Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 45

Peningamál - 01.05.2002, Blaðsíða 45
44 PENINGAMÁL 2002/2 gæðum veða sem liggja að baki hluta skuldanna. Um það er fjallað hér á eftir. Raunverð íbúða fer lækkandi Mikill hluti lána sem lánakerfið veitir er með veði í fasteignum. Hversu traust þessi veð eru hefur því mikil áhrif á undirliggjandi stöðugleika fjármálakerf- isins. Vanda japanska bankakerfisins, sem staðið hefur í áratug, má t.d. að miklu leyti rekja til þess að veð sem áður voru talin traust reyndust verðlítil. Telji lánastofnanir að traust veð séu fyrir lánum sem þær veita kann það að draga úr varfærni þeirra við mat á greiðslugetu skuldara. Afleiðingarnar geta orðið þeim mun alvarlegri reynist mat þeirra rangt. Öðru hverju virðist eiga sér stað kerfisbundin tilhneiging til að ofmeta verðmæti fasteigna sem eiga að tryggja endurgreiðslu lána. Bólur myndast á fasteigna- markaði og veðin hrökkva ekki fyrir eftirstöðvum lána og vöxtum í vanskilum þegar verð þeirra lækkar á ný. Á sl. árum varð mikil uppsveifla í fasteigna- verði, sem nú virðist lokið. Spurningin er að hve miklu leyti raunhækkun fasteignaverðs á undanförn- um árum gæti gengið til baka og veð þar með rýrnað. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa náð hámarki snemma á sl. ári. Einn besti mælikvarðinn er verðvísitala íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu, því að þær eru tiltölulega margar og eigendaskipti tíð. Nafnverð þeirra hefur staðið nokkuð í stað frá því í ársbyrjun 2001, en raunverð lækkað u.þ.b. sem nemur verðbólgu. Sé litið á heil ár, var raunverð íbúða á þennan mælikvarða í lágmarki 1997, en hafði hækkað um 30% frá þeim tíma árin 2000 og 2001. Nánar tiltekið náði raunverð hámarki á fyrsta árs- fjórðungi síðasta árs, en hafði lækkað um 7% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Raunverð einbýlishúsa á höfuð- borgarsvæðinu hefur lækkað meira en íbúðir í fjöl- býli, en ætla má að íbúðaverð á landsbyggðinni, sem fylgdi ekki eftir íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu í uppsveiflu sl. ára, hafi aðeins verið að sækja í sig veðrið. Hátt verð á íbúðarhúsnæði gerir nýbyggingar ábatasamar og rísi það verulega yfir byggingarkostn- að er hætt við offramboði sem þrýstir verðinu niður á nýjan leik. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var í lægð allt fram á árið 2000, en í ár stefnir hún í að verða meiri en nokkru sinni frá árinu 1973, ef spá Þjóðhags- stofnunar gengur eftir. Íbúðaverð og síðan fjárfesting í íbúðarhúsnæði var knúin áfram af þeirri uppsveiflu sem var í efnahagslífinu árin 1998-2000 og u.þ.b. 2% fólksfjölgun á ári á höfuðborgarsvæðinu. Fólksfjölg- unin átti að töluverðu leyti rót sína að rekja til aðstreymis fólks af landsbyggðinni og frá útlöndum. Með slaknandi spennu á höfuðborgarsvæðinu og uppsveiflu í sjávarútvegi er líklegt að þessir straumar veikist eða snúist jafnvel við. Aukið framboð íbúðarhúsnæðis, slaknandi efnahagsástand og hægari fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu munu að líkind- um hafa í för með sér áframhaldandi lækkun á raun- verði íbúða næstu misseri. Það mun leiða til frekari Rammi 1 Hefur hið opinbera kynt undir skuldasöfnun heimilanna? Miklar skuldir og skuldasöfnun heimilanna hafa valdið áhyggjum. Nærtæk skýring er að ríkisvaldið kyndir undir skuldasöfnun heimilanna með því að veita nær allan stuðning til húsbyggjenda og námsmanna í formi lána og hins vegar með því að veita lán með afar afturhlöðnum greiðsluskilmálum. Greiðslubyrði hús- næðislána fer meira að segja vaxandi með tímanum, þegar tekið er tillit til vaxtabóta. Lánakerfi með jafn- greiðslulánum er líka afar lengi að vinda upp á sig. Þótt 25 ára lánstími í húsnæðislánakerfinu sé algengastur er hann að hluta allt að 40 árum og ætla má að margir taki lán oftar en einu sinni og þá yfirleitt hámarkslán miðað við metna greiðslugetu. Ef með mikilli einföldun er gert ráð fyrir að hinn dæmigerði skuldari húsnæðiskerfisins skuldi í 30 ár og greiði jafnar greiðslur og að jafnmikið sé lánað á hverju ári, kemst útlánastofninn í 70% af endanlegri stærð á 15 árum. Það er nokkurn veginn sá tími sem liðinn er síðan verulegum vexti var hleypt í íslenska húsnæðiskerfið. Húsnæðislánastofninn mun því vaxa nokkuð enn ef ekki verður dregið úr skulda- hvatanum. Húsnæðiskerfi og námslán skýra hins vegar ekki skuldaaukningu heimilanna utan þessara kerfa á árunum 1996-2000, þegar skuldir við bankakerfið, eignarleigur og tryggingafélög hækkuðu úr tæplega 80 ma.kr. í rúmlega 200 ma.kr. á verðlagi ársloka 2001. Þar hlýtur að hafa spilað saman mikið framboð fjármagns og eftirspurn. Uppsöfnuð þörf kann að hafa verið til staðar vegna frestunar á endurnýjun varanlegs neyslu- varnings í niðursveiflunni 1992-1995 og lítillar fjár- festingar í öðrum eignum á þeim árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.