Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1963, Qupperneq 26

Jökull - 01.12.1963, Qupperneq 26
VatnajökulsleiSangur 1963 The Vatnajökull Expedition June 1963 Lagt var upp frá Lakjarkoti Guðmundar Jónassonar laugardaginn 1. júní kl. 16.00. Far- arstjórar voru þeir Stefán Bjarnason og Magnús Eyjólfsson, Er eftirfarandi skýrsla rituð eftir dagbókum þeirra. Ferðin var gerð til- þess að mæla vetrarsnjó á Vatnajökli og bæta ofan á snjómöstrin hjá Pálsfjalli og Grímsvötnum, mæla yfirborðshæð Grímsvatna miðað við Depil og dytta að skál- anum á Grímsfjalli. Til þessara starfa fóru auk fararstjóranna: Elalldór Gíslason Sigurður Waage Margrét Sigþórsdóttir Elaukur Elafliðason Ólafur Friðfinnsson Magnús Elallgrímsson Grímur Þ. Sveinsson Gegndi hinn síðastnefndi störfum póstmeist- ara á Grímsfjalli eins og að undanförnu. Átta Ármenningar höfðu samflot með leið- angrinum. Fararstjóri þeirra var Árni Kjartans- son, en farartæki Gusi. Leiðangursmenn höfðu báða vísla Jöklarann- sóknafélagsins til fararinnar. Færi var blautt og þungt inn með Ljósufjöll- um, og var ekki kornið í Jökulheima fyrr en kl. 0330 um nóttina eftir því nær 12 klst. ferðalag. Sunnudagur 2. júní. Þótt liðið væri á nótt, var þegar gengið í að koma snjóbílunum, far- angri og 800 1. af benzíni inn á jökul. Var því lokið kl. 1030, eri síðan sofið til kl. 1500. Þá var tekið til að setja eldhús á sleða, ganga frá farangri, setja upp veðurathugunartæki í Jökul- heimum og bora fyrir tveimur stöngum til leysingamælinga á Tungnárjökli, 500 m og 2500 m frá jökuljaðri. Þá var sett talstöð í annan vísil- inn. Öllu þessu var lokið á níunda tímanum, og var þá gengið til náða, en fótaferð ákveðin um fjögurleytið. Mánudagur 3 júni. Lagt var upp frá Jökul- heimum kl. 05 og farið sunnan undir Nýja- felli á jökul. Nyrðri leiðin má heita ófær, og vantar ekki nema herzlumun til þess, að jökul- laust verði allt í kringum Nýjafell, hvaða áhrif sem það kann að hafa á farveg Tungnár þar efra. Kl. 2030 uni kvöldið var komið að mastr- inu norðan Pálsfjalls. í sama mund bilaði Jök- ull II, hafði brætt úr sér. Var þá „tjaldað og gengið til hvílu eftir tæplega sólarhrings basl í hnédjúpum krapasnjó og slæmu færi. Veður gott, hiti 6—8 st., logn og skyggni 150—200 m. Snjór gljúpur, förin eftir bílana 8 cm djúp.“ Þriðjudagur 4 júní. KI. 1320 var haldið áleið- is til Grímsvatna. Var stýrt eftir áttavita, því að skyggni var mjög slæmt. „Kl. 2145 komum við upp úr þokunni í réttri stefnu á Vestur- hnjúk Grímsfjalls. Blasti þá við okkur dýrlegt útsýni suður á Oræfajökul og norður til Kverk- fjalla. — Að skála var komið um miðnætti.“ Miðvikudagur 5. júní. Árla morguns var hald- ið ofan að Grímsvatnamastri til snjómælinga. Frá toppi að snjó voru 376 cm, en voru 780 cm vorið áður. Ákoma því 404 cm. Vatnsgildi var frá 0,49—0,65 gr/cm3, meðaltal 0,52, og saman- lagt vatnsgildi ársákomu 2100 millimetrar. Þá var ekið vestur yfir Grímsvötn í stefnu á Depil og lesinn hæðarmælir með 1000 m milli- bili. Hæðarmunur á sléttunni og Depli mældust 49 m og Litlamósa 9,8 m. Hafði yfirborð „Vatn- anna“ því hækkað um 14 m síðan vorið áður eða 3,8 cm á sólarhring. Miðja vegu á Grímsvötnum var boruð hola, 520 cm djúp. Neðstu 30 cm voru íshröngl, og auk þess var ryklag í 500 cm dýpi. Meðalvatns- gildi var 0,62 og vatnsgildi vetrarákomu 3100 mm. Var þessu öllu lokið kl. 2320 og ekið sem hraðast heim í skála. Veður og færi með ágætum. Fimmtudagur 6. júni. Dagurinn rann upp hjá flestum undir hádegisbil. Uti var SA-strekking- ur, 1,5° liiti, skýjað og lélegt skyggni. Var ákveð- ið að halda kyrru fyrir til miðnættis, en aka þá til Öræfajökuls. Um daginn var farið ofan í is- hellana og gekk allt að óskum. Um kvöldið var veður og hitastig óbreytt og færi slæmt. Var því haldið kyrru fyrir. Föstudag 7. júní vakti Grímur póstur okkur JÖKULL 196 3 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.