Jökull


Jökull - 01.12.1987, Page 93

Jökull - 01.12.1987, Page 93
Snjóflóð á íslandi veturna 1984/85 og 1985/86 KRISTJÁN ÁGÚSTSSON Veðurstofu íslands Þcir vetur, sem annállinn nær til, hafa verið góðir og snjóléttir. Skráð snjóflóð hafa verið ríflega 200 hvorn vetur. í eitt skipti lenti fólk í snjóflóði, en eigantjón varð í tveimur. Þann 17. febrúar 1985 urðu fjórir ferðamenn á Eyja- fjallajökli fyrir snjóflóði. grófust þrír að hluta, og sá fjórði alveg. Fljótlega tókst að losa þá, og varð engum meint af. Á annan í jólum 1985, féll flóð á síldarverk- smiðju ísbjarnarins á Seyðisfirði, (áður Hafsfld). Verksmiðjan stendur í Nautabás. Tók sundur leiðslu inn í olíutank verksmiðjunnar, og runnu 300-400 tonn af olíu í sjóinn (Almannavarnir ríkisins 1986). Snjóflóð falla oft í Nautabás og hefur verksmiðjan áður skemmst af þeirra völdum. í janúar 1986 brotnuðu nokkrir girð- ingarstaurar, er flóð féll úr Bæjargili í Dalsmynni, Fnjóskadal. Auk þessa hafa orðið óþægindi ot tafir víða um land, þegar snjóflóð hafa fallið á vegi. Fjöldi snjóflóða, veturna 1975/76 til 1985/86, er sýndur á súluriti á mynd 1. Þar er sýndur heildarfjöldi snjóflóða og fjöldi á tveimur vegaköflum. Loks eru sýnd önnur snjóflóð, en það eru snjóflóðð á víð og dreif, sem snjó- mælingamenn Veðurstofunnar og aðrir áhugasamir aðil- ar hafa skráð, eða komið á framfæri við Veðurstofuna. Einnig eru þar nokkur snjóflóð, sem skráð eru eftir út- varpi, dagblöðum og landshlutablöðum. Þessi gögn á mynd 1 ber að túlka með varúð, þar sem þau eru ekki sambærileg milli ára. Sem dæmi má líta á flokkinn önnur snjóflóð. þar má greina nokkra aukn- ingu, en trúlega á hún m.a. rætur að rekja til bættrar gagnasöfnunar og aukins áhuga almennings. Rétt að ítreka það, að allar upplýsingar um snjóflóð eru vel þegnar. Þeir, sem upplýsingar geta veitt, eru hvattir til að koma þeim á framfæri við Veðurstofu Islands eða Vegagerð ríkisins. Skiftir þá ekki máli, hvort um er að ræða stór eða smá flóð, eða hvort tjón hefur orðið eða ekki. Öllþessi gögn mynda grunn, sem unnt er aðbyggja á hættumat og spár. Til að gera samanburð milli ára, er helst að nota þau gögn, sem skráð eru af Vegagerð ríkisins. Þær athuganir eru sambærilegar milli ára, svo fremi sem vegir hafi ekki verið fluttir. Til dæmis var vegurinn fyrir Ólafsvíkurenni færður niður í fjöru, vegna hruns og snjóflóða. Eftir það hefur reyndar fallið yfir hann snjóflóð, en ekkert er skráð tvo síðastliðna vetur. Vegakaflarnir á Óshlíð og í Ólafsfjarðarmúla eru valdir til samanburðar á súluritinu á mynd 1. Snjóflóð í Ólafsvíkurenni og á öðrum vega- köflum á Vestfjörðum eru fátíðari en á Öshlíð samanber töflu 3 og annála í Jökli (Hafliði Helgi Jónsson 1982, 1983, 1984, Kristjana G. Eyþórsdóttir 1985), en fylgja breytingum á Óshlíð í aðalatriðum. Eins og við er að búast, eru tengsl veðurfars og tíðni snjóflóða augljós. Veturnir 1980/81 til 183/84 voru slæmir og meðaltal skráðra snjóflóða 550 á ári. Sérstaklega var veturinn 1982/83 vondur um allt land, og voru þá skráð nærri 900 snjóflóð. Meðalfjöldi skráðra snjóflóða á því ellefu ára tímabili, sem mynd 1 nær til, voru 350 á ári. I töflum 1 og 2 eru talin upp snjóflóð víða um landið, en í töflu 3 eru talin upp snjóflóð á nokkrum vegaköfl- um. í sumum tilvikum er ekki nákvæmlega vitað hvenær flóð féllu. Er þá skráð það tímabil, sem líklegast er talið (Dagur 1 og 2). ítarlegri upplýsingar um flóðin, en fram koma í töflunum, eru varðveittar á Veðurstofu Islands. HEIMILDIR: Almannavarnir Ríkisins 1986: Seyðisfjörður, Snjóflóðakönnun 29.12. 1985. Skýrsla unnin af Veðurstofu íslands og Hönnun hf fyrir Almannavarnir Ríkisins, feb. 1986., 17 bls. og kort. Hafliði Helgi Jónsson 1982: Snjóflóðannáll áranna 1975-1980. Jökull 31: 47-58. Hafliði Helgi Jónsson 1983: Snjóflóð á íslandi veturinn 1980- 1981. Jökull 33: 149-152. Hafliði Helgi Jónsson 1983: Snjóflóð á íslandi veturinn 1981- 1982. Jökull 33: 153N154. Hafliði Helgi Jónsson 1984: Snjóflóð á íslandi veturinn 1982- 1983. Jökull 34: 159N164. Kristjana G. Eyþórsdóttir 1985: Snjóflóð á íslandi veturinn 1983- 1984. Jökull 35: 121-126. 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.