Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 35

Glóðafeykir - 01.06.1955, Blaðsíða 35
GLÓÐAFEYKIR 35 Nokkur atriði úr aðalfundarskýrslu Kaupfélags Skagfirðinga árið 1954. Féiagsmenn eru í árslok 1135 og hefir fjölgað um 24 á árinu. Heildar vörusala á innlendum og erlendum vörum, svo og sala fyrir- tækja félagsins nam 28,5 millj. króna og hafði hækkað um 5,5 millj. frá árinu áður. Afgreitt var fyrir Olíufélagið um 1500 tonn af benzíni og gas- olíu, að verðmæti um 1,6 milljónir króna. Nemur því heildarsala og umboðssala rúmlega 30 millj. króna á árinu. Vörubirgðir voru ríflega afskrifaðar og bókfærðar í árslok á 1,8 millj. króna. Allar fasteignir félagsins, ásamt vélum og tækjum voru bókfærð- ar á tæpar 6 milljónir, en höfðu verið afskrifaðar á árniu um rúm- lega 1 milljón króna. Sameignarsjóðir félagsins námu í árslok 2,2 milljónum en Stofn- sjóður félagsmanna 1,1 milljón króna. Innstæður hafa aukist nokkuð, en skuldaaukning hefir orðið all- teruleg hjá viðskiptamönnum, sem stafar m. a. af mjög miklum byggingum og ræktunarframkvæmdum á félagssvæðinu, svo og stór aukinni fjölgun sauðfjár. Einnig stafar skulda aukningin að nokkru, af ónógu eftirliti með vörulánum, en því eftirliti er mjög erfitt að koma við með því fyrirkomulagi, senr er á vöruafgreiðslu hjá félaginu. Má búast við að einhverja breytingu þurfi að gera í afgreiðslu- fyrirkomulaginu fyrr eða seinna, sem yrði þá sennilega á þann veg, að útlánin væru sem mest á einni hendi, en vörurnar staðgreiddar við móttöku í búðum og á afgreiðslustaðnum. Mikil vinna myndi sparast við þetta, dreyfingarkostnaður minnka og afkoma félagsins batna. Slátrað var um 18 þúsund fjár og var meðalþungi dilka 14.11 kg, Haustið 1953 var slátrað tæpum 12 þúsund dilkum. Endanlegt \ erð til framleiðenda var þá krónur 14.50 pr. kg. af

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.