Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 11

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 11
GLÓÐAFEYKIR II Samvinnufélag Fljóíamanna, Allt fram um síðustu aldamót sóttu Fljótamenn verzlun sína vmist í Hofsós eða til Siglufjarðar. Með lögum frá 18. desember 1897 varð I la<mes\ ík löggiltur \ erzlunarstaður. Fvrst hóf þar \ erzl- un Einar B. Guðmundsson, hreppstj. og dbrm. á Hraunum árið 1900. Síðan komst verzlun þessi í eign Gránufélagsins, og um árið 1913 keyptu Hinar sameinuðu ísl. verzlanir verzlun þessa og rak hana fram á árið 1923. að lnin hætti störfum. Á árunum 1912 til 1914 var fyrir forgöngu séra Jónmundar Halldórssonar prests á Barði rekin kaupfélagsverzlun í Haganesvík. Félagi þessu farnað- ist illa fjárhagslega, og hætti störfum á árinu 1914. Auk framan- greinds verzlunarreksturs voru Flj«')tin um nokkurt árabil deild í Kaupfélagi Skagfirðinga. og voru gerðar pantanir á vörum tvisvar á ári. og vörum skipt upp um leið og þær komu. Arið 1919. hinn 4. janúar, komu nokkrir áhrifamenn tir Holts- og Haganeshreppum sarnan og ræddu um stofnun kaupfélags fyrir Jaessa tvo hreppa, sem s\o leiddi til þess að stofnfundur var hald- inn hinn 3. febr. 1919. lög samþykkt, stjórn kosin og félaginu gefið nafnið Sam\ innufélag Fljótamanna. Á stofnfundinum skrifuðu 35 bændur undir lög félagsins. en brátt bættust margir fleiri í félagið. Sem eðlilegt var voru margir byrjunarörðugleikar. Fyrir haustið 1919 var btiið að koma upp sláturhúsi í Haganes- \ ík. sem hægt var að slátra í 250 til 350 kindum á dag. Kjöt var allt saltað til ritflutnings, og afhent SÍS til sölumeðferðar. Á þessum árum var ófrenrdar ástand ntikið á kjötsölu til Siglu- fjarðar nteð undirboði bænda hver fyrir öðrum. Tii að ráða bót á þessu ófremdarástandi stofnuðu Sam\ innufélög Fljótamanna og Kaupfélag Fellshrepps í Hofsós útibú á Siglufirði árið 1928. sem var gefið nafnið Kjötbiið Siglufjarðar, revstu þar sláturlnis og kjötbiið og hófu skipulega rekstra á sláturfé til Siglu- fjarðar sumar og haust, og seldu kjöt þar allt árið. Bvggingarnar þar eru: \rönduð kjötbiið með skrifstofu, \röru- geyrnsla, fyrstihús fyrir 60 smálestir af kjöti, vönduð pylsugerð með fullkomnustu pylsugerðarvélum, reyklnis o. fl. auk þess sláturhiis, sem ekki hefir \erið starfrækt síðustu árin, þar eð öllu fé hefir

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.