Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.08.2014, Blaðsíða 14
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 3 14 VMS þar sem þeir sem hafa misst bótarétt eru taldir með í hópi atvinnulausra. Atvinnuleysi minnkaði um 0,7-0,9 prósentur milli ára á öðrum fjórðungi ársins á báða mælikvarða og var 3,8% að teknu tilliti til árstíðar samkvæmt skráningu VMS en 4,7% á mælikvarða VMK. • Áfram má gera ráð fyrir að skráð atvinnuleysi mælist eitthvað minna en samkvæmt VMK á þessu ári. Spáð er að skráð atvinnu- leysi verði 3,7% í ár og að það verði komið niður í 3,4% árið 2016 sem er svipað og gert var ráð fyrir í maí. • Launahækkanir hafa verið heldur meiri að undanförnu samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Á fyrri helmingi ársins hækkaði launavísitalan um 5,2% milli ára. Vísitalan hefur hækkað um rúmlega 4% frá því að fyrstu kjara- samningar voru gerðir í desember sem er jafn mikil hækkun og samningsaðilar gengu út frá að yrði á árinu öllu (desember 2013 til desember 2014). • Hækkanir í nokkrum kjarasamningum sem gerðir hafa verið eftir að síðasta spá var unnin hafa verið nokkru meiri en gert var ráð fyrir þá. Launahækkanir vegna samninganna verða því heldur meiri í ár en þá var spáð. Hins vegar er gert ráð fyrir svipuðum hækkunum út spátímann þar sem áfram er búist við að gerður verði tiltölulega framhlaðinn þriggja ára samningur í upphafi næsta árs. Forsendur um annan launakostnað eru óbreyttar frá maíspánni en horfur eru á nokkru hægari framleiðnivexti á spá- tímanum þar sem vinnustundum fjölgar hraðar en þá var spáð. Því er spáð að launakostnaður á framleidda einingu aukist um 4,9% í ár í stað 4% í síðustu spá og að aukningin verði að meðaltali 4,1% á ári á spátímanum sem er liðlega 1 prósentu meiri aukning en í maíspánni. Því eru horfur á nokkru meiri verðbólguþrýstingi af vinnumarkaði á spátímanum en búist var við í maí. Verðbólga • Verðbólga mældist 2,3% á öðrum ársfjórðungi 2014 sem er 0,1 prósentu minna en gert var ráð fyrir í maíspánni. Megindrifkraftar verðbólgunnar á fjórðungnum voru sem fyrr af innlendum toga, þ.e. hækkun húsnæðisliðar og verðs almennrar þjónustu. Verðlækkanir á innfluttri vöru vógu hins vegar á móti að undan- skildu bensíni sem hafði nokkur áhrif til hækkunar vísitölunnar. • Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,17% milli mánaða í júlí sl. eftir að hafa hækkað um 0,4% í júní og nánast staðið í stað í maí. Lækkunina í júlí má rekja til útsöluáhrifa en á móti vó einkum hækkun flugfargjalda til útlanda. Útsöluáhrifin voru svipuð og fyrir ári en nokkru minni en áhrif vetrarútsölunnar í janúar sl. Ársverðbólga mældist 2,4% í júlí og var nánast óbreytt frá því rétt fyrir útgáfu síðustu Peningamála. Um helming ársverðbólg- unnar má rekja til húsnæðisliðarins og um 40% til verðhækk- unar almennrar þjónustu. Hún skýrist því nánast eingöngu af inn- lendum þáttum. Á móti vegur að verð innfluttrar vöru (án áfengis Mynd 26 Ýmsir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu Janúar 2010 - júlí 2014 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa Kjarnavísitala 4 án skattaáhrifa Vegið miðgildi1 Klippt meðaltal - bil hæstu og lægstu mælingar2 Verðbólgumarkmið 1. Mælikvarði á undirliggjandi verðbólgu þar sem tekin er verðbreyting vegins miðgildis undirliða vísitölu neysluverðs. 2. Undirliggjandi verð- bólga er mæld sem klippt meðaltal (e. trimmed mean) þar sem 10%, 15%, 20% og 25% þeirra undirliða sem breytast minnst og mest í verði eru undanskilin. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 2010 2011 2012 2013 2014 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Mynd 25 Undirliðir verðbólgu Framlag einstakra undirliða til verðbólgu janúar 2010 - júlí 2014 Prósentur Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir Vísitala neysluverðs (12 mánaða %-breyting) Heimild: Hagstofa Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 20142013201220112010 Mynd 24 Ýmsir mælikvarðar á verðbólgu1 Janúar 2010 - júlí 2014 0 2 4 6 8 10 12 20142013201220112010 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Samræmd vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa Kjarnavísitala 4 án skattaáhrifa Verðbólgumarkmið 1. Kjarnavísitala 3 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta, bensíns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðislána. Í kjarnavísitölu 4 er að auki markaðsverð húsnæðis undanskilið. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.