Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 80

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 80
Öldufellsjökull 1 bréfi með mæliskýrslunni segir Kjartan: „Framskriðinu hefur lokið síðastliðið haust eða í vetur, jökullinn er tekinn að hopa, hefur á síðustu mánuðum hopað um 5 m. Jökullinn er snarbrattur fremst. Hann er lík- astur því, sem hann var 1966, þegar ég setti upp jökulmerkin. Mér virðist útlit hans nú styðja þá hugmynd, að hann hafi hlaupið fram eða skriðið skömmu fyrir 1966 (sbr. bréf með mæli- skýrslu 1972).“ T ungnaárjökull Hörður Hafliðason tekur fram: „Jökullinn er líkur því, sem hann var í fyrra haust, strýtur eru þó til muna minni, enda var sumarið votviðrasamt. Ivunnugir staðháttum við mælistaðinn auk Carls J. Eiríkssonar og mín eru þau Gunnar Guðmundsson og Ragna Karlsdóttir og svo Helgi Björnsson, Halldór Gíslason og Valur Jó- hannesson." Siðujökull I bréfi með mæliskýrslunni segir Olafur: „. .. Efst í bæjarbrekkunum lentum við í kafhlaupi á jeppabílunum, þar sem þurrt var árin á undan. . . . Urðum að fara fótgangandi alla leið, hvor leið 20 km. Fyrri árin gátum við ekið inn Djúpárdal að Fossabrekkum . . . Halli jökulsins er 7,5° til 8,5° neðst. I fyrra var brotalöm og misgengi 500 metra uppi í jöklin- um, nti sáust þar engin missmíði. Kunnugir á mælistað eru: Kristmundur Hall- dórsson, Erlingur og Ari Ólafssynir.“ Skeiðarárjökull I bréfi með mæliskýrslunni segir Ragnar: „ . . . Eg sé sáralitlar breytingar á Skeiðarár- jökli. Síðastliðin tvö til þrjú ár hefur verið lítils- háttar kýtingur og framskrið í honum við vest- ari merkin tvö og allt vestur á móts við Há- öldukvíslarfarveg og hann þá oft sprungið þar á blettum. Helst virðist, að hann sé að jafnast þar og sléttast." Kviárjökull og Breiðamerkurjökull I bréfi með mæliskýrslunni segir Flosi: „ . .. Um jöklana hér í grennd er það helst að segja, að Kvíárjökull hefur hækkað talsvert að undanförnu, síðan í vetur er leið, og er mjög 78 JÖKULL 25. ÁR úfinn. Mun þó liafa breyst hægar er leið á sumarið. Fjallsjökull hefur einnig hækkað sums staðar. Aftur á móti virðist Breiðamerkurjökull frem- ur hafa lækkað. Minna er um sprungur í jaðri lians en áður var. A ég hér við jaðarinn vestur af Jökulsárlóninu, hið næsta því.“ Suðursveitarjöklar Helgi Torfason, jarðfræðingur, hefur tekið að sér mælingar og skrá um breytingar á Suður- sveitarjöklum, þ. e. a. s. á þeim jöklum, sem Skarphéðinn heitinn Gíslason mældi. A síðast- liðnu hausti mældi Helgi við jökulmerki aðal- jökianna. Flelgi mun gera heildarskýrslu um jöklamælingarnar. Niðurstöður verða tiltækar á komandi hausti. Vatnamælingar Orkustofnunar hafa gefið út rennslisskýrslur Kolgrímu, vhm 75, fyrir tíma- bilið 1952-1975. Á tímabilinu hafa komið 26 Vatnsdalshlaup. Vatnsdalshlaup eftir 1967 eru í útgáfunni sýnd með línuriti. Vatnsmagn hvers hlaups er gefið upp í rennslisskýrslunum. Hoffellsjökull Helgi tekur fram í mæliskýrslunni, að breyt- ingar á lóninu við eystri jökulinn séu hægar, hann segir: „Þó virðist mér að vatnið standi lægra við ölduna en venjulega, sem gæti stafað af því, að haftið hafi lækkað milli öldunnar að austan og vestan, þar sem vatnið hefur útrás.“ Um Gjávatn segir Helgi: „Út janúar 1973 stóð Gjávatn tómt, á útmán- uðum það ár tók að safnast í það. Um vorið í maí hljóp úr því í hægu rólegu hlaupi. Síðan hefur það staðið nær tómt, þar til í haust, 1975, að lokast hefur fyrir útrennslið. Nú í desember- lok stendur vatnsborð þess hátt. Það nær inn að enda Miðlungshjalla. Þannig stóð það í fyrri hluta aprílmánaðar 1973. Gera má ráð fyrir hlaupi úr Gjávatni snemma á næsta ári.“ „Gísli Sigurbergsson, Svínafelli, og Sigfinnur Pálsson, Stórulág, eru kunnugir mælistöðinm við Vestri-Hoffellsjökul. Sigfinnur er einnig kunnugur staðháttum við eystri jökulinn. Þeir geta annast mælingarnar fyrir mína hönd, ef á þarf að halda."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.