Peningamál - 04.11.2015, Side 61

Peningamál - 04.11.2015, Side 61
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 61 Skekkjur í verðbólguspám yfir lengra tímabil Við mat á verðbólguspám til lengri tíma er horft á meðalskekkju spánna og staðalfrávik spáskekkjunnar. Meðalskekkja sýnir meðal- frávik spánna frá mældri verðbólgu. Meðalskekkjan gefur vísbend- ingu um hvort bjögun, þ.e. kerfisbundið ofmat eða vanmat, er fyrir hendi. Staðalfrávik er mælikvarði á breytileika spáskekkjunnar og þar með óvissuna í spánni. Spáskekkjan eykst jafnan eftir því sem spáð er lengra fram í tímann. Tafla 2 sýnir meðalskekkju og staðalfrávik í verðbólguspám Seðlabankans allt að fjóra ársfjórðunga fram í tímann frá árinu 1994 til og með ágústspánni í ár, þ.e. samtals í 81 spá. Samkvæmt töflunni hefur verðbólgu verið vanspáð tvo til fjóra ársfjórðunga fram í tím- ann og því meira sem lengra er horft fram á veginn. Meðalskekkjur spánna þrjá og fjóra ársfjórðunga fram í tímann reyndust vera töl- fræðilega marktækar frá núlli miðað við 5% öryggismörk sem þýðir að spárnar voru bjagaðar niður á við. Hins vegar finnst ekki marktæk bjögun í skekkjum í spám einn og tvo ársfjórðunga fram í tímann. Meðalskekkjan þrjá og fjóra ársfjórðunga fram í tímann litast mikið af reynslu áranna 2008 og 2009. Ef horft er fram hjá spám sem gerðar eru fyrir þau ár minnkar meðalskekkjan um 0,3 prósentur þrjá ársfjórðunga fram í tímann en um 0,4 prósentur fyrir fjóra ársfjórð- unga. Meðalskekkjan þrjá fjórðunga fram í tímann verður einnig töl- fræðilega ómarktæk frá núlli miðað við 5% öryggismörk en meðal- skekkjan fjóra fjórðunga fram í tímann er enn tölfræðilega marktæk. Frá því að verðbólgumarkmið var tekið upp í mars árið 2001 hefur Seðlabankinn birt verðbólguspár tvö ár fram í tímann og þrjú ár fram í tímann frá mars 2007. Tafla 3 sýnir meðalskekkju og staðal- frávik spáskekkja frá því að bankinn tók upp verðbólgumarkmið. Samanburður staðalfrávika eins árs spáskekkju í töflu 2 annars vegar og í töflu 3 hins vegar sýnir að staðalfrávik eins árs spáskekkja er meira eftir að bankinn tók upp verðbólgumarkmið í samanburði við allt tímabilið, enda hafa sveiflur í verðbólgu þar til nýlega verið mun meiri eftir að flotgengisstefnan var tekin upp en hún var á tímum fastgengisstefnunnar á tíunda áratug síðustu aldar.2 Einnig er rétt að RAMMAGREINAR Tafla 1 Verðbólguspá fyrir árið 2014 Peningamál Endanleg Breyting frá fyrra ári (%) 2014/1 2014/2 2014/3 2014/4 útkoma Verðbólga 2,7 2,5 2,4 2,2 2,0 Verðbólga án áhrifa óbeinna skatta 2,6 2,4 2,4 2,1 2,0 Tafla 2 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans frá 1. ársfj. 1994 Einn Tveir Þrír Fjórir % ársfj. ársfj. ársfj. ársfj. Meðalskekkja 0,0 -0,2 -0,6 -1,0 Staðafrávik 0,6 1,6 2,2 2,5 Tafla 3 Skekkjur í verðbólguspám Seðlabankans frá 2. ársfj. 2001 Fjöldi mælinga Meðalskekkja (%) Staðalfrávik (%) Fjórir ársfjórðungar fram í tímann 52 -1,2 2,7 Átta ársfjórðungar fram í tímann 48 -2,1 3,9 Tólf ársfjórðungar fram í tímann 22 -1,1 2,1 2. Sjá umfjöllun í skýrslum Seðlabankans, „Peningastefnan eftir höft“, Sérrit nr. 4, og „Val- kostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum“, Sérrit nr. 7 (kafla 3, 4 og 12).

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.