Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 44

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 44
44 GLOÐAFEYKIR Ragnar, bóndi í Garðakoti í Hjaltadal, Garðar, bóndi í Neðra-Ási og Hróar Laufdal, byggingameistari á Akureyri. Björn á Narfastöðum var þrekinn meðalmaður á vöxt, fölleitur í andliti og skarpleitur, ennið mikið og hátt, svipfarið festulegt, mað- urinn allur ákveðinn og ekki vílsamur. Hann var greindur vel, hugsaði mikið um þjóðmál, fylgdist þar með hverri hræringu af brennandi áhuga, tók hiklausa afstöðu og hafði fastmótað skoðana- far. Hann var skörungur í ræðustóli, opinskár og óveill í málflutn- ingi, rómurinn mikill og snjallur, ræðan brýnd af ríkum skapsmun- um, fastorður, harðskeyttur og rökfimur, óbilgjarn við andstæðinga og illvígur nokkuð á stundum. Eitt sinn að loknum pólitískum fundi, löngum og hörðum, kallaði Björn voldugri röddu til andstæð- inga sinna, er þeir héldu úr hlaði, og sagði þeim að fara norður og niður; en samherjum bauð hann heim til sín upp á liinar beztu veitingar og lék á als oddi, enda mun honum hafa þótt sem eigi hall- aði á hans menn í bardaganum. En fús var Björn til samstarfs og sátta, og er sá jafnan háttur góðra drengja. Á langri ævi gegndi Björn ýmsum trúnaðarstörfum, sat m. a. í hreppsnefnd og var oddviti hennar urn skeið. Hann var einlægur og heilhuga samvinnumaður og hélt jafnan á málstað samvinnustefn- unnar af fullri einurð og óbifanlegri festu. Trúmaður var hann og kirkjuvinur, söngvís og raddmaður mikill, ágætur bassamaður. Björn á Narfastöðum verður jafnan eftirminnilegur þeim, sem manninn þekktu. Jóhann Jónasson, bóndi í Litladal í Dalsplássi, lézt 7. sept. 1952. Fæddur var hann á Stekkjarflötum í Austurdal 29. des. 1872, sonur Jónasar bónda þar og síðar í Litladal, Jóhannssonar, bónda á Stekkj- arflötum, Hrólfssonar, og konu hans Ingibjargar Hinriksdóttur, hafnsöoumanns í Hliðsnesi á Álftanesi, Guðnnmdssonar í Hákoti. Jóhann ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim 6 ára gamall að Litladal, þar sem heimili hans stóð æ síðan. Tók búfræði- próf frá Hólaskóla 1895. Stundaði síðan barnakennslu og jarðabóta- vinnu næstu árin. Bóndi í Litladal frá 1909 til æviloka. Árið 1903 gekk Jóhann að eiga Hólmfríði Guðrúnu Helgadóttur Jónssonar, bónda á Frostastöðum og víðar, Pálssonar, — og konu hans Elínar Eggertsdóttur, bónda í Stafni í Deildardal o. v., Þor- steinssonar. Börn þeirra Jóhanns og Hólmfríðar eru: Vilhelm, bóndi i Laugardal (áður Litladalskot) og Ingibjörg, húsfreyja að Klauf í Eyjafirði. Son misstu þau hjón 18 ára gamlan, Jónas (d. 10. ág. 1924).

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.