Jökull


Jökull - 01.12.1975, Side 48

Jökull - 01.12.1975, Side 48
Myncl 1. Tjaldborg og skálinn við Hálfdánar- Mynd 2. Tjaldmýri og Esjufjallarönd. öldu á Breiðamerkursandi. ið var um Skálabjörgin, hugað að gróðri og skoðaðar leifar Jöklaskálans, er eitt sinn stóð fremst í Skálabjörgum, en hann fauk fyrir nokkrum árum. Farið var ofan í kerið, sem er fyrir framan Skálabjörg, en þar eru miklir ís- hellar og vatnsgöng. Þá var og gengið á Stein- dórsfell (Lyngbrekkutind). Af Steindórsfelli sér vítt yfir. í vestri sjást Öræfajökull, Mávabyggðir og Vesturbjörg, í norðri eru Esjan og Austur- björg, í austri sjást Veðurárdalsfjöll og Þverár- tindsegg en til suðurs sér á haf út. A milli Vest- urbjarga og Skálabjarga sér niður í Fossadal. Þar eru mörg jökullón, ísjakar flóta með hlíð- um. Þennan dag var þurrt og ágætis veður. En aðfaranótt miðvikudags hvessti skyndilega af norðaustri. Varð fáum svefnsamt það sem eftir lifði nætur, enda áttu flestir í hinu mesta basli Mynd 3. í Tjaldmýri. við að hemja tjöld sín. Strax um morguninn var því ákveðið að fella tjöldin og halda af stað niður. Gekk ferðin vel þrátt fyrir hávaða rok alla leiðina og var komið niður að Breiðá um kl. 7. Nokkur tjöld höfðu verið skilin eftir við Breiðá, er gangan hófst. Var nú lágt risið á tjaldborginni þeirri, er til baka var komið, því að jafnhvasst hafði verið á láglendinu og uppi á jöklinum. Eiginkonur tveggja göngumanna dvöldu i skálanum og gættu tjalda og barna þessa daga og þennan daginn höfðu þær haft ærinn starfa við að fella tjöld og bera farg á önnur. Á miðvikudagskvöld skiptist hópurinn, en flestir héldu í Skaftafell og héldu þar áfram gönguferðum í Malljorkaveðri. Valur Jóhannesson. Mynd 4. Einar, Gunnar, Sigrún, Hörður, Hildigunnur og Inga. 46 JÖKULL 25. ÁR

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.