Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 6

Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 6
ORÐABANKI dorahaf@ismal.hi.is SLÁÐU ÍNN LEITARORÐ TUNGUMÁL ORÐASÖFN 1 bogi r islenska 3 Bílorð Byggingarlist leita | leita betur | hjálp Byggingarverkfræði (jarðfræði) Eðlisfræði m Bygginearlist (arkitekt@ismal.hi.is~) [íslenska] bogi kk. [skilgr.] bogadregin burðarhleðsla úr steini milli tveggja stoða og situr hvor endi á bogasæti [skýr.] Milli boga og bogasætis er bogasætisbrík. Steinamir sem mynda bogann nefnast íleygsteinar en efsti steinninn lokasteinn: myndar oftast op í vegg fyrir glugga eða dyr; gegndi fyrst mikilvægu hlutverki í rómverskri byggingarlist og tók við hlutverki grísku þverhlaðanna. Einföldustu gerðir boga era hálfhringbogi. einkennandi fyrir byggingarlist Rómveija og síðar í rómönskum stíl, og sneiðbogi. Skyldur þeim er skeifubogi algengur hjá Normönnum og Engilsöxum í Englandi og einnig í íslamskri byggingarlist. Oddbogi og lensubogi tilheyra báðir gotneskum stíl. Broddbogi er einkennandi fyrir síðgotneskan og íslamskan stíl. Laufabogar. t.d. þrílaufabogi, fímmlaufabogi og marglaufabogi eru afbrigði sem til eru í byggingarlist Mára, rómönskum stil og einnig á miðöldum. Okbogi er hlaðinn inn í vegg, ofan við þverbita yfir opi, og léttir þunganum af honum [danska] bue [enska] areh [þýska] Bogen Með því að smella með músinni á nafn orðasafns er unnt að fá ffekari upplýsingar um safnið. I orðabankanum er aðgangur að pósthólfi þar sem notendum gefst kostur á að koma athugasemdum á framfæri, bæði við ritstjóra orðabankans og við ritstjóra einstakra safna. Orðabankinn skiptist í tvo hluta. Svo- kallaður birtingarhluti orðabankans er hinn sýnilegi orðabanki, þ.e, sá hluti bankans sem allir geta leitað í á slóðinni www.is- mal.hi.is/ob. Vinnsluhluti orðabankans er ætlaður til orðabókarsmíða og er skráning- arkerfi fyrir orðasöfn. Hann skiptist í svæði sem hvert og eitt tilheyrir höfundi tiltekins orðasafhs. I vinnsluhlutanum geta bæði ver- ið orðasöfn í frumvinnslu og í endurskoðun. Almennir notendur hafa engan aðgang að vinnsluhlutanum. 6

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.