Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2008, Blaðsíða 29
DV SUÐURLAND MIÐVIKUDAGUR11. JÚNl 2008 29 m an þess að batna mikið, heldur hann áfram. Svo séu þeir sem nái að snúa við blaðinu. „Hérna er kominn sérstak- ur meðferðargangur sem ég veit að hefur hjálpað mörgum. Þetta grundvallast á því að menn ákveði sjálfir að þiggja hjálpina og hafi vilja til þess að bæta sig. Það er ekki hægt að fara neinn meðalveg þegar kemur að neyslunni, annað- hvort eru menn í henni eða ekki. Hins vegar er margt sem breytist þegar maður ákveður að koma sér á þurrt land. Þegar maður sjálfur er í lagi þá eru margir tilbúnir til þess að styðja mann. Þar á meðal er fjölskyldan og það er ómetan- legt." Hittir soninn Þrátt fyrir að vera einbeittur í náminu þá segir Þór að mikilvægt sé að viðhalda barninu í sér. „Mað- ur má náttúrlega ekki tapa sér í tölvuspilum og slíku, en ég verð að leyfa mér eitthvað svoleiðis líka," segir hann. Sonur hans, tíu ára gamall, kem- ur líka reglulega í heimsókn. „Þetta er reyndar enginn staður fyrir svona gutta og hann endist ekkert sérlega lengi inni í svona herbergi. Hins vegar fæ ég dagsleyfl á þrjátíu daga fresti og þá eyðum við feðg- arnir deginum saman." Þór segir að tengslin við fjöl- skylduna hafi verið sér ómetanleg og það sé hlýlegt að vita til þess að fyrir utan veggi fangeisisins sé fólk sem bíði sín með hlýhug og eftir- væntingu. í skjálfta Hvemig skyldi Þór og samföng- um hans hafa orðið við þegar jarð- skjálftinn reið yfir Suðurlandið nú fyrir skemmstu? „Ég var inni í lyft- ingasalnum þegar allt lék allt í einu á reiðiskjálfi. Þetta var fyrst eins og ég væri hreinlega drukkinn, en svo áttaði ég mig á því að þetta væri jarðskjálfti. Það var heppilegt að rétt á meðan skjálftinn reið yfir þá var enginn að nota tækin. Eft- ir skjálftann var okkur snarað út og þar máttum við bíða í nokkra klukkutíma. Ég held að fólk hafi átt von á stórum eftirskjálfta eða ein- hverju slíku." Þór man vel eftir skjáiftunum árið 2000. „Ég sat á Hard Rock Café og bjórinn svona sullaðist upp úr glasinu. Þetta var eitthvað allt ann- að og stærra. Ég hefði aldrei trú- að því að steinsteypa gæti gengið svona í bylgjum." olivalur@dv.is Erfið fjallganga Að eyða tíu ámm af h'finu í fangelsi er staðreynd sem blasir við Þór á hverjum morgni. „Þetta bara kemur með kalda vatninu. Ef ég passa mig á því að halda sjálf- um mér í jafnvægi og hef reglu á hlutunum þá líður tíminn, jafnt og þétt. Þetta eru aðstæður sem mað- ur verður að sætta sig við og taka þeim eins og þær eru," segir Þór. Hann kýs að líkja fangelsisvist- inni við stranga fjallgöngu. „Ég segi ekki að ég sé farinn að sjá fyr- ir endann á þessu. Hins vegar er þetta þannig að nú er ég búinn að afplána meirhluta refsingarinnar. Þetta er eins og að hafa náð toppn- um í erfiðri fjallgöngu og vera byj- aður að ganga niður aftur." Þeir sem reynt hafa vita að gangan nið- ur er í eðli sínu örlítið fljótlegri en ekki síður erfið en gangan upp á topp* í LÖGFRÆÐINA Þór hyggurá nám í lögfræði en ekki er víst hvort honum verður að ósk sinni. Viðskiptafræðin er annar möguleiki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.