Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 17

Peningamál - 01.07.2006, Blaðsíða 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 6 • 2 17 Erlendir vextir halda áfram að hækka Bæði langtíma- og skammtímavextir í helstu viðskiptalöndum Íslands hafa hækkað talsvert að undanförnu sökum hækkandi stýrivaxta víða um heim. Þrátt fyrir hækkun stýrivaxta erlendis hefur vaxtamunur miðað við þriggja mánaða millibankavexti við helstu viðskiptalönd Íslands ekki verið meiri frá því í mars árið 2002. Vaxtamunur miðað við ríkisbréf til fimm ára hefur aukist síðan í mars þar sem ávöxtun íslensku bréfanna hefur hækkað töluvert umfram ávöxtun erlendra bréfa. Vaxtamunurinn er nú svipaður og í júní árið 2001. Aukinn vaxtamunur ætti að hafa áhrif til styrkingar krónunnar. Ávöxtun tíu ára ríkisskuldabréfa í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu hefur hækkað frá því í mars. Útlánaaukning lánakerfisins í sögulegu hámarki Ársvöxtur útlána lánakerfisins í lok mars var hinn mesti frá því að tökum var náð á verðbólgunni í upphafi tíunda áratugarins eða 39,7%. Útlán til fyrirtækja jukust um 61,8% og útlán til heimila um 25%. Erlend lántaka jókst um 107,6%, en nær alla þá aukningu má rekja til innlánsstofnana. Útistandandi erlend lán hafa hækkað í krón- um talið, auk þess sem ætla má að skilyrði til nýrrar erlendrar lántöku hafi batnað í kjölfar lækkunar krónunnar. Leiðrétt fyrir gengis- og verðlagsáhrifum hefur tólf mánaða vöxtur útlána innlánsstofnana heldur hjaðnað og var svipaður og í mars árið 2005. Einnig virðist vera farið að draga úr tólf mánaða aukningu verðtryggðra útlána innlánsstofnana, enda hefur hægt á veitingu nýrra húsnæðislána hjá bönkunum. Hins vegar hafa útlán Íbúðalánasjóðs aukist hraðar en áður, enda höfðu bankarnir hækkað vexti íbúðalána meira en Íbúðalánasjóður þar til í lok júnímánaðar. Vöxtur peningamagns mikill um þessar mundir Vöxtur peningamagns hefur aukist mikið mælt með öllum fjórum mælikvörðum peningamagns síðustu mánuði. Síðastliðið hálft ár hefur ársvöxturinn verið svipaður og á níunda áratugnum. Sveiflur í mæl- ingum á peningamagni eru miklar líkt og sjá má á mynd III-11, en það má að einhverju leyti skýra með því að háar fjárhæðir eru til að mynda lagðar inn á almenna sparifjárreikninga til skamms tíma. Undanfarið ár hefur vöxturinn verið hvað mestur í minnst bundnu flokkunum þ.e. M1 og M2. Þrátt fyrir miklar sveiflur hefur vöxtur í almennu sparifé verið fremur mikill undanfarna mánuði. Við núverandi aðstæður þar sem verðbólguvæntingar eru miklar og óvissa hefur ríkt á hlutabréfa- markaði undanfarna mánuði mætti búast við tilfærslum í eignasöfnum þar sem fjárfestar kysu fremur að geyma fé sitt á reikningum með háa vexti, þá helst verðtryggðum reikningum, í stað þess að fjárfesta á hlutabréfamarkaði. Slíka þróun mætti þá greina í aukningu í M3 umfram aðra flokka, sem er ekki raunin nú. Því verður að líta svo á að hinn mikli vöxtur peningamagns feli í sér vísbendingu um mikið laust fé í umferð sem ýta muni undir verðbólgu til lengri tíma litið. Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa líklega versnað það sem af er ári. Vextir nýrra húsnæðisveðlána hafa hækkað, en það Heimildir: Reuters EcoWin, Seðlabanki Íslands. % Mynd III-8 Stýrivextir seðlabanka Daglegar tölur 1. janúar 1998 - 28. júní 2006 0 2 4 6 8 10 12 14 Bretland Evrusvæðið Bandaríkin Ísland 200620052004200320022001200019991998 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Mynd III-9 Vaxtamunur við útlönd Vikulegar tölur 7. janúar 1998 - 27. júní 2006 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 200620052004200320022001200019991998 Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. 3 mánða millibankavexti) Skammtímavaxtamunur við útlönd (m.v. 3 mánaða ríkisvíxla) Langtímavaxtamunur (m.v. ríkisbréf til u.þ.b. 5 ára) 1. Vegna breytingar á lánaflokkun eru tölur frá og með þriðja ársfjórungi 2003 ekki fyllilega sambærilegar við eldri tölur. Heimild: Seðlabanki Íslands. Breyting frá sama ársfjórðungi fyrra árs (%) Mynd III-10 Útlánaaukning lánakerfisins1 1. ársfj. 1997 - 1. ársfj. 2006 Alls Heimili Fyrirtæki 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98‘97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.