Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 10

Peningamál - 01.02.2002, Blaðsíða 10
PENINGAMÁL 2002/1 9 þeim forsendum sem spáin byggir á. Verðbólgan verður hins vegar líklega komin inn fyrir efri þol- mörk verðbólgumarkmiðsins í lok þessa árs en um síðustu áramót lækkuðu þau samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans frá 27. mars 2001 í 4½%. Verðbólga verður síðan innan þolmarka á árinu 2003. Breytist forsendur ekki verðbólgumark- miðinu í hag á næstunni, með hærra gengi eða enn meiri slökun spennu en nú er reiknað með, gæti þurft meira aðhald í peningamálum síðar til að tryggja framgang verðbólgumarkmiðsins. Ætla má að 3% gengishækkun krónunnar fram til vors geri kleift að ná 2,5% verðbólgumarkmiði bankans snemma árs 2003. Verðbólguhorfur á þessu ári hafa batnað en versnað fyrir næsta ár Í nóvember sl. spáði Seðlabankinn 4,1% verðbólgu yfir árið 2002. Nú eru horfur á að verðbólgan geti orðið nokkru minni, eða 3%. Það er svipuð verðbólga og bankinn spáði í júlí sl. Meginástæða þessarar breytingar er að á spádegi 21. janúar sl. var gengi krónunnar 3,3% hærra en í forsendum spárinnar sem birt var í byrjun nóvember sl. Að auki er nú reiknað með minni hækkun innflutningsverðlags í erlendri mynt árið 2002, sem rekja má til þess að alþjóða- stofnanir spá verðhjöðnun í alþjóðaviðskiptum. Verðbólguhorfur á næsta ári hafa aftur á móti versnað nokkuð. Spáð er 3% verðbólgu yfir árið 2003, en í nóvember sl. var spáð 2,3% verðbólgu. Ástæðurnar eru einkum tvær: Í fyrsta lagi gera spár á alþjóðavettvangi ráð fyrir að verðlag í alþjóðavið- skiptum muni hækka töluvert á ný á því ári, samfara því að heimsbúskapurinn réttir úr kútnum. Í öðru lagi var í samkomulagi aðila almenna vinnumarkaðarins samið um frekari hækkun launakostnaðar á þessu og næsta ári (sjá nánari umfjöllun í rammagrein 2). Bankinn birtir nú í fyrsta skipti spá fyrir fyrsta árs- fjórðung ársins 2004 en í samræmi við yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnar frá 27. mars sl. birtir bank- inn spá tvö ár fram í tímann. Spátímabilið mun því lengjast um einn ársfjórðung hér eftir. Eins og sjá má í töflu 3 víkur spá Seðlabankans ekki verulega frá spám annarra stofnana og markaðs- aðila. Bankinn spáir aðeins meiri verðbólgu milli árs- meðaltala 2001 og 2002 en aðeins minni verðbólgu yfir árið. Þessu er öfugt farið hvað áhrærir árið 2003. Munurinn er varla tölfræðilega marktækur og skýrist aðallega af mismunandi forsendum um þróun inn- flutningsverðs og af mismunandi gengi sem miðað er við í spánum. Tafla 2 Verðbólguspá Seðlabanka Íslands Ársfjórðungsbreytingar Breyting Ársfjórð- Breyting frá frá fyrri ungsbreyting sama árs- ársfjórð- á ársgrund- fjórðungi ungi (%) velli (%) árið áður (%) 2001:1 0,9 3,4 4,0 2001:2 3,5 14,5 6,0 2001:3 2,3 9,7 8,0 2001:4 1,6 6,6 8,5 Tölurnar sýna breytingar milli ársfjórðungslegra meðaltala vísitölu neyslu- verðs Ársbreytingar (%) Ár Milli ára Yfir árið 1999 3,4 5,8 2000 5,0 3,5 2001 6,7 9,4 Skyggt svæði sýnir spá. 2002:1 1,3 5,2 9,0 2002:2 1,0 3,9 6,3 2002:3 0,9 3,5 4,8 2002:4 0,6 2,5 3,8 2003:1 0,6 2,5 3,1 2003:2 0,9 3,8 3,1 2003:3 0,9 3,6 3,1 2003:4 0,6 2,4 3,1 2004:1 0,5 2,1 3,0 2002 5,9 3,0 2003 3,1 3,0 Tafla 3 Verðbólguspár annarra en Seðlabanka Íslands 2002 2003 Milli ára Yfir árið Milli ára Yfir árið Meðalspá..................... 5,7 3,9 3,4 2,5 Hæsta gildi .................. 6,1 4,9 . . Lægsta gildi ................ 5,4 3,5 . . Þeir sem gefa út opinbera verðbólguspá eru Íslandsbanki hf., Landsbanki Íslands hf., Ráðgjöf og efnahagsspár og Þjóðhagsstofnun. Spáin fyrir árið 2003 er einungis frá Íslandsbanka hf. Heimild: Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.