipta tugum og gætu jafnvel talist töluvert á annað hundrað, eftir því hvernig fjármálakreppa er skilgreind.1 Þar af hafa u.þ.b. 40-70 kreppur haft víðtæk þjóðhagsleg áhrif. Erfitt er að meta kostnað af fjármálakreppum en hann getur orðið afar mikill. Mat á honum veltur m.a. á hvort einungis er litið til beins útlagðs kostnaðar hins opinbera vegna björgunaraðgerða eða hvort til- raun er einnig er gerð til þess að meta framleiðslutap af völdum kreppunnar. Þegar allt er talið kunna dýr- ustu kreppurnar að hafa kostað u.þ.b. helming árlegr- ar landsframleiðslu. Af þeim fjármálakreppum sem orðið hafa í nálægum löndum kostaði sú í Finnlandi (1991-1993) mest eða 8-8½% af landsframleiðslu og í Svíþjóð (1991) er talið að kostnaðurinn hafi numið 4-6½% af landsframleiðslu.2 Í mörgum tilvikum hafa bankakreppa eða alvarlegir veikleikar í fjármálakerf- inu verið undanfari gjaldeyriskreppu, m.a. vegna þess að erfiðleikar í fjármálakerfi kunna að takmarka svigrúm seðlabanka til þess að beita aðhaldssamri peningastefnu gegn aðsteðjandi vanda. Þegar þetta tvennt fer saman geta afleiðingarnar orðið sérstak- lega alvarlegar. Af þessu sést hve mikilvægt er að fylgjast með heilbrigði fjármálakerfisins, m.a. til þess að meta hættu á alvarlegri gjaldeyriskreppu. Þjóðhagslegar vísbendingar Í ljósi þess hve fjármálakreppur geta verið kostnaðar- samar er mikilvægt að gripið sé til fyrirbyggjandi að- gerða til þess að koma í veg fyrir þær. Til þess að það sé unnt þurfa vísbendingar að vera fyrir hendi sem gefa tímanlega til kynna hvenær hætta kunni að vera á ferðum. Í kjölfar fjármálakreppunnar í Asíu hefur fjöldi rannsóknarritgerða birst þar sem reynt er að finna forboða yfirvofandi fjármála- og gjaldeyris- kreppu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur einnig gert athuganir á fjármálakerfi aðildarlanda sjóðsins að veigamiklum þætti í reglubundnu eftirliti stofnunar- innar. Litið er bæði til vísbendinga um ástand fjár- málamarkaðarins sjálfs og almennra þjóðhagslegra vísbendinga sem hafa áhrif á starfsumhverfi hans. Mikilvægustu vísbendingar af þjóðhagslegum toga sem vert er að fylgjast með eru eftirfarandi:3 • Mikill vöxtur útlána. Mjög ör vöxtur hefur oft verið fyrirboði alvarlegrar fjármálakreppu. Sam- hliða örum vexti er hætt við að gæðum eignasafns lánastofnana hraki. Ör vöxtur í veðskulda- og öðr- um neyslulánum og gengistryggðum lánum getur verið undanfari almennrar uppsveiflu. • Vaxandi viðskiptahalli. Fylgifiskur mikils og vax- andi viðskiptahalla er að jafnaði innstreymi er- lends fjármagns sem fjármálakerfið hefur að miklu leyti milligöngu um að afla. Því eru náin tengsl á milli viðskiptahalla og útlánavaxtar. Óhóflegur viðskiptahalli kann einnig að vera vís- bending um gjaldeyriskreppu, sem getur valdið lausafjárerfiðleikum fjármálastofnana, einkum ef viðskiptahallinn er að miklu leyti fjármagnaður með skammtímalánum. Aðstæður eru mjög við- kvæmar þegar saman fara mikill viðskiptahalli og lágt fjárfestingarhlutfall og ef hlutfall gjaldeyris- forða af skammtímaskuldbindingum er mjög lágt. • Efnahagsáföll og lítill hagvöxtur. Efnahagslægð eða samdráttur dregur úr getu fyrirtækja og ein- staklinga til að standa við fjárskuldbindingar sínar og hefur oft verið undanfari erfiðleika í fjármála- kerfi. 18 PENINGAMÁL 2000/1 1. Frydl, Edward J. „The Length and Cost of Banking Crises“, IMF Working Paper WP/99/30, mars 1999. 2. Tölurnar eru fengnar úr rannsókn Caprio og Klingebiel (1996) annars vegar og Lindgren, Garcia og Saal (1996) hins vegar og vísa til beins fjárhagslegs kostnaðar við að leysa bankakreppu. 3. Hér er að mestu leyti fylgt mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því hvaða vísbendingar teljast mikilvægustu fyrirboðar fjármálakreppu. Nokkrar vísbendingarnar sem hér eru upp taldar eru þó ekki í þeim hópi sem Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn telur meðal þeirra mikilvægustu, en ætla má að þær geti verið forboði fjármálakreppu á Íslandi. Sjá nánar t.d. World Economic Outlook, IMF, maí 1998 og Kaminsky, Graciela L., Currency and Banking Crises: The Early Warning of Distress, IMF Working Paper, desember 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.