Peningamál - 01.05.2002, Page 18

Peningamál - 01.05.2002, Page 18
Hvað sem því líður hefur uppgangur sjávar- útvegs, sem að mestu er rekinn á landsbyggðinni, að sumu leyti jafnað fyrra misvægi, sem meðal annars birtist í ólíkri þróun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess annars vegar og hinum dreifðu byggð- um hins vegar. Fasteignaverð á landsbyggðinni hefur t.d. heldur rétt úr kútnum að undanförnu á sama tíma og það hefur dalað, a.m.k. að raungildi, á höfuð- borgarsvæðinu. Sennilega hefur dregið einna mest úr spennu á vinnumarkaði einmitt í þeim greinum þar sem hún var mest fyrir. Þetta á t.d. við um byggingar- iðnaðinn og ýmis þjónustustörf á höfuðborgar- svæðinu, eins og sjá má á tölum um veltu og í vinnu- markaðskönnunum Þjóðhagsstofnunar. Þessar greinar höfðu í nokkrum mæli þurft að reiða sig á innflutt vinnuafl á sl. árum. Almennt virðist mega draga þá ályktun að mun minna sé um flöskuhálsa í þjóðarbúskapnum sem gætu leitt til aukinnar spennu. Viðskiptahallinn hefur verið á hröðu undanhaldi og verður líklega auðveldlega fjármagnaður á þessu ári Samspil samdráttar þjóðarútgjalda og uppsveiflu í útflutningi hefur leitt til þess að viðskiptahallinn hefur hjaðnað hraðar en flestir gerðu ráð fyrir. Í Peningamálum hefur reyndar oft verið bent á að eins mikill viðskiptahalli og hér var undanfarin ár fengi ekki staðist til lengdar og myndi grafa undan gengi krónunnar og knýja á um aðlögun innlendrar eftir- spurnar. Aðlögun í þjóðarútgjöldum hefur þegar átt sér stað og er ekki óvænt. Hún hafði í för með sér 7,8% samdrátt innflutnings í fyrra og á fyrstu þremur mánuðum ársins 2002 dróst vöruinnflutningur saman frá sama tímabili í fyrra um tæp 20% á föstu gengi, hvort heldur skipa- og flugvélaviðskipti eru tekin með eður ei. Hreyfing á páskafrídögum á milli mán- aða skýrir líklega einhvern hluta samdráttarins, en jafnvel að teknu tilliti til þess virðist hafa hert á sam- drætti innflutnings. Ör vöxtur útflutnings undanfarna mánuði hefur komið nokkuð á óvart. Þjóðhagsstofnun hefur rakið hann m.a. til lækkunar birgða sjávarafurða, enda útflutningurinn verið töluvert meiri en aflatölur bentu til.6 Ef svo er kann að einhverju leyti að vera um tímabundna uppsveiflu að ræða. Mismunurinn gæti þó einnig stafað af auknum virðisauka fram- leiðslunnar. Kvótastaða virðist hins vegar nokkuð góð, þrátt fyrir að meira sé gengið á þorskkvóta yfir- standandi fiskveiðiárs en oft áður á svipuðum árs- tíma. Verðlagshorfur virðast nokkuð góðar á heild- ina litið, þótt nokkur lækkun hafi orðið síðustu vikur. Verðlag í erlendum gjaldmiðli hefur almennt hækkað frá 1999. Verðlækkun nýlega á sjófrystum og söltuðum afurðum bendir þó til að reynt hafi á verðþol kaupenda. Síðustu mánuði hefur mikill kraftur verið í vöruútflutningi en áframhaldandi samdráttur í innflutningi. Afgangur var á vöru- skiptum sl. 12 mánuði að meðaltali og á tímabilinu október 2001 til febrúar 2002 var um samfelldan afgang að ræða, sem nam samtals 16½ ma.kr. Halli var í mars, sem skýrist eingöngu og gott betur af nýrri flugvél sem flutt var til landsins. Þjóðhags- stofnun spáði í mars að afgangur á vöruskiptum landsmanna árið 2002 yrði 6,6 ma.kr. Fyrstu þrjá mánuði ársins nam afgangurinn 5,6 ma.kr., en hefði orðið helmingi meiri án flugvélarinnar. Því virðast góðar horfur á að viðskiptahallinn verði minni en Þjóðhagsstofnun spáði og ekki útilokað að hann hverfi með öllu, t.d. ef einkaneysla dregst meira saman en spáð var. Ef gengið er út frá sömu þróun launa, verðlags og gengis og í verðbólguspá Seðlabankans, 4% meiri vexti útflutnings en 2½% samdrætti einkaneyslu yrði hallinn ½% af vergri landsframleiðslu á þessu ári, en ætti að hverfa að mestu ef samdráttur þjóðarútgjalda vegur upp aukinn útflutning að fullu. Ekki er víst að útflutningur haldi áfram að aukast af sama þrótti og síðustu mánuði. En jafnvel þótt vöxtur útflutnings verði dræmur á yfirstandandi ári, svipað og gert er ráð fyrir í nýlegri þjóðhagsspá, og viðskiptahallinn verði u.þ.b. 2% af landsframleiðslu er sú aðlögun nægileg til að skjóta sterkum stoðum undir gengisþróun næstu misseri. Í síðasta hefti Peningamála var fjallað ítarlega um fjármögnun við- skiptahallans. Þar var svokallaður grunnjöfnuður, sem er summa viðskiptahalla, beinnar erlendrar fjár- festingar nettó og nettófjárfestingar í erlendum verð- bréfum, borinn saman við könnun um áform lána- stofnana o.fl. um erlendar lántökur. Niðurstaða þeirr- ar athugunar var að áætlaður halli á grunnjöfnuði árið 2002 sem næmi 5,7% landsframleiðslu yrði auðveld- lega fjármagnaður af einkageiranum, án atbeina Seðlabankans eða ríkissjóðs. Endurskoðun á þessum niðurstöðum bendir til að fjárþörfin verði u.þ.b. PENINGAMÁL 2002/2 17 6. Sjá rit Þjóðhagsstofnunar, Þjóðarbúskapurinn, framvindan 2001 og horfur 2002, mars 2002, bls. 24.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.