Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 61

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 61
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 61 Skekkjur í verðbólguspám yfir lengra tímabil Við mat á verðbólguspám til lengri tíma er horft á meðalskekkju spánna og staðalfrávik spáskekkjunnar. Meðalskekkja sýnir meðal- frávik spánna frá mældri verðbólgu. Meðalskekkjan gefur vísbend- ingu um hvort bjögun, þ.e. kerfisbundið ofmat eða vanmat, er fyrir hendi. Staðalfrávik er mælikvarði á breytileika spáskekkjunnar og þar með óvissuna í spánni. Spáskekkjan eykst jafnan eftir því sem spáð er lengra fram í tímann. Tafla 2 sýnir meðalskekkju og staðalfrávik í verðbólguspám Seðlabankans allt að fjóra ársfjórðunga fram í tímann frá árinu 1994 til og með ágústspánni í ár, þ.e. samtals í 81 spá. Samkvæmt töflunni hefur verðbólgu verið vanspáð tvo til fjóra ársfjórðunga fram í tím- ann og því meira sem lengra er horft fram á veginn. Meðalskekkjur spánna þrjá og fjóra ársfjórðunga fram í tímann reyndust vera töl- fræðilega marktækar frá núlli miðað við 5% öryggismörk sem þýðir að spárnar voru bjagaðar niður á við. Hins vegar finnst ekki marktæk bjögun í skekkjum í spám einn og tvo ársfjórðunga fram í tímann. Meðalskekkjan þrjá og fjóra ársfjórðunga fram í tímann litast mikið af reynslu áranna 2008 og 2009. Ef horft er fram hjá spám sem gerðar eru fyrir þau ár minnkar meðalskekkjan um 0,3 prósentur þrjá ársfjórðunga fram í tímann en um 0,4 prósentur fyrir fjóra ársfjórð- unga. Meðalskekkjan þrjá fjórðunga fram í tímann verður einnig töl- fræðilega ómarktæk frá núlli miðað við 5% öryggismörk en meðal- skekkjan fjóra fjórðunga fram í tímann er enn tölfræðilega marktæk. Frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp í mars árið 2001 hefur Seðlabankinn birt verðbólguspár tvö ár fram í tímann og þrjú ár fram í tímann frá mars 2007. Tafla 3 sýnir meðalskekkju og staðal- frávik spáskekkja frá því að bankinn tók upp verðbólgumarkmið. Samanburður staðalfrávika eins árs spáskekkju í töflu 2 annars vegar og í töflu 3 hins vegar sýnir að staðalfrávik eins árs spáskekkja er meira eftir að bankinn tók upp verðbólgumarkmið í samanburði við allt tímabilið, enda hafa sveiflur í verðbólgu þar til nýlega verið mun meiri eftir að flotgengisstefnan var tekin upp en hún var á tímum fastgengisstefnunnar á tíunda áratug síðustu aldar.2 Einnig er rétt að RAMMAGREINAR Tafla 1 Verðbólguspá fyrir árið 2014 Peningamál Endanleg Breyting frá fyrra ári (%) 2014/1 2014/2 2014/3 2014/4 útkoma Verðbólga 2,7 2,5 2,4 2,2 2,0 Verðbólga án áhrifa óbeinna skatta 2,6 2,4 2,4 2,1 2,0 Tafla 2 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans frá 1. ársfj. 1994 Einn Tveir Þrír Fjórir % ársfj. ársfj. ársfj. ársfj. Meðalskekkja 0,0 -0,2 -0,6 -1,0 Staðafrávik 0,6 1,6 2,2 2,5 Tafla 3 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans frá 2. ársfj. 2001 Fjöldi mælinga Meðalskekkja (%) Staðalfrávik (%) Fjórir ársfjórðungar fram í tímann 52 -1,2 2,7 Átta ársfjórðungar fram í tímann 48 -2,1 3,9 Tólf ársfjórðungar fram í tímann 22 -1,1 2,1 2. Sjá umfjöllun í skýrslum Seðlabankans, „Peningastefnan eftir höft“, Sérrit nr. 4, og „Val- kostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“, Sérrit nr. 7 (kafla 3, 4 og 12).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.