Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.11.2000, Blaðsíða 48
PENINGAMÁL 2000/4 47 næst að auka trúverðugleika stefnu verðstöðugleika í peningamálum.4 Þar með er dregið úr líkum á því að ríkisstjórn geti beitt seðlabankanum til að ná póli- tískum skammtímamarkmiðum, sem til lengri tíma litið geta haft skaðleg verðbólguáhrif. Slík skamm- tímamarkmið gætu t.d. falist í því að reyna að ná auknum hagvexti með eftirlátssamri peningastefnu (slíkt gæti verið sérlega freistandi fyrir kosningar). Til langs tíma getur sjálfstæður seðlabanki hins vegar tryggt verðstöðugleika án þess að það þurfi að draga úr hagvaxtarmöguleikum hagkerfisins. Önnur rök fyrir sjálfstæði seðlabanka eru að stjórn peningamála þarf í eðli sínu að vera framsýn þar sem áhrif aðgerða í peningamálum koma iðulega fram með löngum og breytilegum töfum. Í því felst að oft þarf að taka ákvarðanir sem taldar eru hafa áhrif síðar meir, jafnvel þótt núverandi aðstæður kalli ekki á slíkar ákvarðanir. Það felst í eðli hinnar póli- tísku ákvörðunartöku að erfitt getur verið fyrir stjórn- málamenn að taka slíkar ákvarðanir. Einnig ber á það að líta að ákvarðanir í stjórn peningamála eru á marg- an hátt ólíkar öðrum ákvörðunum sem stjórnvöldum er falið að taka. Um er að ræða síendurtekna ákvörð- un um beitingu vaxta (hækka þá, lækka eða láta óbreytta) við skilyrði óvissu sem heppilegt getur verið að láta í hendur sérfræðinga (sjá t.d. grein Más Guðmundssonar, 1999). Það er mikilvægt að það komi skýrt fram að ekki þarf í þessu að felast að seðlabankinn taki ákvörðun- ina um hvert eigi að vera hið endanlega markmið peningastefnunnar. Færa má rök fyrir því að sú ákvörðun eigi betur heima í höndum lýðræðislegra kjörinna fulltrúa þjóðarinnar, að því tilskildu að markmiðið sem kjörin stjórnvöld setja seðlabank- anum séu á hans færi að ná (sjá t.d. Blinder, 1998). Eins og segir hér að ofan hníga öll rök að því að þetta endanlega markmið eigi að vera stöðugt verðlag. 2.3. Alþjóðleg reynsla Meginrökin fyrir auknu sjálfstæði seðlabanka eru hins vegar þau að slíkt fyrirkomulag hefur reynst vel. Til er fjöldi alþjóðlegra rannsókna sem sýnir að aukið sjálfstæði seðlabanka fer saman við minni verðbólgu, t.d. Grilli og félagar (1991), Cukierman (1992) og Alesina og Summers (1993). Í nýlegu yfirliti Bergers og félaga (2000) yfir 31 rannsóknir á sambandi sjálf- stæðis seðlabanka og verðbólgu kemur fram að í langflestum þeirra finnst marktækt neikvætt sam- band milli verðbólgu og sjálfstæðis seðlabanka. Mynd 1 sýnir þetta samband glögglega. Hún sýn- ir meðalverðbólgu 16 iðnríkja tímabilið 1955-1988 og sjálfstæði viðkomandi 16 seðlabanka eins og það var skilgreint árið 1988 miðað við mælikvarða Alesinas og Summers (1993). Þar sést að eftir því sem seðlabankinn er sjálfstæðari því minni virðist verðbólgan vera að meðaltali. Eins og kemur fram í ramma 1, er þetta neikvæða samband tölfræðilega marktækt.5 Hins vegar finnst ekkert tölfræðilega marktækt samband milli aukins sjálfstæðis seðlabanka og hagvaxtar. Þetta er í sam- ræmi við fræðilegar rannsóknir sem gefa til kynna að lítil verðbólga þurfi ekki að nást á kostnað minni hagvaxtar. 2.4. Breytingar í átt að auknu sjálfstæði víða um heim Eins og sjá má á mynd 1 höfðu lönd með sjálfstæðan seðlabanka, eins og Þýskaland, Bandaríkin og Sviss, náð mun betri árangri í baráttunni við verðbólgu en 4. Þessi aukni trúverðugleiki kemur t.d. fram í lægri verðbólguvænting- um. Spiegel (1998) kemst t.d. að því að verðbólguvæntingar (mældar með verðbólguálagi óverðtryggðra skuldabréfa umfram verðtryggð) lækkuðu að meðaltali um 0,6 prósentustig á líftíma bréfanna í kjölfar þess að Englandsbanka var veitt aukið sjálfstæði 6. maí 1997. 0 2 4 6 8 10 1 2 3 4 Sjálfstæði seðlabanka (4: sjálfstæðastur) V e rð b ó lg a (% ) Nýja Sjál. Spánn Ítalía UK Austurr. Frakkl./Nor./Svíþ. Belgía Danmörk Japan Kanada Holland USA Sviss Þýskaland 5. Ekki er hægt að segja með ótvíræðum hætti út frá þessum gögnum í hvora áttina orsakasambandið er (sjá t.d. Posen, 1993). Fræðilegar niðurstöður og niðurstöður Spiegels (1998) gefa þó til kynna að orsaka- sambandið sé frá sjálfstæði seðlabanka til lítillar verðbólgu. Mynd 1 10 Sjálfstæði seðlabanka og verðbólga 1955-1988 Verðbólga (%) Sjálfstæði seðlabanka : jálfstæðastur) 8 6 4 2 0 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.