Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 31
30 PENINGAMÁL 2000/4 1999 og mikinn bata á árunum 1997-1998. Viðskipta- kjör eru góð í sögulegu samhengi, meira en 3% betri en þau voru að meðaltali á árunum 1990-1999. Spáð er 1,5% viðskiptakjarabata á næsta ári, einkum vegna þess að líklegt er talið að olíuverð lækki á næstu miss- erum. Því eru ekki horfur á breytingum á viðskipta- kjörum sem líklegar væru til að ógna getu útflutn- ingsfyrirtækja til að standa við skuldbindingar sínar. Með auknum hagvexti í Evrópu og hugsanlega vaxandi verðbólguótta vestan hafs er mögulegt að vextir hækki enn á næstunni til viðbótar þeirri 1% hækkun sem varð á síðustu 12 mánuðum á nafn- ávöxtun ríkisverðbréfa í helstu myntum. Með mikl- um viðskiptahalla Íslands hafa byggst upp vaxtaber- andi skuldir við útlönd umfram vaxtaberandi eignir, sem nema nú um 75% af landsframleiðslu. Við hvert prósentustig sem vextir af erlendum lánum Íslend- inga hækka bætast 0,75% af landsframleiðslu viðvið- skiptahallann í vaxtagreiðslur af þessum skuldum.1 Ef raungengi krónunnar hækkar það mikið að sam- keppnisstaða útflutnings- og samkeppnisgreina versnar til muna getur það gert þeim erfitt um vik að standa við skuldbindingar sínar. Það eykur jafnframt hættuna á skyndilegri gengislækkun sem gæti kippt fótunum undan getu lántakenda sem ekki njóta tekna af útflutn- ingi til að standa við erlendar skuldbindingar sínar. Raungengi krónunnar hækkaði nokkuð framan af árinu samfara hækkandi nafngengi og aukinni innlendri verðbólgu. Það hefur hins vegar lækkað nokkuð síð- ustu mánuði samfara veikingu krónunnar. Áætlað er að raungengið á fjórða ársfjórðungi verði rúmlega 5% lægra miðað við launakostnað en á öðrum ársfjórðungi og er þá miðað við að meðalgengi október haldist óbreytt út árið. Það verður þá undir 20 ára meðaltali en nær 4% yfir meðaltali sl. 10 ára. Raungengið hefur reyndar hækkað minna í þessari efnahagsuppsveiflu en yfirleitt áður. Hækkun þess veikir að öðru jöfnu sam- keppnisstöðu. Það er hins vegar ekki á neinn hátt fjarri jafnvægisraungengi um þessar mundir og því vart meginorsök viðskiptahallans né líklegt til þess að geta orðið höfuðuppspretta fjármálalegs óstöðugleika. Að öðru leyti vísast til greinar hér að framan um þróun og horfur í efnahags- og peningamálum varð- andi þjóðhagslegt umhverfi fjármálakerfisins. III. Fjármagnshreyfingar og staðan gagnvart útlöndum Á fyrri helmingi ársins ágerðist útstreymi fjármagns, einkum með kaupum á erlendu hlutafé. Nettóút- streymi beinnar fjárfestingar og hlutafjár var um 37 ma.kr. en á móti var 7,4 ma.kr. innstreymi á skamm- tímalánsfé, einkum vegna fjármögnunar Seðlabank- ans á gjaldeyrisforða, og 55 ma.kr. innstreymi var á langtímalánsfé. Viðskiptahalli á þessu tímabili var 33,5 ma.kr. en nettóinnstreymi fjár skv. skýrslum 25 ma.kr., þannig að rúma 8 ma.kr. vantaði á að gerð væri grein fyrir fjármögnun viðskiptahallans. Í fyrra var viðskiptahallinn talinn 43 ma.kr. og eins og nú voru lántökur meiri en nam viðskiptahallanum, en 20 ma.kr. útstreymi varð á beinni fjárfestingu og hlutafé. Nokkrar líkur eru á því að útstreymi sé ofmetið í ár en hafi verið vanmetið í fyrra og að það komi fram í liðnum skekkjur og vantalið, eins og gefið er í skyn í töflu 1. Eignaaukning erlendis er meiri í ár og var mun meiri í fyrra en fjárstreymistölur gefa til kynna. Að hluta skýrist hún af verðbreytingum erlendra eigna. Á síðasta ári hækkaði einfalt meðaltal hlutabréfaverðs í grannlöndunum um 35%, en til ágústloka í ár var samsvarandi hækkun frá áramótum tæp 6%. Lífeyrissjóðir og fleiri aðilar byggja um þessar mundir upp eignir erlendis, einkum hlutafé. Sú þróun er í lengri tíma samhengi jákvæð þar sem betri ávöxt- un og áhættudreifing fæst á eignir lífeyrissjóðanna. Vegna viðskiptahallans eru erlendar lántökur um þess- 1. Hluti erlendra skulda er með föstum vöxtum þannig að vaxtagreiðslur þjóðarbúsins myndu hækka minna en þetta til skamms tíma þegar erlendir vextir hækka. Tafla 1 Fjármögnun viðskiptahalla og fjárútstreymis, ma.kr., verð hvers tíma Nettóinnstreymi Fyrstu 6 mánuðir fjármagns, ma.kr. 1997 1998 1999 1998 1999 2000 Stuttar vaxtaberandi skuldir ....................... 1,8 -6,1 7,3 14,5 1,8 7,4 Langar vaxtaberandi skuldir ....................... 21,3 63,5 76,0 11,7 29,2 54,6 Bein fjárfesting og hlutafé .................. -6,2 -11,9 -20,3 -5,5 -7,3 -36,9 Hreyfingar alls .......... 16,9 45,5 63,1 20,7 23,6 25,1 Viðskiptajöfnuður ..... -8,9 -40,1 -43,2 -24,5 -22,6 -33,5 „Skekkjur og vantalið“, eða offjármögnun ..... 8,0 5,4 19,9 -3,7 1,1 -8,4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.