Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 47

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 47
46 PENINGAMÁL 2002/1 nefnd NBER (National Bureau of Economic Research) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að samdráttarskeið hafi hafist í Bandaríkjunum í mars 2001.4 Skýrust merki samdráttar hafa komið fram í iðnaðarframleiðslu, á vinnumarkaði og í fjárfestingu. Einkaneyslan hefur haldið áfram að vaxa, en hægar. Það var ekki fyrr en á 3. ársfjórðungi að samdráttur varð í sjálfri landsframleiðslu Bandaríkjanna, sem nam 1,3% á árskvarða. Iðnaðarframleiðsla í Bandaríkjunum hefur dregist saman um 7% ... Iðnaðarframleiðslan var enn í örum vexti fyrstu mánuði ársins 2000. Eftir það stöðvaðist vöxturinn og frá því um haustið 2000 hefur iðnaðarframleiðslan dregist saman, að júnímánuði 2001 undanskildum, sem eftir endurmat sýnir örlítinn vöxt. Hefur iðnað- arframleiðsla Bandaríkjanna að júnímánuði frá- töldum ekki dregist saman jafn lengi samfleytt frá því í heimskreppunni á 4. áratugnum. Af því ber þó ekki að álykta að Bandaríkin séu á leið inn í alvarlega kreppu, því að mjög hefur dregið úr vægi iðnaðar- framleiðslunnar í landsframleiðslu og samdrátturinn er mun hægari að þessu sinni. Í desember 2001 hafði iðnaðarframleiðslan dregist saman um 7% samtals frá því að hún varð mest í desember 2000. Einungis ¾ hlutar framleiðslugetunnar teljast nú nýttir og hefur nýtingin ekki verið minni frá árinu 1983. Iðnaðarframleiðslan er næm fyrir sveiflum í fjár- festingu og utanríkisviðskiptum, auk þess sem eftir- spurn eftir varanlegri neysluvöru er mikilvægur sveifluvaki. Samdráttinn í iðnaðarframleiðslu Banda- ríkjanna verður að skoða í samhengi við offjárfest- ingu undanfarinna ára, sem virðist vera ein helsta ástæða hans, og hátt raungengi Bandaríkjadals sem komið hefur í veg fyrir að bandarísk fyrirtæki geti nýtt mikla framleiðslugetu sína með því að sækja inn á erlenda markaði eða vinna markaðshlutdeild á heimamarkaði. Gott dæmi um þetta er bandarískur stáliðnaður sem nú berst í bökkum, svo að stefnir í fjöldagjaldþrot. Tillaga liggur fyrir Bandaríkjaþingi um aðgerðir til verndar stáliðnaðinum, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði þær sam- þykktar.5 Bandarískur bílaiðnaður hefur einnig stöðugt tapað markaðshlutdeild undanfarinn áratug og stendur afar illa um þessar mundir. Söluherferð síðustu mánuði ársins skilaði reyndar aukinni sölu, en hefur verið bílaframleiðendum dýr. Salan kann því að dragast saman á ný þegar henni lýkur. Þjónustugeirinn, sem stendur að baki stórum hluta þjóðarútgjaldanna, hefur ekki átt við viðlíka samdrátt að stríða og iðnaðurinn, enda er þjónustu- geirinn nátengdari einkaneyslu, sem enn hefur ekki Mynd 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 1997 1998 1999 2000 2001 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 -1 -2 % Hagvöxtur í Bandaríkjunum 1997:I-2001:III Breyting vergrar landsframleiðslu milli ársfjórðunga á árskvarða Heimild: EcoWin. Mynd 5 1980 82 84 86 88 90 92 94 96 98 2000 0 1 2 3 -1 -2 -3 % Iðnaðarframleiðsla í Bandaríkjunum 1980-2001 Breyting milli mánaða Heimild: EcoWin. 4. Þótt oft sé miðað við þá skilgreiningu að samdráttur landsframleiðslu í tvo eða fleiri ársfjórðunga samfleytt teljist samdráttarskeið (e. reces- sion) eru aðferðir NBER við að tímasetja hagsveiflur töluvert marg- brotnari. Atvinnuþróun ræður t.d. töluvert miklu um þá niðurstöðu að samdráttur hafi hafist í mars. 5. Alþjóðaviðskiptanefndin (International Trade Commission, ITC), sjálf- stæð opinber stofnun sem veitir Bandaríkjastjórn og -þingi ráðgjöf um alþjóðaviðskiptamál, hefur úrskurðað að tilefni sé til slíkra verndar- aðgerða, sem stáliðnaðurinn hefur beðið um á grundvelli laga frá árinu 1974. Óvíst er hins vegar hvort eða í hvaða formi þær verða samþykkt- ar. Verði þær samþykktar mun hins vegar líklega koma til mótaðgerða af hálfu Evrópusambandsins og málið koma til kasta Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.