Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 23

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 23
GLÓÐAFEYKIR 23 Sr. Sveinn Víkingur: „ . . . Vafalaust er nauðsynlegt að setja hverjum skóla reglur og iög og halda þar uppi skynsamlegum aga, þar sem haldnar eru í heiðri gTundvallarreglur siðaðs samfélags, en leti, ódrengskapur og eigingjarnt tillitsleysi hljóti sín maklegu málagjöld. En það, sem allra mestu varðar, hygg ég þó að sé þetta, að skólinn geti orðið líf- ræn starfsstöð, helguð þjónustunni við lífið og æðstu verðmæti þess, sem eru miklu víðtækari og meiri en þekkingin ein. Þar á hið unga líf að fá að njóta frelsis til þess að þroskast og gróa með eðlilegum hætti, þroskast til aukinnar hæfni og fræðslu, þar sem kennslan stefnir fyrst að því að vekja hinn lifandi áhuga. Eitt er það, sem ekki má fyrirgefa neinum kennara og allra sízt má hann fyrirgefa sér það sjálfur. Það er að sjúga áhugann úr brjóstum nemendanna eins og merg úr legg og ríghalda kennslu sinni í skorðum staðnaðr- ar hefðar.“ (Myndir daganna II.) Benedikt Gröndal: „Með tímanum settist sú hugsun alltaf fast í mig, að þetta dygði ekki, jeg yrði að gera eitthvað; jeg var þarna hjá vandalausum mönnum, sem engar skyldur höfðu við mig, sem gátu skipað mjer burtu hvenær sem vera skyldi og rekið mig burtu hjálparlausan og út í vandræði. Jeg man nú ekki hvernig til talaðist, nema nokkuð var það, að það var ráðið að jeg skyldi taka katólska trú, en þetta var allt með kulda og deyfð; þeir hlutu að finna að mig vantaði alla sannfæringu og allan hita, og þegar þetta loksins varð, þá var það svo ócerimonielt og privat sem hugsast gat, tveir af klerkunum voru við, líklega sem vottar, og forstöðumaðurinn sá þriðji; jeg „lagði hönd á bók“ (biblíuna) og lofaði einhverju, sem jeg strax gleymdi, en sagði við guð: „þú veizt að jeg geri þetta nauðugur.“ Þar með var þetta búið. Þetta skeði í klausturkapellunni alveg einslega.” (Úr „Dægradvöl").

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.