Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 5

Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 5
Orðabankinn gagnast öllum þeim sem ijalla um sérfræðileg efni. Með einni leit í orðabankanum er hægt að leita samtímis i öllum orðasöfnum hans. í orðabankanum fæst þannig góð yfirsýn yfir merkingarsvið þess flettiorðs sem leitað er að hverju sinni. Þetta auðveldar þeim sem eru að búa til orðasöfn að átta sig á þeim íslenska íðorða- forða sem fyrir er í ýmsum greinum. Ef flettiorðið er að finna í fleiri en einu safni koma þær upplýsingar fram. Á eftirfarandi mynd sést hvernig má leita í mörgum söfnum í einu. Hér er leitarorðið bogi og kemur það fyrir í ýmsum orðasöfn- um. ORÐABANKI dorahaf@ismaf.hi.is SLAÐU INN LEITARORÐ TUNCUMAL ORÐASÖFN bogi leita leita betur | Q. •<T3 'JE' Bilorð Byggíngarlist Byggingarverkfræði (jarðfræði) Eðlisfræði Ld bogi bogi bogi bogi bogi bogi [danska] bue [enska] arch [þýska] Bogen [Byggingarlist] [sh.] ljósbogi [enska] arc [Bílorð] [sh.] hringbogi [enska] arc [Eðlisfræði] [enska] arc [Eðlisfræði] [enska] arch [latína] arcus [Læknisfræði] [sh.] ljósbogi [enska] arc [sænska] strále [þýska] Strahl [Málmiðnaður] bogi -> liósbogi [Raftækniorð] bogi [enska] arc [sænska] ljusbáge [þýska] Lichtbogen [Rafitækniorð] bogi [Réttritunarorðabók] Bogi [Réttritunarorðabók] Leitin bar árangur u.þ.b. 11 sinnum. Birta næstu færslur á effir Sá sem leitar í orðabankanum gæti einnig valið að takmarka leit sína strax í upphafi við ákveðið orðasafn. Eins er hægt að leita í öllum söfnum í upphafi og velja svo áfram eitt ákveðið orðasafn. Á eftirfarandi mynd hefur Orðasafn um byggingarlist verið val- ið sérstaklega: 5

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.