Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1987, Qupperneq 85

Jökull - 01.12.1987, Qupperneq 85
HVAÐAN KOM ASKAN OG HVERNIG? Carswell (196 bls. 65) telur þetta vera öskuset (ash fall deposit) og tvímælalaust komið frá eldstöð tengdri meg- ineldstöð Eyjafjallajökuls (doubtless connected with the neighvouring Eyjafjöll volcanic centre). Hvorugt fær þó staðist. í fyrsta lagi hafa engin spor af þessari myndun fundist frá því vestan við Hofsá, eins og áður segir, vestur að Kaldaklifsgili, né heldur vestan við það. Það er aftur á móti á umtalsverðu svæði báðum megin við Sólheima í Mýrdal (Einar H. Einarsson 1982). Svo virðist ennfremur sem bergbrot og frauðhnullungar liggi á ákveðna stefnu, straumstefnu (orientation). Þó skal tekið fram að hvað þetta varðar vantar mjög nákvæmari rannsóknir og mælingar. Þær athuganir, sem nú liggja fyrir, sýnast mér benda til þess að þetta sé komið norð- austan frá, eða sem næst í stefnu af Kötlu. I annan máta er ljóst að ekki hefur verið um öskufall að ræða heldur flóð, ösku- og vikurflóð (pyroclastic flow). Otviræðar sannanir fyrir þessu eru þær að á nokkrum stöðum hafa fundist steinar, þar á meðal tveir allstórir, nokkur hundruð kfló að þyngd, og annar þeirra með greinileg- um jökulrákum inni í gjóskuberginu. Báðir liggja í sömu stefnu. Næsta ljóst er að þeir eru komnir úr jökulbergs- lagi, sem flóðið hefur farið fyrir og hrifið þá með sér, en það er sýnilegt skammt frá. Skammt frá þessum stað eru steinar inni í gjóskuberginu og á einum þeirra má sjá vott af mýrarauða. Þetta allt má sjá á syðsta öskustabbanum vestan við Hofsárgljúfur. Á öðrum stað, í gili, sem skor- ist hefur gegnum þessa myndun og er rétt ofan við Þurra- gil má sjá einkar fróðlegt snið gegnum neðsta hluta öskuflóðsins og sem gefa sláandi mynd af þeirri straum- hreyfingu, sem þar hefur átt sér stað. Með því að grafa nokkuð og hreinsa til í þessu má skoða neðsta lag ösku- flóðsins, sem þar liggur á móbergi. í Skógaheiði er ekki annað berg ofan á gjóskunni, en aðeins lítilsháttar urð frá síðasta jökulskeiði á stöku stað. ALDUR OG ÚTBREIÐSLA Ljóst er að jökull síðasta jökulskeiðs hefur gengið yfir þessa myndun, en út frá því, sem sést af henni í Skóga- heiði verður ekki nær um aldurinn komist. Þess má þó geta að þegar þetta átti sér stað hefur Hofsárglúfur ekki verið til. Einar H. Einarsson hefur hins vegar getað bent á líkur fyrir því að tvö jökulskeið hafi gengið yrir gjósku- bergið hjá Sólheimum (JEinar H. Einarsson 1982 bls. 21). Eg er honum sammála hvað þetta varðar, og það á þeim grundvelli, sem nú skal greina. Vestan við Húsá skammt frá Sóheimahjáleigu er dálítið klapparholt úr þessu sama bergi. Gegnum það austanvert gengur sprunga, sem fyllt er jökulbergi, sem því er frá fyrra jökulskeiði. Yfir þetta hefur svo jökull skriðið á síðasta jökulskeiði. Sýnist mér þetta staðfesta niðurstöðu Einars svo að vart verði um deilt. Ekki verður nú með neinni vissu vitað yfir hvað stórt svæði öskuflóð þetta hefur náð, en í því sambandi þykir rétt að geta nokkurra atriða. Ekki er vitað um gjóskubergið í samfelldu, föstu bergi nema á þeim stöð- um, sem þegar eru taldir. Maður, nákunnugur um Sól- heimaheiði, sagði mér að ekki kæmi það fyrir í föstu bergi nema í heiðinni neðanverðri. Sjálfur gat ég sann- fært mig um að brot úr því er að finna svo langt upp eftir heiðinni að upptakanna hlýtur að vera að leita hátt uppi og því líklega undir jökli. Vitað er að steinn með ein- Mynd 2. Gjóskubergið efst í Gljúfri Hofsár, að austan. Fig 2. The pyroclastic flow. 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.