Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 3 12 ára. Af atvinnuvegafjárfestingu var það einkum fjárfesting utan stóriðju, skipa og flugvéla sem lagði til aukningarinnar en hún jókst um 22,6% frá fyrra ári. Á fjórðungnum varð einnig umtals- verð aukning í íbúðarfjárfestingu og greinilegt að eftirspurn eftir nýju húsnæði hefur aukist á undanförnum misserum en frá því að íbúðarfjárfesting var minnst í kjölfar fjármálakreppunnar hefur hún aukist um rúmlega 53%. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun nam fjárfesting í íbúðarhúsnæði einungis um 3% af landsframleiðslu í fjórðungnum en meðaltal síðustu þrjátíu ára er 4½%. • Í síðustu spám Seðlabankans hefur verið gert ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist við fyrsta áfanga álvers Norðuráls við Helguvík, ásamt því sem gert hefur verið ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við eitt kísilver. Í núverandi spá bankans er ekki gert ráð fyrir frekari framkvæmdum á vegum Norðuráls við Helguvík á spátímanum en þess í stað er gert ráð fyrir tveimur kísilverum til viðbótar. Þessi breyting ein og sér dregur nokkuð úr umfangi stóriðjufjárfestingar á spátímanum en vegna fyrirsjáanlegrar aukinnar fjárfestingar vegna viðhalds og aukinna umsvifa við orkuöflun eykst fjárfesting í stóriðju frá maíspánni þegar litið er á tímabilið í heild. • Atvinnuvegafjárfesting jókst um 15% frá fyrra ári á fyrsta fjórð- ungi ársins og er líkt og í maí búist við áframhaldandi kröftugum vexti á árinu. Gert er ráð fyrir hátt í fjórðungs vexti en í maí var búist við um fimmtungs vexti. Kröftugri vöxtur á fyrsta ársfjórð- ungi gefur einnig tilefni til að ætla að fjárfesting hins opinbera og fjárfesting í íbúðarhúsnæði verði meiri í ár en spáð var í maí. Því er áætlað að fjárfesting í heild vaxi í ár um ríflega 22% frá fyrra ári í stað 19% í maíspánni. Á næsta ári er spáð áþekkri þróun þótt vöxturinn verði heldur minni eða um 16½%. Gert er ráð fyrir að heldur bæti í vöxtinn árið 2016 ólíkt því sem var gengið út frá í maí og að hann verði tæplega 20%. Skýringin á þessu felst einkum í breyttum forsendum um stóriðjufjárfestingu á tímabilinu. Gangi spáin eftir verður hlutfall fjárfestingar ríflega 20% af lands- framleiðslu árið 2016 sem er áþekkt þrjátíu ára meðaltali þess. • Þrátt fyrir að landsframleiðslan hafi staðið í stað á fyrsta árs- fjórðungi samkvæmt tölum Hagstofunnar og verið töluvert undir því sem bankinn hafði spáð í maí er ekki talið tilefni til að gera miklar breytingar á hagvaxtarspánni fyrir árið í heild enda frávikið fremur talið endurspegla skekkju í áætlaðri dreifingu hagvaxtar innan ársins. Gert er ráð fyrir ágætum hagvexti það sem eftir lifir árs. Spáð er 3,4% hagvexti á árinu í heild, sem er 0,3 prósentum minni hagvöxtur en spáð var í maí en svipaður vöxtur og mældist á síðasta ári. • Líkt og í maíspánni er gert ráð fyrir að hagvöxtur aukist enn frekar á næsta ári og verði um 3,9% en þá fer saman kröftugur vöxtur einkaneyslu og töluverður þungi í fjárfestingu í orkufrekum iðnaði. Heldur hægir á hagvexti árið 2016 en hann er þó áfram kröftugur eða 2,8%. • Sem fyrr verður hagvöxtur næstu missera drifinn áfram af inn- lendri eftirspurn, einkum einkaneyslu og fjárfestingu einkaaðila, 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Breyting milli ára (%) Mynd 20 Hagvöxtur á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum 2008-20161 Ísland Helstu viðskiptalönd -8 -6 -4 -2 0 2 4 201620152014201320122011201020092008 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Vegna keðjutengingar er samanlagt framlag undirliða ekki endilega jafnt heildarbreytingunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 18 Þróun fjármunamyndunar og framlag helstu undirliða hennar 2010-20161 Fjármunamyndun alls Atvinnuvegir án stóriðju, skipa og flugvéla Stóriðja -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 2016201520142013201220112010 Skip og flugvélar Íbúðarhúsnæði Hið opinbera Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 19 Hagvöxtur og framlag undirliða 2010-20161 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Samneysla Fjármunamyndun -6 -4 -2 0 2 4 6 2016201520142013201220112010 Birgðabreytingar Utanríkisviðskipti Landsframleiðsla

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.