Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 7

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 7
GLÓÐAFEYKIR 7 að bæta úr hið bráðasta. Lélegur húsaskostur stendur verzluninn fyrir þrifum, þrátt fyrir ýmsar endurbætur, sem gerðar hafa verið síðustu árin. Til þessa þarf mikið fé, sem nú er mjög torfengið, en verður samt að fást. Bifreiða- og vélaverkstœði félagsins, sem sett var á stofn fyrir nokkrum árum, af mikilli þörf fyrir slíkt fyrirtæki hér, og sem hefir gengið fjárhagslega mjög vel, er löngu búið að sprengja utan af sér það húsnæði, sem það hefir yfir að ráða. Er aðkallandi að úr því verði bætt hið bráðasta, en það kostar líka talsvert fé. Vöruskemmurnar á eyrinni, sem byggðar voru fyrir um 10 árum, eru algjörlega að verða ónýtar. Þær eru samt nauð- synlegar fyrir félagið sem geymsluhús, því komið getur fyrir að félagið þurfi húspláss samtímis fyrir um 2000 tonn af vörum. Endurbygging þeirra mun kosta hátt á annað hundrað þúsund. Þessi 3 verkefni þola raunverulega enga bið. Efvort hægt verður að gera eitthvað af þessu eða ekkert, það fer eftri ýmsum ástæðum, en það þyrfti að framkvæma þau öll — og það fljótt. Þetta er að mínu áliti mest aðkallandi, en raunverulega blasa verkefnin alls staðar við. Félagið var orðið svo langt á eftir eðlilegri þróun í bygg- ingarmálum, að verkefnin kalla mörg að samtímis. En með sam- stilltum vilja og samvinnu er vissulega hægt að koma þeim í fram- kvæmd og búa félaginu þannig aðstöðu, að það svari því þjónustu- hlutverki, sem því er ætlað. Samvinnumenn eiga að einbeita kröftum sínum að því. Vissulega greinir okkur á um menn og félagsleg málefni — það er ekkert við því að segja og raunar eðlilegt. — Heil- brigða gagnrýni — byggða á rökum og drengskap, er ekki að lasta — síður en svo — hún er nauðsynleg og sjálfsögð. — En moldvörpu- starfsemi skulum við forðast — heldur kryfja vandamál okkar og ágreining til mergjar á drengilegan hátt í anda samvinnu og sam- starfs. Það er leiðin til að mæta erfiðleikum og yfirstíga þá. Það er leiðin til að ganga götuna fram til góðs — okkur sjálfum og þeim, sem við erum að búa í haginn fyrir. Góðir samvinnumenn! Við skulum vera minnugir þess, að horn- steinarnir, sem við þurfum að byggja á og verðum að byggja okkar samvinnustarf á — er fjárhagslegt öryggi og félagslegur þroski. — Þetta hvorutveggja þarf að fara saman — annars getur hættu að höndum borið. Verum samtaka um að bægja þeirri hættu frá. Vinnum heilhuga að velferð og þróun Kaupfélags Skagfirðinga og samvinnuhugsjónarinnar. Sveinn Guðmundsson.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.