Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 18

Málfregnir - 01.12.2003, Blaðsíða 18
sögunnar.2 í Geirshólma voru samt sem áð- ur engar sjáanlegar fomleifar. Svipað var uppi á teningnum þegar grafið var á Berg- þórshvoli fáeinum ámm síðar. Þar voru reyndar notaðar hávísindalegar aðferðir, t.a.m. var hvítt efni, sem fannst við rann- sóknina, sent í efnagreiningu sem var alger nýjung í fornleifarannsókn á Islandi og þótt víðar væri leitað. Niðurstaðan var afgerandi: Efnið var skyr og ekki bara eitthvert skyr heldur skyr Bergþóru.3 Fornleifafræðingar nútimans komast ekki að slíkum niðurstöðum enda hafa áherslur í greininni breyst mikið. Nú er reynt er að setja niðurstöður fornleifarann- sókna í stærra samhengi en áður þekktist. Spurt er flókinna rannsóknarspurninga á borð við: Hvert var heilsufar íslendinga til forna? Hverjir voru neysluhættir íslenskrar yfirstéttar? Hvaða áhrif hefur byggð haft á gróðurfar? Hvernig þróaðist íslenskt samfé- lag á fyrstu öldum byggðar? Til að svara svo margþættum spurningum þarf vísindamenn með ólíkan bakgrunn og nú er svo komið að fomleifafræðinni tilheyra margar undir- greinar. Gripafræði, fornvistfræði, beina- fræði og fornmeinafræði, jarðvegsffæði, dýrabeinafræði og landslagsfornleifafræði. Það kann að hljóma ótrúlega að ekkert formlegt orðastarf hafi verið unnið í grein- inni fram að þessu - það er svo sannarlega þörf á því. Þegar ffæðigrein er orðin svona flókin og margþætt er grundvallaratriði að hugtök séu vel afmörkuð og skilgreind bók- staflega til að fólk tali sama tungumálið. Kristján Eldjárn var fyrsti Islendingurinn sem hélt utan til náms í fornleifafræði og átti síðan langan og farsælan feril sem fomleifa- fræðingur og síðar þjóðminjavörður. Hann var mjög afkastamikill og eftir hann liggur fjöldi greina og fræðirita. Það er athyglisvert að Kristján gerði sér far um að móta orða- forða fornleifafræðinnar og var mjög með- vitaður um orð og hugtök sem hann tók sér í munn. Er óhætt að segja að hann hafi fært urnræðu í greininni á vísindalegra stig en áður hafði þekkst. Stundum ræðir hann ein- stök hugtök í upphafi rita sinna og rökstyð- ur af hveiju hann velur að nota þau en ekki einhver allt önnur. Dæmi um þetta finnst í því ffæga riti Kuml og haugfé þar sem Krist- ján útskýrir í formála hvers vegna hann kýs að nota orðið kuml um legstað heiðins manns. Hann felldi sig ekki við dys eða haug enda þótti honum þau orð gefa of sterkt til kynna útlit og gerð grafarinnar. „Orðið,“ segir Kristján um kuml, „á að vera samheiti, algjörlega hlutlaust um gerð leg- staðarins.“4 Haugfé var líka nýtt ffæðiorð, samheiti yfir allt það góss sem finnst í gröf- um heiðinna manna. Annað dæmi um nýjung hjá Kristjáni í öðru riti er orðið klé- berg yfir innfluttan nytjastein sem algengur var á íslandi allt frá landnámi og fram eftir öldum. Fram að því höfðu menn yfirleitt tal- að um tálgustein en það felldi Kristján sig ekki við enda var það notað jöfnum höndum um ýmsar tegundir innlendra, mjúkra steina. Lagði hann því til orðið kléberg og studdi tillögu sína ágætum rökum, steinninn hét nefnilega á norsku kleber og taldi Kristján að orðið hefði verið lifandi á íslandi við landnám. Því til stuðnings benti hann á ör- nefnið Kléberg á Kjalarnesi.5 Þetta eru fýrstu afgerandi dæmin um vel rökstudda hugtakanotkun í fomleifafræði á Islandi. Þótt orðin, sem þannig bættust við, séu ekki ýkja mörg er óhætt að segja að Kristján hafi lagt traustan grunn að orða- starfi í greininni og öll þessi orð, þ.e.a.s. 2 Sigurður Vigfússon. 1881. „Rannsókn á blóthúsinu að Þyrli og fleira í Hvalfirði og um Kjalarnes." Arbók hins íslenzka fomleifafélags, bls. 71-72. 3 Storch, V. 1887. „Efnafræðislegar rannsóknir með viðhöfðum sjónauka á einkennilegu efni, fundnu við útgröft þann, er Sigurður Vigfússon framkvæmdi á Bcrgþórshvoli..." Viðbætir við Arbók hins íslenzka fornleifafélags, bls. 1-18. 4 Kristján Eldjárn. 1956. Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi, bls. 9. Norðri, Akureyri. 5 Kristján Eldjám. 1951. „Kléberg á íslandi." Árbók hins íslenzka fornleifafélags, bls. 41-62. 18

x

Málfregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfregnir
https://timarit.is/publication/1146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.