Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 7
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 3 7 ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM í maíspánni. Óvissa ríkir þó um horfurnar sakir mögulegra áhrifa viðskiptabanns Rússlands á mörg Evrópuríki. Álverð hækkaði nokkuð umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi eftir lækkun undanfarna fjóra ársfjórðunga og hafa horfur fyrir spátímabilið batnað frá því í maí. • Eftir samfellda rýrnun frá árinu 2010 virðast viðskiptakjör vöru og þjónustu hafa batnað á öðrum fjórðungi ársins. Viðsnúninginn má aðallega rekja til hærra útflutningsverðs. Horfur eru á að við- skiptakjör batni um tæplega 3% á spátímanum í heild sem er 2 prósentum meiri bati en búist var við í maí. • Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hækkaði raungengið talsvert og náði sínu hæsta gildi frá ágústmánuði 2008. Það hefur síðan hald- ist tiltölulega stöðugt frá aprílmánuði og var tæplega 8% hærra á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Raungengið er þó enn 10% lægra en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára. • Gert er ráð fyrir að útflutningur vöru og þjónustu muni aukast um 4,3% á þessu ári í stað 2,9% í síðustu spá. Mestu munar um aukinn útflutning þjónustu, þar sem bráðabirgðatölur fyrir fyrsta ársfjórðung benda til 17% vaxtar auk þess sem talning Ferðamálastofu sýnir að erlendum ferðamönnum fjölgaði um rúman fjórðung á fyrstu sjö mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra. Gert er ráð fyrir að útflutningur þjónustu aukist um 12½% á þessu ári en á móti vegur að talið er að vöruútflutningur dragist saman um 1,2%. Munar þar mestu um tæplega 7% samdrátt í útflutn- ingi sjávarafurða sem er nokkru meiri samdráttur en spáð var í maí og skýrist af minni aukningu í leyfilegum þorskafla á næsta fiskveiðiári en þá var búist við. Horfur eru á að útflutningur vöru og þjónustu aukist að meðaltali um tæplega 3% á ári á næstu tveimur árum sem er lítillega meiri vöxtur en spáð var í maí. • Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fyrsta ársfjórðungi var talsvert minni en á sama fjórðungi í fyrra. Vegna mikils inn- flutnings „annarrar þjónustu“ (sem samanstendur af ýmsum óreglulegum liðum) varð afgangur á þjónustuviðskiptum þó nokkru minni en gert hafði verið ráð fyrir. Afgangur af vöruvið- skiptum reyndist 9 ma.kr. sem er um 17 ma.kr. minni afgangur en fyrir ári. Áætlað er að á öðrum fjórðungi hafi verið tæplega 13 ma.kr. halli á vöruviðskiptum sem skýrist af talsverðri aukningu í innflutningi neysluvara og samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Er nú gert ráð fyrir að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði nemi um 5% af landsframleiðslu á þessu ári en minnki í 4½% á því næsta og verði 2½% af landsframleiðslu árið 2016. Það er lítillega minni afgangur en spáð var í maí. • Halli á undirliggjandi þáttatekjujöfnuði hefur verið í takt við væntingar það sem af er ári. Útlit er fyrir að hann verði lítillega minni á árinu en spáð var í maí þar sem erlendir skammtímavextir eru lægri og gengi krónunnar lítillega sterkara og greiðslubyrði af erlendum skuldum því minni. Gert er ráð fyrir að afgangur af undirliggjandi viðskiptajöfnuði verði um 1% af landsframleiðslu í ár en eins og í maí er búist við að halli myndist strax á næsta ári Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd 5 Viðskiptakjör vöru og þjónustu - samanburður við PM 2014/2 Vísitala, 2005 = 100 PM 2014/3 PM 2014/2 84 86 88 90 92 94 96 98 ‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 6 Þróun útflutnings og framlag undirliða hans 2010-20161 Útflutningur vöru og þjónustu Sjávarafurðir Ál Þjónusta Skip og flugvélar Annar vöruútflutningur -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 7 2016201520142013201220112010 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. 2. Án reiknaðra tekna og gjalda innlánsstofnana í slitameð- ferð en með áætluðum áhrifum af uppgjörum búa þeirra og án áhrifa lyfjafyrirtækisins Actavis á þáttatekjujöfnuð fram til ársins 2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru- og þjónustujöfnuður Undirliggjandi þáttatekjujöfnuður2 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður2 Mældur viðskiptajöfnuður -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 Mynd 7 Viðskiptajöfnuður 2000-20161 ‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.