Peningamál


Peningamál - 13.05.2015, Qupperneq 30

Peningamál - 13.05.2015, Qupperneq 30
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 2 30 INNLENT RAUNHAGKERFI Íbúðafjárfesting jókst minna milli ára í fyrra en áður var talið Frá því að íbúðafjárfesting náði lágmarki sem hlutfall af landsfram- leiðslu eftir fjármálakreppuna hefur hún aukist um u.þ.b. helming (mynd IV-9). Í fyrra jókst hún um 15% milli ára en það er nokkru minna en spáð var í síðustu Peningamálum. Horfur eru einnig á heldur hægari vexti í ár en spáð var í febrúar þótt áætlað sé að hann verði meiri en í fyrra. Þannig bendir sementssala án stóriðju og inn- flutningur byggingarefnis til minni fjárfestingar á fyrsta ársfjórðungi en spáð var í febrúar. Mat Samtaka iðnaðarins er á sömu lund en sam- kvæmt þeim var hafist handa við færri nýbyggingar á fyrstu þremur mánuðum ársins en áður var áætlað vegna óhagstæðra veðurskilyrða og skorts á iðnaðarmönnum. Nú er gert ráð fyrir að byrjað verði á um 1.700 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári sem er um 300 færri íbúðir en áætlun Samtaka iðnaðarins í október sl. gerði ráð fyrir. Færri byrjanir hafa einnig áhrif á fjárfestingarumsvif næsta árs og að öðru óbreyttu verður lokið við færri íbúðir á því ári en áður var talið. Fjárfesting einn af megindrifkröftum hagvaxtar á næstu árum Á síðasta ári nam fjárfesting rúmlega 16½% af landsframleiðslu. Það er um fjórum prósentum minna en nemur meðaltali síðustu þrjátíu ára. Hins vegar er fjárfestingarþörfin meiri nú eftir að nýting fjármagns- stofnsins og almenn eftirspurn hefur aukist (sjá umfjöllun um nýtingu framleiðsluþátta síðar í þessum kafla). Spáð er að fjárfesting muni aukast um tæplega 23% í ár, einkum fyrir tilstilli aukinnar atvinnuvegafjár- festingar (mynd IV-10). Það er hátt í 10 prósentum meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í febrúar. Munurinn er hins vegar töluvert minni ef horft er fram hjá fjárfestingu í skipum og flugvélum en án hennar er nú spáð um 17% vexti í ár en í febrúar var gert ráð fyrir tæplega 16% vexti. Hið opinbera Áframhaldandi sögulega hægur vöxtur samneyslu og fjárfestingar hins opinbera Samneysla jókst um 1,8% í fyrra samkvæmt nýjustu tölum Hag- stof unnar en spá Peningamála í febrúar gerði ráð fyrir 0,9% vexti. Skýringin á meiri vexti liggur í endurskoðun Hagstofunnar á hreinum kaupum á vöru og þjónustu. Þannig voru t.d. kaup ríkissjóðs á óbeint Breyting Breyting 2013­2014 (%) 2014­2015 (%) (síðasta (síðasta Upphæðir í ma.kr. 2013 2014 2015 könnun) könnun) Sjávarútvegur (16) 8,9 5,9 8,9 -32,3 (-10,7) 50,5 (-16,9) Iðnaður (18) 5,9 4,7 3,8 -18,8 (-11,5) -20,3 (-17,9) Verslun (22) 5,1 5,0 5,9 -1,5 (-17,4) 17,1 (2,3) Flutningar og ferðaþj. (8) 8,2 9,9 21,4 20,7 (45,3) 115,2 (43,0) Fjármál/tryggingar (9) 4,4 5,1 5,6 16,0 (31,9) 8,7 (6,8) Fjölmiðla- og upplýsingatækni (7) 6,1 7,3 7,0 20,1 (19,3) -4,5 (-17,7) Þjónusta og annað (19) 8,1 13,1 10,3 61,7 (14,8 ) -21,2 (12,5) Alls 99 (102) 46,5 51,1 62,9 9,9 (12,1) 22,8 (6,3) 1. Innan sviga er samanburður við síðustu könnun þegar spurt var um fjárfestingaráform 102 fyrirtækja fyrir árin 2014-2015 (Peningamál 2014/4). Heimild: Seðlabanki Íslands. Tafla IV-1 Könnun á fjárfestingaráformum fyrirtækja (án skipa og flugvéla)1 1. Efri og neðri mörk þriggja vísbendinga um íbúðafjárfestingu. Vísbendingar eru innflutningur steypustyrktarjárns, innflutningur annars byggingarefnis og sementssala án sölu til stóriðjufyrirtækja. Við matið á bilinu eru stærðirnar endurskalaðar þannig að þær hafi sama meðaltal og staðalfrávik og mæld íbúðafjárfesting. Myndin sýnir hreyfanlegt meðaltal tveggja fjórðunga. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-9 Vísbendingar um íbúðafjárfestingu1 1. ársfj. 2004 - 1. ársfj. 2015 Íbúðafjárfesting Spá PM 2015/2 Miðgildi vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um íbúðafjárfestingu ‘07 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14‘09 ‘11 ‘13‘04 ‘05 ‘06 0 1 2 3 4 5 6 7 8 1. Efri og neðri mörk fimm vísbendinga um atvinnuvegafjárfestingu. Vísbendingarnar eru innflutningur fjárfestingarvöru á föstu verði og svör við fjórum spurningum úr könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Þær spurningar snúa að mati stjórnenda á efnahagshorfum til sex mánaða, hvernig þeir telja innlenda eftirspurn eftir vörum eða þjónustu þeirra fyrirtækis muni þróast á næstu 6 mánuðum, hvort þeir telji fjárfestingu þeirra fyrirtækis muni aukast á líðandi ári samanborið við fyrra ár og hvort framlegð fyrirtækisins muni aukast milli ára. Við matið á bilinu eru allar stærðirnar endurskalaðar þannig að þær hafi sama meðaltal og staðalfrávik og fjárfestingin. Myndin sýnir tveggja fjórðunga hreyfanlegt meðaltal. Vísbendingar fjárfestingar eru tafðar um tvo ársfjórðunga. Heimildir: Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-8 Vísbendingar um atvinnuvegafjárfestingu1 1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2015 Atvinnuvegafjárfesting Spá PM 2015/2 Miðgildi vísbendinga Efri og neðri mörk vísbendinga um atvinnuvegafjárfestingu ‘07 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14 ‘15‘09 ‘11 ‘13 0 5 10 15 20 25

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.