Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 190

Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 190
188 HEIMIR ÞORLEIFSSON SKIRNIR fiskur). Sá kafli er um 50 dálkar, og eru aðeins 5—10 af þeim eftir Gils Guðmundsson. I sagnaritun er alsiða að setja fram texta á léttan, og það sem stundum er kallað alþýðlegan hátt (popularisera). Gils Guðmundsson stendur framar- lega í þessari íþrótt. Honum er lagið að gera langa sögu stutta, draga saman efni og umskrifa það á kjarngóðu máli. Beztum tökum á slíku hefur Gils líklega náð í bókunum Oldin okkar og Oldin sem leið, enda njóta þær mak- legra vinsælda. En er þá ekki Togaraöldin bók í þessum dúr, þar sem hún er ekki a.m.k. hálffræðileg eins og Skútuöldin? Þessari spumingu tel ég að svara beri neitandi. Höfundur hefur allt of oft sparað sér fyrirhöfn með því að taka upp Ianga orðrétta texta. Afleiðing þess er sú, að stílgáfa Gils Guð- mundssonar nýtur sín ekki að marki í bókinni, hún er hröngl úr ýmsum áttum. Því finnst mér ólíklegt, að menn lesi Togaraöldina 1 í heild sér tii skemmtunar. Hins vegar má sjálfsagt lesa einstaka búta úr henni sér til ánægju og fróðleiks, en þann fróðleik má að vísu allan fá annars staðar í aðgengilegum texta. Eins og áður sagði eru u.þ.b. 200 dálkar Togaraaldar 1 lagðir undir myndir, smáar og stórar, sumar í lit. Prentun og uppsetning mynda hefur nær undantekningarlaust tekizt vel og oft með ágætum. En þá er að athuga heimildargildi mynda og myndatexta. Þær kröfur verður að gera til höfundar og útgefanda, að lesendur séu ekki leiddir á villigötur með myndavali eða myndanotkun. I sögulegu riti, sem fjallar um ákveðið tímabil, þykir sjálfsagt, að mynd- efni sé frá eða a.m.k. fjalli um hið umrædda tímabil hverju sinni. Það leiðir fólk í villu að hafa myndir af togurum frá því á árunum milli stríða í bók, sem fjallar um aldamótaárin, t.d. myndin á bls. 92. Textinn við þessa mynd hljóðar svo: „Grimsbytogari um aldamót." Þetta er alrangt. Myndin sýnir togara sem hefur loftnet uppi, en loftskeytatæki komu ekki í togara fyrr en um 1920. Þá er líka villandi að sjá mynd af fiskikorti, sem sýnir helztu togslóðir og lesendur gætu haldið, að væru þær slóðir, sem Bretar fiskuðu á um aldamótin. I ljós kemur hins vegar, að kortið var gefið út eftir árið 1946 (bls. 36-37). Verst er þó, ef myndir eru notaðar til þess að spinna upp einhvers konar myndasögu, sem ekki á sér stað í veruleikanum, en þetta hefur að minni hyggju verið gert á bls. 212—216. Tilgangur með myndasögunni er vafalaust sá að töfra fram æsilegt auglýsingaefni fyrir bók og útgefanda. Rifjum nú upp eina af auglýsingunum (Morgunblaðið 15. des. 1981). „I bókinni er t.d. einstæð myndasyrpa af töku breskra landhelgisbrjóta fyrir austan land skömmu eftir aldamót. Fylgst er með togaratökunni allt frá því að varð- skipsmenn búa sig undir að fara um borð uns komið er með togarana inn til Seyðisfjarðar, þar sem afla þeirra og veiðarfærum var skipað á land og gert upptækt." Hér er sagt eða a.m.k. látið í það skína, að myndimar, níu að tölu, greini frá ákveðnu atviki, „togaratökunni“. I bókinni cr þetta orðað svo: „Þessi mynd og hinar næstu eru teknar vorið 1908." Þetta er alls ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.